Alþýðublaðið - 15.02.1926, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 15.02.1926, Blaðsíða 3
ALÞ.ÝÐUBL'AÐID 3 mál á dagskrá n. d. í dag. — Fyrra mál á dagskránni er um lokunartíma sölubúða, þar með taldar rakarastofur, og er frá Jak. Möller. Neðri deild. Þar var i fyrra dag stjórnarfrv. um lærða skólann vísað til 2. umr. og mentamálanefndar og þingsál,- till. um sæsímasímbandið við út- lönd (þ. e. samþ. á samningnum við „Mikla norræna ritsmafél.“) vísað til samgöngumálanefndar og þingsál. um skipun milliþinga- nefndar til að gera tillögur um síldveiðalöggjöf vísað til sjávar- útvegsnefndar og fyrri umr. um þær báðar frestað. Frv. urn lærða skólann hefir Bjarni frá Vogi sett saman að nýju, en Jón Ófeigsson kennari síðan fengið því breytt að nokkru. Sarnkv. því skal latína vera það erlent mál, sem mest sé kent í neðri bekkjunum og málfræði- deildinni, en í þessu frv. er latínu- kunnátta þó ekki heimtuð við inn- tökupróf í 1. deild. Heimavistir skulu vern við skólann fyrir a. m. k. 50 nemendur. Eitt skil- yrðanna fyrir því að verða skip- aður kennari við skólann, er, að umsækjandinn hafi reynst hafa „þá skapshöfn, sem kennurum er nauðsyn!eg“. Kennari fái starfs- hvíld 10. hvert ár. — Aðalvan- kanturinn á þessu frv. er sá, að það gerir fulltíða mönnum lítt eða ekki kleift að leggja út á skólabrautina. Smærri breytingar, sem til bóta horfa, vega ekki þar á móti. Draugur verður aldrei gerður að manni né latínan að lifandi máli, hvað svo sem Bjarni segir. Við umr. um síldveiðamálið rninti Jón Baldvinsson á, að bezta lausnin á því er, að samþ. einka- sölu ríkisins á útfluttri síld, eins og hann hefir tvívegis flutt frv. um á alþingi, og að útvega fleiri erlenda markaði. Bj. Líndal ætl- aði að andmæla einkasölu, en tal- aði óviljandi með henni, því að hann varð að viðurkenna, að ein- stakir menn myndu ekki vilja leggja mikið af mörkum til að útvega nýja markaði, sem svo kœmu peim sjálfum ekki ad meiru gagni en ödrum. I efri deild var skotið á fundi til að útbýta þingskjölum. Um claijmsi og veglnit. Næturlæknir er í nótt Daníel Fjeldsted, Lauga- vegi 38. Sími 1561. Maður missir framan af tveimur fingrum. Guðm. Kr. Magnússon, stýrim. ð Lord Fisher frá Hafnarfirði, varð fyrir því slysi fyrir stuttu, að missa frarnan af tveimur fingrum. Lenti höndin í akkerisvindunni. Jafnaðarmannafélagsfundur er kl. 8 í kvöld í Bárubúð, uppi. Félagar! Fjölmennið! „Gluggar", eftir John Galswbrthy, verða leiknir i kvöld. Alþingi og bæjar- stjórn er boðið. Togararnir. Apríl kom af veiðum í fyrra dag með 900 kassa, en Mai, Tryggvi gamli og Otur frá Englandi í gær. Leiknir kom í morgun til að fá sér kol. Hann hafði fengið 67 tunnur í salt. Leggur upp á Patreksfirði. í gærkveldi kom inn enskur línuveið- ari, bilaður, og þýzkur togari til að fá sér kol. Einnig kom enskur togari inn í morgun. Jafnaðarmannafél. íslands heldur fund miðvikud. 17. þ. m., en ekki á morgun, eins og tilkynt var á síðasta fundi. Félags-menn og -kon- ur! Þenna fund þurfið þið öll að sækja! Rætt verður um bardagaað- ferðir hinna ýmsu jafnaðarmanna. Fundurinn verður í kaupþingssaln- um og hefst kl. 8. ísfisksala. Skaliagrímur seldi nýlega afla sinn fyrir 900 sterlingspund. Guðfræðipröfi lauk í fyrra dag Sigurður Einars- son tneð hárri I. einkunn, 113Va stigs. Veðrið. Hiti mestur 5 stig, minstur 2 st. frost. Átt víðast austlæg, hæg, eða logn. Loftvægislægð fyrir vestan land og önnur fyrir sunnan Færeyj- ar á norðausturleið. Veðurspá: Hæg suðaustanátt og nokkur úrkoma á Suðvesturlandi. Breytileg vindstaða og hægviðri norðan lands og austan. I nótt sennilega vaxandi norðaustan- átt á Austurlandi, hægur vestan lands. Ofviðri með miklu regni gerði hér í fyrra kvöld í nokkrar stundir. Um brunann í kjallaranum undir- „Gamla bíó“ hefir sannast, að kviknaði út frá rafmagnsleiðslu. Salt var geymt þarna í kjallaranum, og hafði ein- angrari rafmagnsleiðslunnar skemst af þeim sökum. M 1!®“ Allir reyltja I Elepliaiif H H i LjúSf eugar og kaldar Einknsalar á Islandl. Tóbaksve^lun Islands h.f. „Hvar færðu svona gott fiskfars?11 „Ég kaupi það i verzl. Kjöt og Fiskur; þar fæ ég nýtt kjötfars og fisk- fars á hverjum morgni. Hefirðu ekki reynt það?“ „Nei; en ég liefi heyrt til vélanna, þegar ég kem þangað inn; þeir eru víst nýbúnir að fá þær.“ „Já, og síðan þeir fengu vélarnar, er farsið hjá þeim svo dæmalaust gott; það hæla þvi líka allir, sem hafa bragðað það. Það er sent heim, ef simað er eftir því, en vissara er að hringja snemma, því oft er mikið að gera.“ „Ég hringi bara strax og panta í sima 828.“ Verzl. Kjöt og Fiskur, Laugavegi 48. Jafnaðarmannafélags- fundur i Báru uppi kl 8 í kvöld. Á dag- skrá viðurkenning sóvétlýðveldis- íns, siðustu fréttir af rikislögreglunni, kaupdeilan o. fl. Kornið með rauðu bækurnar! Stjórnin.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.