Eining-Iðja - 01.06.2001, Blaðsíða 10

Eining-Iðja - 01.06.2001, Blaðsíða 10
„Mín skoðun er að þessir samningar marki tímamót þar sem við náðum fram umtalsverðum kjarabótum og náðum að rétta hlut starfsfólks sveitarfélaga til samræmis við það sem gerist í opinbera geiranum. Þarna vorum við að ná fram atriðum sem BSRB og starfsmannafé- lögin hafa í mörgum tilfellum samið um en okkar fólk hefur ekki notið til þessa,” segir Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-Iðju, um samninga sem gengið var frá í apríl sl. við launanefnd sveitar- félaga. Samningurinn er afturvirkur til 1. febrúar sl. og gildir í fjögur ár. Meðal helstu atriða sem náðust fram má nefna aukinn veikindarétt en hann lengdist um helming, lengri uppsagnarfrest, breytt og hærra vaktaálag, 50 þúsund króna des- emberuppbót og margt fleira. „Hvað hæst ber að tekin var upp ný og samræmd launa- tafla sem felur í sér verulega kauphækkun hjá félagsmönnum Einingar-Iðju, meiri hækkanir en við höfum séð í langan tíma, segir Björn. Stóraukinn lífeyrisréttur Stóraukinn lífeyrisréttur er meðal þess sem nýju samningarnir fela í sér og tókst nú loks eftir margra ára baráttu að ná fram. Er starfsfólk sveitarfélaga fyrsti hópurinn inn- an ASÍ sem nær þessum auknu réttindum sem hafa í för með sér aukinn jöfnuð til samræmis við það sem starfsfólk innan BSRB og starfsmannafélaga hafa notið. „Ein af þeim kröfum sem voru uppi í þessu sambandi var að í staðinn myndu allir starfs- menn fara að greiða í Lífeyrissjóð sveitar- félaga, sem okkur leist afar þunglega á. Á síðustu stundu tókst að ná þessu út sem ég vil þakka bæjarstjóranum á Akureyri, Krist- jáni Þór Júlíussyni. Hann sýndi afar rösk- lega framgöngu í því máli. Fólk getur því haldið áfram að greiða í sömu lífeyrissjóði og áður og það liggur fyrir að Lífeyrissjóð- ur Norðurlands mun bjóða Einingar-Iðju- fólki sambærileg réttindi og Lífeyrissjóður sveitarfélaga gerir,” segir Björn. Samstaðan skilaði árangri Að sögn Björns þakkar hann þennan góða árangur þeirri breiðu samstöðu sem náðist meðal verkalýðsfélaga og einnig hafi það auðveldað samningaviðræður að flest sveit- arfélögin fólu launa- nefnd sveitarfélaga samningsumboð sitt þannig að ekki þurfti að berjast á mörgum vígstöðvum samtím- is. Guðrún Óladóttir, formaður opinbera sviðs Starfsgreina- sambandsins, stýrði samningaviðræðum fyrir hönd verka- lýðsfélaganna og fulltrúar Einingar- Iðju voru þau Björn Snæbjörnsson og Sigríður K. Bjarkadóttir, formaður opin- beru deildarinnar. Á bakvið stóð 18 manna samninganefnd sem unnið hafði mikið starf og að auki allir þeir sem komið höfðu að undirbúningi kjarasamninga félagsins á fyrri stigum. Með þessum samningum eru engir stórir samningar lausir hjá Einingu-Iðju en alltaf er þó eitthvað um fyrirtækjasamninga sem ganga þarf frá. Breytt fyrirkomulag námskeiða Eitt atriði samninganna hefur vakið upp nokkrar spurningar en það snýr að breyttu fyrirkomulagi á menntunarmálum. Í stað þess að fólk sæki hin hefðbundnu kjarna-, valgreina- og sérhæfninámskeið á vegum stéttarfélaganna er það nú hverrar stofnunar eða vinnustaðar að setja upp áætlun um sí- menntun sem starfsfólk verður að fylgja vilji það halda áunnum réttindum sínum og hækka í launum. M.ö.o. verður fólk að sækja þau námskeið sem í boði eru ef það ætlar ekki að lækka í launum. 10 EINING-IÐJA FÉLAGSBLAÐ Tímamótasamningur við sveitarfélögin Ólíkt hafast þau að Í verkfalli sjómanna áttu fiskvinnslufyr- irtæki val um að senda fólk heim á atvinnu- leysisbætur eða halda þeim á launaskrá. Síðari kosturinn var að sjálfsögðu mun hagkvæmari fyrir launafólk en heldur kostnaðarsamari fyrir fyrirtækin. Þeim fyrirtækjum sem völdu þá leið er þakkað sérstaklega fyrir þessa stórmannlegu af- stöðu. Posi tekinn í notkun Á skrifstofu Einingar-Iðju á Akureyri hefur verið tekinn í notkun svokallaður posi fyrir greiðslukort. Nú er því hægt að greiða fyrir orlofshús, ferðir og annað með korti. Var þetta orðið tímabært skref enda fólk orðið vant því að geta notað kortin nánast hvar sem er. Miðar í Hvalfjarðargöng Þeir sem hyggja á fer suður yfir heiðar og hugsa sér að aka um Hvalfjarðargöng ættu fyrst að koma við á skrifstofu Eining- ar-Iðju á Akureyri. Félagið keypti nefni- lega nokkurt magn afsláttarmiða í göngin og endurselur síðan til félagsmanna á kostnaðarverði. Þannig getur fólk nú keypt miða á 700 krónur fyrir hverja ferð sem annars kostar 1.000 krónur. Hægt er að fá miða í eina staka ferð eða fleiri, allt eftir óskum. Sambýli við Félag bygginga- manna Í maí sl. flutti Félag byggingamanna í Eyjafirði skrifstofuaðstöðu sína niður á 2. hæð í Alþýðuhúsinu og hóf þar sambýli við Einingu-Iðju. Með þessu er stigið stórt skref í að nýta betur húsnæðið og vonandi auka til muna samstarf félaganna. Mörg mál framundan Þótt nú séu engir stórir kjarasamningar lausir er ljóst að félagsins bíða mikil verk- efni á því starfsári sem nú er nýhafið. Brýnt er að sinna öðrum málum sem tengjast vinnustöðunum en það starf er aftur minna þegar stórir samningar eru í gangi. Þá má ekki gleyma því að samningar eru lausir um áramótin 2003/2004 og tíminn þangað til verður örugglega ekki lengi að líða. Námskeið fyrir trúnaðarmenn Á síðasta starfsári var haldið eitt nám- skeið fyrir trúnaðarmenn félagsins og með haustinu verður byrjað af krafti með annað námskeið. Mjög brýnt er orðið að hefja þessa fræðslu því eins og staðan er í dag hafa margir af trúnaðarmönnum félagsins ekki farið á námskeið, m.a. vegna þess að talsverð endurnýjun hefur orðið í þeirra hópi á síðustu mánuðum. Góðan árangur í samningunum má m.a. þakka þeirri breiðu samstöðu sem náðist meðal verkalýðsfélaga, að mati Björns Snæbjörnssonar. Stubbar

x

Eining-Iðja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining-Iðja
https://timarit.is/publication/2039

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.