Eining-Iðja - 01.06.2001, Blaðsíða 12

Eining-Iðja - 01.06.2001, Blaðsíða 12
12 EINING-IÐJA FÉLAGSBLAÐ Viðbótar lífeyrissparnaður: Lífeyrissjóður Norðurlands langstærstur -hefur boðið sparnaðinn í gegnum símsvarann 800-8000 Hvernig er best að útskýra fyrir fólki hvað felst í orðinu séreignarsparnað- ur? Þótt hér sé ekki um flókið fyrir- bæri að ræða þá er vandalaust að flækja það með ýmsu móti. Meira að segja nafngiftin er á reiki og séreignarsparn- aður heitir t.d. líka viðbótar lífeyris- sparnaður. Og hlutföll framlaga af launum eru oft gef in upp með mis- munandi hætti. Þannig er framlag rík- isins bæði 10% af framlagi launa- manns og einnig allt að 0,4% af heild- arlaunum hans. Svona er hægt að rugla með tölur fram og aftur þangað til eng- inn skilur neitt. Það er hins vegar æski- legt að fjallað sé um þetta fyrirbæri á mannamáli og það verður reynt með þessari stuttu grein. Mannamál Til að byrja með er ágætt að gera sér grein fyrir því að lífeyrisgreiðslur í landinu eru nú af tvennum toga. Ann- ars vegar er um að ræða lögbundnar greiðslur þar sem framlag launamanns er yfirleitt 4% og atvinnurekanda 6%. Þessi 10% fara í kaup á tryggingu til að verja einstaklinginn fyrir áföllum og skapa honum rétt á ellilífeyri við 67 ára aldur. Ef ekkert kemur fyrir hann á lífsleiðinni og hann deyr 67 ára gam- all, fær hann ekkert af framlagi sínu til baka. Ef hann verður öryrki snemma á starfsferlinum og nær síðan mjög háum aldri, fær hann mun meira til baka en hann lagði inn. Þetta eru í raun hefðbundin kaup á tryggingu. Hins vegar er um að ræða séreignar- sparnað. Hann er valfrjáls. Einstak- lingurinn á pen- ingana sem hann leggur inn og þeir erfast við andlát. Eignin er tekju- skatts- og eignar- skattsfrjáls og ekki aðfararhæf. Við framlag launa- manns bætist framlag frá ríkinu og flestir fá einnig framlag frá at- vinnurekanda. 35% ávöxtun fyrsta daginn Best er að skoða dæmi um séreign- arsparnað þar sem stuðst er við 100 þúsund króna mánaðarlaun. Ef ein- staklingur leggur 4% í viðbótarsparn- að, sem eru 4.000 krónur, fær hann að auki framlag frá ríkinu sem nemur 10% af eigin framlagi, í þessu tilviki eru það 400 krónur. Atvinnurekandinn leggur síðan fram 1% sem eru 1.000 krónur. Í heildina verða því lagðar 5.400 krónur inn á nafn mannsins. Af þeirri upphæð leggur hann sjálfur fram 4.000 krónur en fær 1.400 krónur í bónus við innlögnina. Það jafngildir 35% ávöxtun á fyrsta degi! Veit ein- hver um betri ávöxtun? Við þetta má síðan bæta að útborguð laun mannsins lækka ekki um 4000 krónur. Vegna skattfrestunar lækka þau aðeins um rúmlega 2.400 krónur. Þannig má segja að þegar launin lækka um 2.400 krón- ur, þá eru lagðar inn á manninn 5.400 krónur. Þetta ger- ist síðan í hverj- um einasta mán- uði. 5 milljónir! Nauðsynlegt er að benda fólki á heimasíðu Líf- eyrissjóðs Norð- urlands www.lnord.is. Þar má fá allar upplýsingar um þennan sparnað og einnig er auðvelt að setja sínar eigin forsendur inn í reiknivél og fá út hvað upp getur safn- ast af fjármunum. Sem dæmi má nefna að einstaklingur með 100 þúsund krón- ur í mánaðarlaun, sem sparar 4% á mánuði í 25 ár og fær árlega 8% ávöxt- un, á við 67 ára aldur ríflega 5 milljón- ir króna. Auðvelt er að leika sér í reiknivél heimasíðunnar og gefa sér mismunandi forsendur. Sími 800-8000 Þátttaka í viðbótar lífeyrissparnaði er orðin mjög almenn. Samkvæmt stórri könnun sem Gallup vann fyrir Lífeyrissjóð Norðurlands í mars og apríl, þá er Séreignardeild LN, sem auglýsir sparnaðinn í gegnum sím- svarann 800-8000, langstærsti aðilinn í viðbótar lífeyrissparnaði á Norður- landi. Úrtakið var 1.500 manns og svarhlutfallið 70,5% eða 1.000 manns. Könnunin er því mjög marktæk. Eins og meðfylgjandi stöplarit ber með sér, voru aðrar fjármálastofnanir með mun færri einstaklinga í þessum sparnaði. E.t.v. skýrist þessi sterka staða Lífeyr- issjóðs Norðurlands af viðhorfum fólks til sjóðsins, en í sömu könnun kom fram að 96,1% telja hann traustan aðila. Það hlýtur að teljast athyglis- verð niðurstaða í ljósi þess umróts sem verið hefur á fjármálamörkuðum und- anfarin misseri. Lífeyrisgreiðslur í landinu eru nú af tvennum toga. Annars vegar er um að ræða lögbundnar greiðslur sem fara í kaup á tryggingu til að verja einstak- linginn fyrir áföllum og skapa honum rétt á ellilífeyri við 67 ára aldur. Hins vegar er um að ræða séreignarsparnað. Vi›bótar lífeyrissparna›ur á Nor›urlandi Könnun Gallup í mars-apríl 2001 5,0 10,0 15,0 20,0 25,0 30,0 35,0 40,0 45,0 50,0 Hlutdeild % Lífeyrissjó›ur Nor›urlands Stofnun 1 Stofnun 2 Stofnun 3 Stofnanir 4-5 45,6 26,8 11,6 7,6 8,8

x

Eining-Iðja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining-Iðja
https://timarit.is/publication/2039

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.