Alþýðublaðið - 17.02.1926, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 17.02.1926, Blaðsíða 1
Gefid út af Alpý&uflokhnum 1926. Miðvikudaginn 17. febrúar. 41. tðlublað. Kaupdéilan á ísafirði. Samningar gerðir. (Eftir símtali við milligöngu- , manninn, Olsen.) Samningar komust á í gær, og er dagkaup karla við út- og upp- skipun við áætlanaskip, vöru- flutningaskip og botnvörpunga kr. 1,15, en 1,10 í annari dagvinnu. Kvöldkaup frá kl. 6—10 er 1,35 við sömu skip, en 1,30 í annari vinnu. Nætur- og helgidaga-káup 1,70 við sömu skip, én 1,65 í ann- ari vinnu. Dagkaup kvenna er 70 aurar um kl.st. Fiskþvottarkaup er sama og áður, 1,50 og 1,25 fyrir hundraðið. Hafa atvinnurekendur pannig gengið að síðustu kröfu verkamarina (sbr. símfréttina í gær). Erlesad sfimskeytL Khöfn, FB., 13. febr. Þr áðlaust f irðtal yf ir Atlantshaf. Frá Lundúnum er símað, að á föstudaginn hafi farið fram sam- töl á milli loftskeytastöðvar í bænum Rugby í Englandi ög ame- íísku stöðvarinnar á Long Island. Er sagt, að petta hafi gengið á- gætlega. Upptökubeiðni Þýzkalands i Þjóðabandalagið. Frá Berlín var símað á föstu- dag, að vegna undirróðurs peirra Þjóðabandalagslima, sem krefjast ótímabundins sætis í ráðinu sam- tímis Þýzkalandi, sé ekki ósenni- legt, að Þýzkaland afturkalli upp- tökubeiðni sína. Frá Genf er símað, að Þjóða- bandalagsráðið hafí ákveðið, að koma saman 8. marz til þess að ræða upptökubeiðni Þýzkalands. Khöfn, FB., 15. febr. Greifafrú bönnuð landganga. Frá Washington er símað, að yfirvöldin hafi bannað brezkri greifafrú landgöngu vegna pess, að hún hafi skilið við mann sinn. Þykir það smánarblettur á sið- ferði hennar. Brezki sendiherrann ætlar að gera tilraun til að miðla málum. Atburðurinn vekur afar- mikla eftirtekt í heimsblöðunum. Egiftum gefið störfé. Frá Cairo er símað, að Rocke- feller yngri hafi gefið egipzku þ]óðinni 10 milljónir dollara til byggingar safnhúss og sjóðstofn- unar til þess að kaupa þjóð- mynjar fyrir. Khöfn, FB., 16. febr. 44 stunda vinna á viku. Frá Lundúnum er símað, að þingið í Ástralíu hafi nú í vik- unni sampykt 44 klukkustunda vinnu í öllum atvinnugreinum, nema lögreglunni. Úlfar nærgöngulir. Frá Stokkhólmi er símað, að vegna vetrarhörku séu úlfar á- kaflega1 nærgöngulir víða í riorður hluta Svípjóðar. Versala*friðarsamningnum breytt? Frá Berlín er símað, að samn- ingagerðir fari fram meðal Banda- manna um að breyta ákvæðum Versala-friðarsamningsins hvað snertir settar takmarkanir fyrir pjóðverja um s-tærö og útbúnað loftskipa og flugvéla. Sennilegt er, | að Þjóðverjum verði leyft að byggja eftir eigin geðpótta, nema í hernaðarskyni. Riff-menn ókyrrast. Frá Madrid er símað, að Riff- ; menn séu aftur farnir að gerast j órólegir. Þó er talið, að engin ástæða sé til að óttast þá, þar i sem fjöldi ættkvísla hefir sagt upp bræðralagi við þá. Störkostlegt námuslys. Frá New-York-borg er símað, að afskapleg sprenging hafi orð- ið í námu í ríkinu Ohio. Sjö hundruð menn voru inniluktir í námunni. Tókst að bjarga sex hundruðum. örlög hinna óviss. Khöfn, FB., 17. febr. Þýzkaland og Þjóðabandalagið. Frá Berlín er símað, að aðal- ritari Þjóðabandalagsins, Eric Drummond, sé kominn þangað til þess að ræða við Stresemann um upptöku Þýzkalands í Þjóðabanda- lagið og afstöðu framkvæmdar- ráðsins gagnvart beiðnum ýmissa þjóða í bandalaginu um, að þau fái sæti í ráðinu, ef Þjóðverjar : fái það. Kaupdeilan í Hafnarfirði Verkakvennafélagið „Framtíðin" í Hafnarfirði hélt fund í Hjálp- ræðishershúsinu þar í fyrra kvöld kl. 8^/a. Formaður félagsins skýrði frá kaupdeilunni. Samþykt var, að kvenfólk tæki ekki upp vinnu' fyr- ir minna kaup en 85 aura um kl.st. Húsið var troðfult. Auk ræðukvenna í Hafnarfirði töluðu Davíð Kristjánsson bæjarfulltrúi þar og frú Karólína Siemsen og Björn Blöndal Jónsson héðan úr Reykjavík. Voru konur mjög á- kveðnar og líklegar til að halda fast a málum sínum. Hæsta tilboð atvinnurekenda er 80 aurar í dagvinnu. Laun Maissoliaiis. Nýlega var í Bandaríkjaþing- ' inu minst á fjárhagsástæður j Mussolinis. Varð þar upplýst, ad : MussoSini hefir 70 þús. dollara eða um 350 þús. krónur í árslaun, sem menn vita.um. Góður skild- i ingur fyrir ekki göf.ugra starf.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.