Eining-Iðja - 01.06.2001, Blaðsíða 15

Eining-Iðja - 01.06.2001, Blaðsíða 15
Líkt og undanfarin ár hefur Matt- hildur Sigurjónsdóttir, varaformaður Einingar-Iðju, heimsótt alla 10. bekki á félagssvæðinu. Hefur hún afhent nemendum ritið Vegabréf á vinnu- markaði og rætt við krakkana um ýmis atriði sem vert er að hafa í huga þegar fólk er að stíga sín fyrstu spor á vinnumarkaði. Matthildur segir ekki nema eðlilegt að ýmis atriði vefjist fyrir fólki þegar það er að fara út á vinnumarkaðinn í fyrsta sinn og mikilvægt að veita því aðstoð strax í byrjun. Í Vegabréfi á vinnumark- aði er tekið á ýmsum hlutum. Þar má nefna kjarasamninga og hlutverk þeirra, hlutverk stéttarfélaga og stjórnun þeirra, hvernig sækja á um vinnu, ráðningar- samninga, launaseðla, lífeyris- og or- lofsgreiðslur, laun vegna veikinda og slysa, öryggismál, jafnaðarkaup, verk- takagreiðslur, uppsagnarfrest og vinnu barna og unglinga. Síðast en ekki síst er bent á hvert best er að leita eftir upplýs- ingum um hin ýmsu atriði. Hægt að leita til félagsins En jafnvel þótt fólk hafi Vegabréf á vinnumarkaði við hendina er viðbúið að ýmsar spurningar vakni og Matthildur leggur áherslu á að starfsfólk félagsins er boðið og búið að leysa úr þeim vanda sem upp kann að koma. Á öllum vinnu- stöðum eru einnig trúnaðarmenn á veg- um félagsins sem hægt er að leita til. EINING-IÐJA FÉLAGSBLAÐ 15 Ýmsar spurningar geta vaknað þegar fólk er að fara út á vinnumarkaðinn í fyrsta sinn og hefur Eining-Iðja lagt sitt af mörkum til að leiðbeina fólki fyrstu skrefin. Eining-Iðja fræðir 10. bekkinga um vinnumarkaðinn Sendum öllum félagsmönnum Einingar-Iðju sumarkveðjur Sparisjóður Höfðhverfinga – þar sem tryggingar snúast um fólk H R Í S E Y J A R H R E P P U R RÁÐHÚSINU · SÍMI 466 1762 · FAX 466 1790 · NETFANG: hrisey@li.is www.byko.is www.vis.is Gránufélagsgötu 4 Sími 462 3599 Ægissíða 7 • 610 Grenivík • Sími 463 3160 Gamla skólahúsið 610 Grenivík • Sími 463 3159 Miðhúsavegur 4 Sími 461 1172 H a f n a r s t r æ t i 9 4 • S í m i 4 6 2 4 3 5 0 G r í m s e y j a r g a t a • S í m i 4 6 0 8 8 5 0 dalvik@dalvik.is www.eyjafjordur.is www.afe.is w w w. h t t p : / h r i s e y. v e f u r i n n . i s www.penn inn . i s Til hvers eru stéttarfélög? Stéttarfélög hafa bein og óbein áhrif á líf og afkomu þjóðarinnar allr- ar. Mest eru áhrif almennra kjara- samninga. Samkvæmt landslögum má ekki ráða nokkurn mann til vinnu fyrir lakari laun eða verri kjör en kveðið er á um í kjarasamningi stétt- arfélags vegna þeirrar vinnu. Helsta verkefni stéttarfélaga er að verja rétt- indi launafólks í landinu. Gerð kjara- samninga um kaup og kjör almennt er jafnframt eitt helsta viðfangsefni stéttarfélaga. Auk samningsgerðar og hagsmunagæslu fyrir launafólk hafa verkalýðsfélög á sinni hendi mjög fjölbreytta starfsemi. Verkalýðsfélög starfrækja sjúkra- og styrktarsjóði, bjóða t.d. upp á margháttað tóm- stunda-, fræðslu- og félagsstarf. Það er ávinningur bæði fyrir þig og stétt- arfélagið að þú gerist félagsmaður. Ef stéttarfélög eru stór og öflug geta þau sinnt hlutverki sínu enn betur. Úr „Vegabréf á vinnumarkaði.” HERRADEILD www.samherji.is www.samvinn.is

x

Eining-Iðja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining-Iðja
https://timarit.is/publication/2039

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.