Alþýðublaðið - 04.02.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 04.02.1920, Blaðsíða 2
2 ALPÝÐUBLAÐIÐ sem hafa skarlatssótt og taugaveiki, en sem vitanlega ættu að vera á alt öðrum stað; enda er það neyð- arráðstöfun vegna húsnæðiseklu, og þvert ofan í fyrirmæli um það hús. Bæjarstjórnin hefir samþykt að breyta gamla spítalannm svo, að hann verði notaður til að hjúkra í þeim sjúklirtgum, sem sýkjast af hinum svokölluðu næmu sjúk- dómum, og losnaði þá sóttvarnar- húsið við það og kæmi að rétí- um notum. Hér þarf því að bregða fljótt við og byrja breytingu þá, sem fram á að fara á Gamla spítalan- um, þvl vel má búast við, þrátt fyrir straaga gæzlu, að veikindi læðist hér í land, þótt allir séu af bezta vilja gerðir, sem því eiga að hamla. í Gamla spítalanum búa nú tvær fjölskyldur, og verður því með einhverjum ráðum að koma þeim fyrir annarsstaðar í bænum; enda býst eg við að það fólk vilji nokkuð á sig leggja til þess að forða bænum frá skæðri drepsótt. Verði þetta gert í tíma, er mjög líkleg að komist verði hjá því að taka Barnaskólann tii sjúkrahúss- notkunar, þó slíkt yrði að gera í fyrra vegna hinna skyndilegu vand- ræða, sem yfir bæinn dundu. Og við ættum að hafa lært það af drepsóttinni í fyrra, að ekki dugir að sitja og horfa í gaupnir sér fram á síðustu stundu. Ef sóttvarnarhúsið er tilbúið og strangri sóttgæzlu er beitt, er enginn efi á, að mikil trygging er fyrir þvf, að bæjarmönnum sé borgrð fyrir hinum útlenda voða, „spönslcu veikinni*. á. i. Samverjimi. Hann fer að úthluta venjuleg- um máltíðum sínum á fimtudag- inn kernur, kl. 11 árdegis, í Good- templarahúsinu uppi. Verður mat- salurinn opinn fyrst um sinn tvær stundir hvem virkan dag (kl. n til kl. i). Fátæk börn og mæður þeirra eru velkomin eins og fyrri, en þar eð dýrtíðin er alira erfiðust fyrir gamla einstæðinga, sem ekk- ert gagn hafa af háum verkalaun- um, væri stjórnarnefnd Samverj- ans einkar kærkomið að kunnug ir létu oss vita um slík gamal- menni. Þvf, ef þeim er ekki nægi- legt að heyra í blöðunum, að þau séu hjartanlega velkomin til Sam- verjans, verður þeim boðið per- sónulega, en þá verður gott fólk að benda oss á hvar þörfin er brýnust. Vegna afgreiðslu og bókfærslu eru börnin beðin að hafa með sér, þegar þau koma í fyrsta sinni, miða, þar sem skrifað sé fult nafn föður þeirra eða húsráðanda og heimili hans. Örlæti bæjarbúa við Samverj- ann, er svo margreynt að vér ef- umst ekki um að þeir muni gefa alt sem þarf til starfsins. Væri vitanlega æskilegt að talsvert af gjöfunum kæmi nú í vikunni, svo að vér sæum meðal annars, hvort fært verður að gefa fátækum sjúk- lingum mjólk eins og oft hefir verið gert. Haraldur Sigurðsson, deildar- stjóri við Zimsens verzlun, hefir góðfúslega tekið að sér gjaldkera- starf fyrir Samverjann og væri æskilegt að peningagjafir væru afhentar honum, en annars tekur hver okkar nefndarmanna við gjöf- um til starfsins, og væntanlega dagblöðin sömuleiðis. í stjórnarnefnd Samverjans eru nú Fiosi Sigurðsson trésmiður, Haraldur Sigurðsson deildarstjóri (gjaldkeri, sími 4), Júlíus Árnason kaupmaður (sími 62), Páll Jóns- son kaupmaður (sími 265), og undirritaður Sigurbjörn Á. Gíslason, (sími 236, p. t. formaður). formaður þj ð ð abanðalagsins. Khöfn 2. febr. Búist er viö að enski stjórn- málamaðurinn Lord Edvard Gray, sem var utanríkisráðherra Breta í stríðsbyrjun, verði forseti Þjóða- bandalagsins. (Niðurl.). Sannar fréttir. Alþýðublaðið hef- ir álitið sjálfsagt að það flytti sem mest af þeim fréttum um Bolsivfka, sem það áleit rétrastar. Það af tveim- ur ástæðum. Það er alment vúður- kent, að Bolsivíkarnir séu ein- kennilegasta fyrirbrigðið í sögunni síðan stjórnarbyltingin mikla var. Þess vegna er það framundir það skylda þeirra fréttablaða sem fylgj' ast vilja með tfmanum, að segja lesendum sínum það sannast sem hægt er að vita um það. Önnur ástæða til þess að Alþbl. hefir flutt fregnir af Bolsivíltum er sú, að það vill ekki að Bolsivíkanafn- ið sé brúkað til þess að vinna með á móti Alþýðuflokknum, & þann hátt sem fyr var frá skýrt. En því takmarki nær blaðið með þvf að segja frá því sem það veit réttast um Rússland og núverandi ástand þess. Alþýðublaðið hefir lengi átt von á því að Morgunblaðið færi að gera sig hlægilegt á því, að finna að því að Alþbl. segi satt um Bolsivfka, en satt að segja haíði Alþbl. ekki búist við, að Mgbl. heimskaði sig svo ferlega, að það færi að finna að því að Alþbl* þýddi og flytti greinar, sem stað- ið hefðu í „Times Weekly*, en það gerir blaðið í grein með fyr' irsögninni „Sælgætið", sem það flytur 28. jan. Enn betra. En blaðið heimskar sig ennþá meir. Það þykist sem sé vita hvað fram fari og fra*° hafi farið í Rússlandi, svo að þnð geti sagt um það, að Bolsivfka- stjórnin sé verri en keisarastjórnin var, með öllum þeim hörmungoP1 er henni fylgdu. Það er vitanlega tilgangslaust að reyna að sýna Morgunblaðinu fram á hve hlæg*' legt það gerir sig með þessu, et allir aðrir sjá. Aspuith, fyrverand* æðsti stjórnandi Bretaveldis, segk* að við vitum ekki hvað sé gerast f Rússlandi, svo gerla, a^ hægt sé að leggja nokkurn dóm á gerðir Bolsivíka, en Jón BjÖrnS- son, eða einhver annar sjálfkjörinO yfirvitringur Mgbl., er svo se0® ekki í vandræðum með nð kveð» upp dóml Politiken og Bolsivikar, Dansk*

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.