Eining-Iðja - 01.06.2001, Blaðsíða 14
14 EINING-IÐJA FÉLAGSBLAÐ
Í tengslum við síðustu kjarasamn-
inga var stofnaður sérstakur fræðslu-
sjóður Samtaka atvinnulífsins og
verkafólks á landsbyggðinni. Sjóður-
inn fékk nafnið LandsMennt og eru
helstu verkefni hans að sinna stuðn-
ingsverkefnum og þróunar-og hvatn-
ingaraðgerðum í starfsmenntun,
styrkja rekstur námskeiða
og nýjungar í námsefnisgerð
og veita einstaklingum,
verkalýðsfélögum og fyrir-
tækjum styrki vegna starfs-
menntunar. Markmiðið er
að treysta stöðu einstaklinga
á vinnumarkaði og bæta
samkeppnisstöðu íslenskra
fyrirtækja. Til þessa átaks í
starfsfræðslumálum verður
varið samtals 140 milljón-
um króna á næstu þremur
árum (til loka ársins 2003).
Verkefnisstjórnin ákvað fljótlega að
skipta sjóðnum í tvo meginhluta. Ann-
ars vegar einstaklingsstyrki vegna ein-
stakra námskeiða og hins vegar styrki til
stærri verkefna þar sem um væri að ræða
samstarf fyrirtækja og verkalýðsfélaga í
starfsmenntun, þ.e. skipulagning á
heildarlausnum starfstengdra nám-
skeiða á hinum ýmsu sviðum atvinnu-
lífsins. Dæmi um hið síðarnefnda er
námskeiðið Viskubrunnur sem sagt er
frá á öðrum stað í blaðinu.
Fólk hvatt til að sækja um einstak-
lingsstyrki
Sá háttur er hafður á einstaklings-
styrkjunum að hver félagsmaður getur
sótt um styrk til síns verkalýðsfélags
sem metur umsóknina og afgreiðir
styrkinn eftir starfsreglum LandsMennt-
ar. Verkalýðsfélagið sækir síðan um
endurgreiðslu til LandsMenntar. Þannig
eru það verkalýðsfélögin sem sjá alfarið
um afgreiðslu einstaklingsstyrkjanna.
Ef einstaklingar eru hins vega ósáttir
einhverra hluta vegna með afgreiðslu
síns félags þá geta þeir hinir sömu alltaf
leitað til verkefnisstjóra LandsMenntar
sem greiðir úr málum í samstarf i við
hlutaðeigandi aðila. Eins geta forsvars-
menn verkalýðsfélaganna leitað eftir
ráðgjöf og leiðbeiningum til verkefnis-
stjóra með úthlutun einstaklingsstyrkj-
anna. Það er mjög nauðsynlegt að fólk
nýti sér það að sækja um styrki úr sjóðn-
um en þeir geta numið allt að 16.000
krónum á ári. Allir félags-
menn Einingar-Iðju hafa rétt á
að sækja um að ákveðnum
skilyrðum uppfylltum.
Styrkir til fjölbreytts náms
Þau námskeið sem styrkt
hafa verið nú þegar eru af
ýmsu tagi. Má t.d. nefna
tungumálanámskeið, tölvu-
nám, vinnuvélanámskeið,
meirapróf og námskeið í eit-
urefnaflutningum. Einnig geta
einstaklingar fengið styrki til
þess að sækja almennt nám
við öldungadeildir framhaldsskóla, nám
við námsflokka eða kvöldskóla sveitar-
félags og símenntunarmiðstöðvar þar
sem um er að ræða nám sem jafnast á
við almennt nám (tungumál, stærðfræði,
tölvur o.s.frv.). Þá má nefna nám hjá
Endurmenntun Háskóla Íslands og öðr-
um fræðslustofnunum þar sem ekki er
um að ræða beint tómstundanám.
Fræðslusjóðurinn LandsMennt:
Mikilvægur þáttur í starfsmenntun
verkafólks á landsbyggðinni
Nú er vinna við gerð heima-
síðu fyrir Einingu-Iðju á loka-
sprettinum. Sífellt færist í vöxt
að fyrirtæki og félög noti Inter-
netið til að miðla upplýsingum
um starfsemi sína og má því
segja að ekki sé seinna vænna
fyrir Einingu-Iðju að stíga þetta
skref.
Á síðunni verður að finna fjöl-
breyttar upplýsingar um félagið og
starfsemi þess. M.a. má nefna lög
og reglugerðir, þá kjarasamninga
sem í gildi eru, stjórnir, nefndir,
trúnaðarmenn og starfsfólk félagsins,
upplýsingar um námskeið og orlofshús,
auglýsingar um þá viðburði sem
framundan eru og þannig mætti áfram
telja. Að sjálfsögðu verða einnig
upplýsingar um starfsgreinadeild-
irnar og svæðisráðin.
Fólk getur sparað sér sporin
Hugmyndin er að í framtíðinni
geti fólk í auknum mæli notað
heimasíðuna til að reka ýmis erindi
sín við félagið og þar með sparað
sér sérstaka ferð á skrifstofuna.
Meðal annars mun fólk geta sótt
um orlofshús á síðunni, lagt inn
umsókn vegna úthlutana úr sjóðum
félagsins, fengið upplýsingar um
ýmis réttindamál o.fl. Síðan er unnin hjá
Nett ehf. á Akureyri.
Heimasíða félagsins í loftið innan tíðar
Hér má sjá drög að útliti fyrir forsíðu heimasíðunnar.
Það er mjög nauðsynlegt að fólk nýti sér það að sækja um styrki úr Lands-
Mennt en þeir geta numið allt að 16.000 krónum á ári.