Alþýðublaðið - 15.02.1926, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 15.02.1926, Blaðsíða 1
Alpyðu Gefið út af Alþýðunokknuns 1926. Mánudaginn 15. febrúar. 39. tðlublað. Kaupdeilan á ísafirði. (Eftir síratali í gær.) Atvinnurekendur hafa sent til- boð um kr. 1,10 í dagvinnu, 1,30 í eftirvinnu og 1,40 i nætur- og helgid aga-vinnu. - Verkamenn hafa sent gagntil- boð um kr. 1,15, 1,40 og 1,60 og enn fremur, að greiðsla vinnu- launa fari fram vikulega og að heimilisfast fólk á fsafirði sitji fyrir vinnu. Olsen (úr firmanu Nathan & Olsen) er milligöngumaður milli verkamaftna og atvinnurekenda. • Fundur í verkamannafélaginu „Baldur" var á laugardaginn. Gengu pá inn 49 nýir félagar. Atvinnurekendur hafa reynt að fá verkamenn úr Bolungavík, Hnífsdal og víðar, en ekki tekist. Önnur tíðindi. Fisktökuskip og saltskip eru væntanleg næstu dagana. Hávarður ísfirðingur hefir aflað vel síðustu dagana. Sviplegt slys. Kona meiðist til bana. I ofviðrinu í fyrra kvöld vildi til sviplegt slys hér í bænum. Það var kl. 6, að Guðbjörg íngvarsdóttir, ekkja í Bjarnaborg, ætlaði að ganga yfir götuna, en lenti í stormhviðu og hrakti af leið. Kastaðist hún á bifreið, sem hún var komin fram hjá, og fest- ist annar fóturinn milli stýris- ganga og öxuls bifreiðarinnar, og féll konan pá aftur á bak á göt- una, og var fallið raikið. Bifreiðin fór ekki yfir hana, enda var ferð- in hæg, ekið á 2. „gear", sem svo er kallað, pví að veðrið var mik- ið, en petta var stór kassabifreið og farpegar margir. Var konan jafnskjótt flutt í sjúkrahús, en Gluggar. Sjónleikur i premur páttum eftir John Galsworthy verð- ur leikinn i kvöld kl. 8 siðd. Að eins þetta eina sinn. Aðgöngumiðar seldir i Iðnó i dag kl. 10—1 og eftir kl. 2. Simi 12. Simi 12. var dáin um kl. 7, — klukku- stundu eftir að slysið varð. Málið var pegar tekið til rannsóknar, og voru áhorfendur alveg sam- mála um, að bifreiðarstjóranum yrði ekki um kent. Líkið verður nánara rannsakað, — að líkindum i dag. Bifreiðarstjórinn var Sigurjón Pétursson, og var pað Álafoss- bifreiðin stóra, sem hann stýrði. Guðbjörg heitin átti tvær dæt- ur. Er önnur 16 ára, en hin innan fermingar. Hefir Sigurjón boðið peim að veita peim ásjá sína. Knmiir! BiðJSð um SnsáFð" smjoplíkið, pwí ai I&að ev efnisbetra en alt annað sm|liriík§.. Nýjustis freiiiir. ríil pess að gera sjómönnum og verkamönnum hægara fyrir um kaup á fögrum og- nytsðmum hlutum, hefi ég undirritaður á- kveðið að veita peim sérstök kostakjör: Þeir geta fengið hjá mér með vægum afborgunarskil- málum bæði úr, klukkur, sauma- vélar, reiðhjól og annað, er peir girnast. Alt eftir nánara sam- komulagi. Virðingarfyls. Sigurþór Jónsson, Aðalstræti 10. . Sigurður Sigurðsson ráðunautur andaðist kl. 1 í gær. Hann var fæddur 1864. Hann varð starfs- maður Búnaðarfélags Suðuramts- ins 1892 og Búnaðarfélags Islands frá stofnun pess 1899 og í mörg ár var hann pingmaður Árnes- inga. Hann var um eitt skeið for- maður verkamannafél. „Dagsbrún- ar". Aðaláhugamál hans var land- búnaðurinn. Sigurður var drengur góÖur, og flestum, sem pektu hann, mun hafa verið vel til hans.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.