Eining-Iðja - 01.06.2001, Blaðsíða 7
EINING-IÐJA FÉLAGSBLAÐ 7
Á aðalfundinum voru samþykktar
verulegar hækkanir á greiðslu dag-
peninga úr sjúkrasjóði. Þessar hækk-
anir voru orðnar mjög aðkallandi og
eru án efa kærkomnar fyrir marga.
Upphæð dagpeninga hefur miðast við
58% af 8 klukkustunda kaupi sam-
kvæmt taxta sérhæfðs fiskvinnslufólks
eftir 5 ár, eins og hann er á hverjum
tíma. Þessi viðmiðun var nú hækkuð í
85%. Þá standa greiðslur yfir í allt að
sex mánuði en voru áður 120 virkir
daga. Til að njóta fullra bóta þarf fólk
nú að hafa unnið heldur meira en áður,
eða a.m.k. 1.800 klukkustundir sam-
kvæmt viðmiðunartaxta dagvinnu á síð-
ustu 12 mánuðum fyrir veikindin eða
slysið. Þá greiðast nú 4% af ofangreind-
um taxta fyrir hvert barn hins veika eða
slasaða en var áður 8%. Svo dæmi sé
tekið þá hækka fullar dagpeninga-
greiðslur á dag úr 2.284 krónum fyrir
hvern virkan dag í 3.346,76 krónur á
dag og viðbótargreiðsla fyrir hvert barn
fer úr 315 krónum í 157,49 krónur.
Viðbót frá Tryggingastofnun
Fólki er bent á að sækja einnig um
sjúkradagpeninga til Tryggingastofnun-
ar ríkisins en þó geta sameiginlegar
greiðslur frá Einingu-Iðju og Trygg-
ingastofnun aldrei numið hærri upphæð
en viðkomandi hafði í laun. Í töflunni
sem hér fylgir er sýnt hvernig greiðslur
breytast miðað við hinar nýju reglur en
bent er á að hjá Tryggingastofnun er
ekkert greitt fyrstu tvær vikurnar.
Heiðursfélögum
afhent gullmerki
Á aðalfundinum var heiðursfélögum
Einingar-Iðju afhent gullmerki félagsins.
Heiðursfélagarnir eru átta talsins og áttu
fimm þeirra heimangengt til að taka við
merkjum sínum á fundinum. Á myndinni
eru talið frá vinstri: Björn Snæbjörnsson,
formaður Einingar-Iðju, Árni Lárusson,
Geirlaug Sigurjónsdóttir, Kristín Hjálmars-
dóttir, Jón Helgason, Ólöf Jónasdóttir og
Matthildur Sigurjónsdóttir, varaformaður
Einingar-Iðju. Á myndina vantar Þórarinn
Þorbjarnarson, Gunnar Sigtryggsson og
Björn Gunnarsson.
• Mörg námskeið
Á starfsárinu voru haldin mörg nám-
skeið og ýmist greiddi félagið kostnað-
inn við þau eða Menningar- og fræðslu-
samband alþýðu. Einnig voru haldin
námskeið sem kostuð voru af Starfs-
menntunarsjóði félagsmálaráðuneytis-
ins. Aldrei hafa jafn margir starfsmenn
Akureyrarbæjar sótt námskeið sem Ak-
ureyrarbær og Eining-Iðja halda í sam-
einingu, eða á annað hundrað manns.
Allt í allt sóttu um þrjú hundruð manns
námskeið á vegum félagsins á starfsár-
inu.
• Formenn endurkjörnir
Í janúar og febrúar héldu svæðisráðin
á Dalvík, Ólafsfirði, Hrísey og Grýtu-
bakkahreppi aðalfundi sína og var mæt-
ing mjög mismunandi, allt frá því að
vera þokkaleg til þess að vera afleit.
Verður að finna leiðir til þess að vekja
áhuga fólks á svæðisráðunum því að
þar er vettvangurinn til að ræða sérmál
staðanna utan Akureyrar. Formenn
svæðisráðanna voru allir endurkjörnir
en þeir eru: Steinunn Gylfadóttir, Ólafs-
firði; Guðrún Skarphéðinsdóttir, Dal-
víkurbyggð; Elísabet Jóhannsdóttir,
Hrísey og Ólöf Guðmundsdóttir, Grýtu-
bakkahreppi.
• Sameining lífeyrissjóða
Á aukaaðalfundi Lífeyrissjóðs Norð-
urlands var samþykkt að sameina Líf-
eyrissjóð Norðurlands, Lífeyrissjóð
KEA og Lífeyrissjóð verkalýðsfélag-
anna á Norðurlandi vestra undir merkj-
um Lífeyrissjóðs Norðurlands. Frá síð-
ustu áramótum er því allt almennt
verkafólk á Norðurlandi í einum lífeyr-
issjóði.
• Leyst úr deilumálum
Mikill tími fer í það hjá starfsmönn-
um félagsins að leysa úr margs konar
vandamálum og deiluefnum sem upp
koma á vinnustöðum. Næst á eftir gerð
kjarasamninga hefur eftirlit með því að
samningar séu haldnir löngum verið eitt
af aðalverkefnum félagsins. Ánægju-
legt er félagsmenn nýta sér í auknum
mæli þá þjónustu sem félagið veitir og
hafa samskipti starfsfólks félagsins við
hinn almenn félagsmann þannig verið
að aukast.
Félagsmenn nú
rösklega 5.230
Trúnaðarráð sér um að afgreiða
inntökubeiðnir í félagið og sam-
þykkti það alls 322 inntökubeiðnir
á síðasta starfsári.
Aðalfélagar í Einingu-Iðju eru nú
4.510 en voru 4.596 fyrir ári. Auka-
félagar eru 725 en voru 652 á síðasta
aðalfundi. Alls eru Einingar-Iðjufé-
lagar því 5.235 og fækkaði um 13 á
starfsárinu.
Eining-Iðja Tryggingast. Samtals
Fyrir Eftir Eftir breytingar
100% mánaðargreiðsla . . . . . . . 49.494 72.527 22.020 94.544
+ 1 barn . . . . . . . . . . . . . . . . . . 56.320 75.937 28.020 103.957
+ 2 börn . . . . . . . . . . . . . . . . . . 63.146 79.350 34.020 113.370
+ 3 börn . . . . . . . . . . . . . . . . . . 69.972 82.763 40.020 122.783
+ 4 börn . . . . . . . . . . . . . . . . . . 76.698 86176 46.020 132.196
+ 5 börn . . . . . . . . . . . . . . . . . . 83.624 89.589 52.020 141.609
Punktar
Aðalfundur Einingar-Iðju 2001
Greiðslur dagpeninga úr sjúkrasjóði:
Veruleg hækkun samþykkt
Eftir svæðum skiptast félagsmenn þannig:
Aðal- Auka-
félagar félagar
Akureyri og nágrenni . . . . . 3.644 578
Svæðisráð Dalvíkur . . . . . . 499 67
Svæðisráð Ólafsfjarðar . . . . 196 52
Svæðisráð Grýtubakkahr. . . 106 14
Svæðisráð Hríseyjar . . . . . . 67 14