Alþýðublaðið - 16.02.1926, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 16.02.1926, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUBLAÐID 3 til sín hjúkrunarsystur, og starfar hún á Akureyri. Þá hefir Rauði krossinn haldið námskeið hér í Reykjavík í vetur, í heimahjúkrun og hjálp í viðlög- um, og hafa færri komist þar að en vildu, svo það er jafnvel í ráði að endurtaka þau í 3. sinn. Næsta mál á dagskrá er að kaupa sjúkrabifreið. Allir Reyk- víkingar vita, hversu mikið gagn sjúkrabifreið bæjarins hefir gert, en hún er bundin í t rnum og fæst lítið út fyrir hann, sem varla er von, nema rétt til þess að skreppa til Vífilstaða og Hafnar- fjarðar. Sjúkrabifreið Rauða krossins á að flytja sjúklinga austan yfir fjall og sunnan með sjó og gera það svo ódýrt að rétt svari kostn- aði við benzineyðslu og manna- hald í hvert skifti. En til þess þarf að fá sem mest fé að hægt er upp í stofnkostnaðinn. Til þess á að selja Rauða-kross- merki nú á öskuciaginn, og vonum vér, að Reykvíkingar bregðist þar vel við, eins og vant er, þá er um nauðsynjamál er að ræða. Þeir, sem gerast vilja félagar, geta innritað sig í Landsbankan- um eða bókaverzlunum, og er minsta ársgjald. 5 krónur. Guðm. Thoroddsen. Um dagrnit og veginn. Næturlæknir er í nótt Magnús Pétursson, Grundarstíg 10, sími 1185. Togararnir. Gylfi kom í nótt af veiðum með 1200 kassa, og fór til Englands. Geir, Arinbjörn hersir og Gulltoppur eru nýkomnir frá Englandi. .% Sprengikvöld tór í kvöld. Það er kjötkveðjuhátíð kaþólskra manna, því að eftir það máttu þeir áður fyrr ekki eta kjöt fyrr en á páskum. Mun þá sumum hafa hætt við að taka nokkuð rif- lega til matar síns, og þar af hefir sprengikvöldsnafniðT komið hér á landi. Nú hefir fastan verið linuð þannig, að kaþólskuni mönnurn er leyft að eta kjöt á sunnudögum, en ekki endranær um föstutímann. — Á morgun er öskudagur. Þá verður kl. 8 að morgni hámessa og ösku- vigsla i Landakotskirkju. Þar verður að fornum kaþólskum sið vígð aska Heildsölu- birgðir hefir Eirikur Leifsson Reykjavík. er ódýrust og bezt ef þið kaupið 'nýjar sýrðar áfir á 25 aura pr. liter í mjólkurbúð okkar á Vatnsstig 10. Mjolkisríélag Eeykjaviknr. af pálma, sem brendur var á siðasta pálmasunnudegi, og af henni stráð yfir söfnuðinn. Sá siður var forð- um í Austurlöndum, að menn sett- ust í sekk og ösku, ef þunga sorg bar að höndum. Askan er þarna sorgarmerki föstubyrjunarinnar í minningu um pínu Krists. Slys. Gísli Hansson' í Fitjakoti á Kjalar- nesi misti í fyrra dag skot úr skammbyssu og hljóp kúlan í kvið honum á hol, gegnum maga og garnir. Var hann fluttur hingað í sjúkrahús, samkvæmt fyrirmælum Guðmundar próf. Thoroddsens, sem Saltkjðt, afbragðsgott hjá Silli & Vfda, utbú, ¥esfur§jötu 52. Skyr, glænýtt úr Borgarfirði á 55 aura Va kg. SiIIS & Valdi, útbú, Vesturgfitu 52. Mjólkurostur, Mysuostur, Kæfa, Sardínur, Síld, LeverposteiJ. Silli & Valdi, útbú, Vesturgöfu 52. sóttur var til hans. Gerði G. Th. uppskurð á honum og saumaði sam- an í fjórum stöðum sár á innýfl- unum. 1 gærkveldi leið Gísla svo vel, sem frekast var hægt að búast við eftir slíkt áfall. Dánarfregn. Valdimar Briem stúdent, sonur séra Ólafs Briems á Stóra-Núpi, andaðist heima hjá föður sínum 8. þ. m., 21 árs að aldri. Banamein hans var lungnatæring. Veðrið. Hiti mestur 5 st., minstur 2 st, frost. Átt norðlæg, víðast hæg.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.