Afmælismót Skáksambands Íslands - 01.02.1985, Blaðsíða 23

Afmælismót Skáksambands Íslands - 01.02.1985, Blaðsíða 23
titilinn vann Hansen sannfærandi með þrem vinningum gegn engum. Á heimsmeistaramóti unglinga sem haldið var í Finnlandi síðastliðið haust sigraði Hansen með 10 Vi vinn- ing af 13 mögulegum og fær annan áfanga að stórmeistaratitli. íslenski skákmaðurinn Karl Þorsteins, var þriðji á sama móti en þátttakendur voru 49 talsins. Á svæðamótinu í Gausdal nú í janúar hafði Hansen ekki árangur sem erfiði en timinn bíður þessa unga skákmanns á þeim vettvangi. Danskir skákunnendur binda miklar vonir við framtíð Hansens og árangur hans hefur vakið almenna athygli. í oktober 1983 telfdu þeir Larsen og Hansen tvær skákir með hálfrar klukkustundar umhugsunar- tíma á skák í Det Nye Teater í Kaup- mannahöfn. Áhorfendur sem voru 800 talsins frá allri Danmörku sáu þar Hansen vinna fyrri skákina og Larsen tapa þeirri síðari eftir grófan afleik í vinningsstöðu. Curt Hansen hefur traustan skák- stíl, teflir nákvæmt í vörn og sókn og hann getur einnig sópað að sér vinn- ingum eins og árangurinn á heims- meistaramóti unglinga sýnir ljós- lega. Á.B.J. John van der Wiel Fæddur 09.08!59 Alþjóðleg ELO-stig 2500 John van der Wiel er hollenzkur stórmeistari 25 ára gamall og núver- andi skákmeistari Hollands. Bezti árangur hans á síðasta ári var þriðja til fjórða sæti með Jusupov í Sara- jevo á eftir Korchnoi og Timman. Árið 1982 vann van der Wiel skák- mótið í Novi Sad en í því tóku þátt 14 skákmeistarar, meðal annarra Ribli, Smejkal og Romanishin. Van der Wiel þykir tefla djarft og andstæð- ingum sínum kemur hann á óvart með því að brydda upp á nýjungum í byrjunum sem er árangur af þolin- móðri heimavinnu. Við fáum nú að kynnast þessum hollenzka skákmanni á afmælismóti S.í. en landi hans Timman er vel kunnur hér á landi af þátttöku í Reykjavíkurmótum og skrifum í tímaritinu Skák. Á.B.J. Guðmundur Sigurjónsson Fæddur 25.09!47 Alþjóðleg ELO-stig: 2485 Um langt árabil hefur Guðmundur Sigurjónsson verið einn okkar öflug- asti skákmaður eða allt frá árinu 1965 þegar hann varð fyrst íslands- meistari aðeins 17 ára gamall, en þann titil hefur hann hlotið þrisvar sinnum, 1965, 1968 og 1972. Guðmundur hefur tekið þátt í öll- um Reykjavíkurskákmótunum, nema því fyrsta og eftir glæsilegan sigur á því móti 1970 hlaut hann al- þjóðlegan meistaratitil. Næstu ár helgaði Guðmundur laganámi og tefldi lítið, en eftir að hann hafði lokið lögfræðiprófi 1973 gerðist hann atvinnumaður í skák með þeim árangri að hann var útnefndur stór- meistari árið 1975 eftir frægan sigur á jólaskákmótinu í Hastings. Næstu ár tefldi Guðmundur mjög mikið bæði í Evrópu og Ameríku, ávallt með góðum árangri, en af ný- legum sigrum Guðmundar má nefna alþjóðlega mótið í Brighton 1982. Aðdáendur Guðmundar frá fyrri tíð þykjast nú um stundir sakna hins hvassa sóknarstíls hans frá yngri ár- um og telja hann jafnvel of friðsam- legan á stundum, en hitt er þó sönnu nær, að Guðmundur hafi agað stíl sinn með árunum. Þátttaka Guðmundar á svæða- mótum er kapituli út af fyrir sig. Þau eru nú orðin fjögur svæðamótin sem hann hefur teflt í en fyrir ótrúlega duttlunga örlaganna hefur hann á seinustu stundu misst af sæti á milli- svæðamóti þar sem sigur í seinustu umferð, t.d. í Búlgaríu 1975 og ekki síður í Svis 1979, hefði fleytt honum áfram. Guðmundur hefur teflt fyrir ís- lands hönd á öllum Ólympíumótum síðan 1966 nema á Möltu 1980 og verið oft á fyrsta borði. Guðmundur tefldi á öllum stór- mótunum hér heima árið 1984 nema í Grindavík og var þar í forystusveit þótt herslumuninn hafi skort til sigurs. Á seinasta Olympíumóti í Salon- iki í Grikklandi hlaut Guðmundur 60% vinninga. Karl Þorsteins Fæddur 13.10!64 Alþjóðleg Elo-stig 2400 Þótt Karl Þorsteins sé rétt orðinn tvítugur á hann þegar að baki eftir- tektarverðan skákferil, er skipar 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Afmælismót Skáksambands Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afmælismót Skáksambands Íslands
https://timarit.is/publication/2052

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.