Afmælismót Skáksambands Íslands - 01.02.1985, Side 21

Afmælismót Skáksambands Íslands - 01.02.1985, Side 21
helgarmótunum þar sem hann hefur sigrað langoftast af öllum islenskum skákmönnum. Sem dæmi má nefna að eftir hver fimm mót eru veitt há aukaverðlaun fyrir bestan heildar- árangur og hefur Helgi hreppt þau í öll fjögur skiptin sem þau hafa verið veitt. Síóan 1976 hefur Helgi ávallt verið með á Ólympíumótum og í átta Ianda keppninni í október 1983 náði hann bestum árangri allra keppenda í landsliðsflokki, hlaut 5‘A vinning af 7 mögulegum gegn þekktustu skákmönnum Norðurlandanna og V-Þýskalands. í skáköldu alþjóðlegra skákmóta sem gekk yfir landið sl. vetur stóð Helgi vel fyrir sínu. Eftir að hafa verið í 3.—4. sæti í Búnaðarbanka- mótinu var 11. Reykjavíkurskák- mótið næst á dagskrá. Þar varð Helgi í 1.—3. sæti og náði sér þar í fyrsta áfanga að stórmeistaratitli. Síðan lá leiðin á Alþjóðlega skák- mótið á Neskaupstað og þar varð Helgi efstur og krækti sér um leið í annan áfangann. Á nýafstöðnu íslandsþinginu 1984 hlaut Helgi 9 vinninga og varð í 4. Á Ólympíumótinu í Saloniki í Grikklandi tefldi Helgi á 1. borði og gerói m.a. jafntefli við Timman og Miles og sigraði Hort, sem einmitt er þátttakandi í þessu afmælismóti SÍ. Nú í janúar 1985 tók Helgi þátt í svæðismótinu í Gausdal í Noregi. Þar hlaut hann 6 vinninga og lenti í 5.—6. sæti. Jón L. Árnason Fæddur 13.1F60 Alþjóðleg ELO-stig: 2505 Jón L. Árnason, 23 ára viðskipta- fræðinemi, fékk óskabyrjun á sínum skákferli með því að setja tvö aldurs- met sem enn standa. Árið 1976 varð hann skákmeistari Taflfélags Reykjavíkur aðeins 15 ára gamall og árið eftir varð hann síðan íslands- meistari. Frægasta sigurinn vann Jón þó 1977 er hann sigraði á heimsmeist- aramóti unglinga 16 ára og yngri í Cagnes Sur Mer í Frakklandi. Þar skaut hann sjálfum Garry Kasparov ref fyrir rass og er eini íslendingur- inn sem nokkru sinni hefur verið sæmdur heimsmeistaratitli í sínum flokki af Alþjóðaskáksambandinu. Siðan þá hefur Jóni að vísu ekki tekist að halda í við Kasparov en þó oft náð góðum árangri á skákmótum hér heima og erlendis. Hann varð al- þjóðlegur meistari árið 1979 eftir góðan árangur á mótum í New York 1978 og í Póllandi árið eftir. Hann varð síðan íslandsmeistari í annað sinn árið 1982 og Reykjavíkurmeist- ari 1981. Jón sigraði á alþjóðlegum skák- mótum í New York 1980 og í Zug i Sviss haustið 1983 en þar var um að ræða mót æskumanna, 26 ára og yngri. Frá Sviss hélt Jón til Júgó- slavíu þar sem hann tók þátt í tveim- ur alþjóðlegum skákmótum með mjög góðum árangri. Jón hefur verið í Ólympíusveit Is- lands frá 1978 og einnig verið með á öllum Reykjavikurskákmótum frá sama tíma. Þrátt fyrir mikla tafl- mennsku síðustu tvö árin ætlar stórmeistaraáfanginn að láta bíða eftir sér. Bestum árangri á alþjóð- legu mótunum á fyrra náði hann á Alþjóðlega skákmótinu í Grindavík, en þar var Jón í 2.—3. sæti með 7 vinninga. Á íslandsþinginu 1984 lenti Jón i 2.—3. sæti ásamt Margeiri Péturs- syni. Jón tók þátt í tveim alþjóðlegum mótum erlendis 1984. Fyrst á mjög sterku móti í Osló, þar sem hann gerði meðal annars jafntefli við sjálfan heimsmeistarann A. Karpov og síðan á Norðursjávarmótinu í Esbjerg þar sem hann, eftir að hafa tapað fyrir stigalægsta manni móts- ins, hefndi sín á stórmeistaranum A. Miles í einni af sérviskulegu byrjun- unum sem Jón teflir gjarnan. A Ólympíuskákmótinu í Saloniki í Grikklandi 1984 hlaut Jón langbest vinningshlutfall íslensku keppend- anna, eða 7 Vi vinning af 10 og tapaði þar engri skák. Fræg varð skák hans við skák- meistara Sovétríkjanna, stórmeist- arann Sokolov. Þar tefldi Jón stíft til sigurs og hafði yfirspilað Sovét- manninn og stóð til vinnings er heift- arlegt timahrak neyddi báða til að þráleika. Curt Hansen Fæddur 18.9!64 Alþjóðleg ELO-stig: 2505 Heimsmeistari unglinga, Curt Han- sen, teflir í fyrsta skipti hér á landi á afmælismóti Skáksambands ís- lands. Hansen er tvítugur að aldri og ættaður frá Suður Jótlandi. Árang- ur Hansens er glæsilegur undanfarin ár og er þar fyrst að nefna Evrópu- meistaramót unglinga 1981 sem hann vann og var þá útnefndur al- þjóðlegur skákmeistari. Danmerkurmeistaratitilinn vann Hansen 1983, var í fyrsta sæti á Multitabsmótinu á Sjálandi ásamt ungverska stórmeistaranum Adori- an og Norðurlandameistari í Es- bjerg. Á Norðurlandamótinu náði Hansen fyrsta áfanga að stórmeist- aratitli en það hefur engum dönsk- um skákmanni tekist, að Bent Lar- sen undanskildum, siðan Svend Hamann vann áfanga í Barcelona 1973. Á meistaramóti Danmerkur 1984 voru þeir Hansen og alþjóðlegi skák- meistarinn Ole Jakobsen jafnir en einvígið um Danmerkurmeistara- 21

x

Afmælismót Skáksambands Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afmælismót Skáksambands Íslands
https://timarit.is/publication/2052

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.