Eining-Iðja - 01.06.2001, Blaðsíða 11
Stéttarfélögin á Akureyri stóðu líkt
og venja er fyrir hátíðahöldum 1. maí,
á alþjóðlegum baráttudegi verkalýðs-
ins. Kjörorð dagsins var „Velferð fyr-
ir alla”.
Hátíðahöldin hófust með því að safn-
ast var saman til kröfugöngu við Al-
þýðuhúsið og gengið fylktu liði um mið-
bæinn við undirleik Lúðrasveitar Akur-
eyrar. Gangan endaði við Borgarbíó þar
sem hátíðardagskrá fór fram. Björn Snæ-
björnsson, formaður Einingar-Iðju, flutti
ávarp 1. maínefndar stéttarfélaganna en
aðalræðumaður dagsins var Finnbjörn
Hermansson, formaður Samiðnar.
Einnig flutti Björg Finnbogadóttir, for-
maður Félags aldraðra á Akureyri, ávarp.
Boðið var upp á skemmtidagskrá sem
samanstóð af blokkfautuleik nemenda
frá Tónlistarskóla Akureyrar, Karlakór
Akureyrar-Geysir söng og Kristbjörg
Jakobsdóttir söng við undirleik Hró-
bjarts Sigurðssonar. Fyrir yngstu kyn-
slóðina var boðið upp á bíó. Að lokinni
dagskrá voru kaffiveitingar í Alþýðu-
húsinu.
EINING-IÐJA FÉLAGSBLAÐ 11
Velferð fyrir alla
-var kjörorðið 1. maí
Samkvæmt venju var gengið fylktu liði frá Al-
þýðuhúsinu.
Alþjóðlegur baráttudagur verkalýðsins á sér
langa sögu.
Gengið um göngugötuna.
Hátíðardagskrá fór fram í Borgarbíói.
Útfararstofa Íslands • Suðurhlíð 35 • Fossvogi
www.utforin.is
• Útfararstjóri tekur að sér umsjón útfarar
í samráði við prest og aðstandendur.
• Flytja hinn látna af dánarstað í líkhús.
• Koma á sambandi við þann prest sem
aðstandendur óska eftir.
• Aðstoða við val á kistu og líkklæðum.
• Búa um lík hins látna í kistu og snyrta
ef með þarf.
• Fara með tilkynningu í fjölmiðla.
• Stað og stund fyrir kistulagningu og útför.
• Legstað í kirkjugarði.
• Organista, sönghópa, einsöngvara, einleikara
og /eða annað listafólk.
• Kistuskreytingu og fána.
• Blóm og kransa.
• Sálmaskrá og aðstoðar við val á sálmum.
• Dánarvottorð og líkbrennsluheimild.
• Duftker ef líkbrennsla á sér stað.
• Sal fyrir erfidrykkju og gestabók ef óskað er.
• Kross og skilti á leiði.
• Legstein.
• Flutning á kistu út á land eða utan af landi.
• Flutning á kistu til landsins og frá landinu.
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS SÉR UM OG ÚTVEGAR:
Sími 581 3300 • Allan sólarhringinn
Á
sp
re
nt
/p
ob
e
hf
Fullorðinsfræðsla
Kynnið ykkur
það sem verður í boði
á endur- og símenntunar-
námskeiðum
á komandi hausti
*
Nánari upplýsingar í Menntasmiðjunni,
Glerárgötu 28, 3.hæð
sími: 462-7255
Menntasmiðjan
á
Akureyri