Afmælismót Skáksambands Íslands - 01.02.1985, Blaðsíða 29

Afmælismót Skáksambands Íslands - 01.02.1985, Blaðsíða 29
inum á Tröllaskaga, Tungnahryggsjökli, sem er víst nú orðinn rýrari en fyrrum. Mun þessi leið fáfarin. Þannig tók ferðin alls fimm daga fyrir suma Eyfirð- ingana a.m.k., frá föstudagsmorgni til þriðjudagskvölds. Segja má að þeir hafi því haft töluvert fyrir því að sækja hinn fyrsta aðalfund (stofnfund) Skáksambands ís- lands, en þetta hafði jafnframt verið þeim skemmtiferð í hlýju og fögru vorveðri. Þetta ár voraði sérlega vel fyrir norðan, svo að sláttur var byrjaður þar vitt um sveitir fyrir júnílok. Skákþing íslands árið 1926, hið fyrsta eftir sambands- stofnun, var haldið í Reykjavík eins og áður. Það sóttu 3 Akureyringar: Ari Guðmundsson, sem varð í 3. sæti, hlaut 5 Vi vinning í 9 skákum, Stefán Ólafsson hlaut 5 vinninga ásamt tveimur öðrum (hann hafði þrisvar áður sigrað á skákþinginu, árin 1919, 1921 og 1922), og Jón Sigurðsson hlaut 2 vinninga, varð í 9. og næstneðsta sæti. Sigurvegari á þessu móti varð Sigurður Jónsson með 7 vinninga og í 2. sæti Eggert Gilfer með 6/2 vinn- ing. Eggert var íslandsmeistari frá árinu áður og hafði reyndar hlotið þann titil fjórum sinnum áður, fyrst 1915. Næsta ár, 1927, var skákþing íslands haldið á Akur- eyri, hið 14. í röðinni, og á aðalfundinum, hinum þriðja, sem þá var haldinn samtímis, gekk Taflfélag Reykjavíkur í sambandið, enda voru þá samþykktar fáeinar breyting- ar á lögunum að vilja þess. Voru þá þær deilur úr sög- unni og eining komin á. Aðalfund þennan sátu 13 full- trúar frá 7 sambandsfélögum, og sambandsstjórnin að auki, alls 16 manns. Taflfélag Reykjavíkur hafði þarna fjóra fulltrúa, Skákfélag Akureyrar þrjá, Skákfélag Siglufjarðar tvo, en hin félögin einn hvert. Sambands- stjórnin fluttist þá til Reykjavíkur, því að kosnir voru í aðalstjórn: Pétur Zóphoníasson forseti, Elís Ó. Guð mundsson ritari og Einar Arnórsson gjaldkeri. Á skák- þinginu sigraði Eggert Gilfer einu sinni enn, hlaut 9 vinninga í 10 skákum, en næstur varð Ari Guðmundsson með 8 vinninga en íslandsmeistarinn frá árinu áður, Sigurður Jónsson, lenti í 3. sæti með 6V2 vinning. Stefán Ólafsson, einnig fyrrverandi skákmeistari íslands, varð fjórði með 6 vinninga, Sveinn Þorvaldsson, 17 ára piltur frá Sauðárkróki (hann dó ungur) hlaut 5 Vi vinning. Jón Sigurðsson (ritari stofnfundar) lenti í miðjum hóp með 4>/2 vinning. Þess má gjarnan geta að auk Sveins Þor- valdssonar vakti þarna verulega athygli 14 ára drengur frá Siglufirði, Þráinn Sigurðsson, sem tefldi í 2. flokki. (Aðalkeppnin kallaðist þá 1. fl.). Hann fékk 7/2 vinning í 11 skákum, varðþar i 2.—3. sæti og var spáð skákframa með tímanum. Sú spá rættist, því að hann er enn, þótt kominn sé á áttræðisaldur, í tölu sterkra skákmanna og teflir öðru hverju á mótum, auk þess sem hann hefur iðkað bréfskákir talsvert. Þráinn varð skákmeistari Reykjavíkur 1933 (árið sem hann brautskráðist frá Verzlunarskóla íslands). í lokin hverf ég aftur norður á Blönduós 23. júní 1925. Þótt líklegt sé að kvisast hafi um plássið þá um kvöldið og næsta dag, að stofnfundur Skáksambands íslands hafi verið haldinn heima hjá héraðslækninum okkar — það hafi sem sé verið erindi hinna ókunnu riddara — hef ég sjálfsagt ekki haft vit á, hvað það merkti, og þess vegna gleymt því fljótlega. En kannski hefur samt sem áður einhver angi fest ræt- Héraðslæknishónin á Blönduósi 1922—31, Kristján Arinbjarnar (1892—1947) og Guðrún Arinbjarnar, f. Tulinius (1898—1980). Þau voru rómuð fyrir gestrisni við stofnfundarmenn Skák- sambands íslands, sem þinguðu á heimili þeirra. Myndin liklega tekin á Akureyri fáum árum fyrr. Ari Guðmundsson (1890— 1975), forseti Skáksambands íslands fyrstu tvö árin. Heiðursfélagi frá 1965. Jón Sigurðsson (1897— ), ritari á stofnfundi Skák- sambands Islands. Heiðursfélagi frá 1965. ur í undirvitund minni, angi þeirrar sérstæðu listgreinar sem skáklistin er. Svo mikið er víst, að ekki liðu mörg ár, unz ég var farinn að fá áhuga á henni þótt mjög væri ég hlédrægur í þeim efnum og þyrði ekki að etja kappi við einn eða neinn við skákborð. En ég hylltist gjarnan til að horfa á menn, sem sátu að tafli, og mikið þóttu mér þeir öfundsverðir af kunnáttu sinni. Svo smíðaði ég mér taflborð með eigin hendi (að vísu með góðri tilsögn handavinnukennarans í barnaskólan- um), áskotnuðust síðan skildingar fyrir taflmönnum og gat farið að iðka þessa listgrein þegar tækifæri gáfust. En þau voru fá og framfarir eftir því. Það var fyrst þegar suður kom til Reykjavíkur á unglingsaldri, að minnihátt- ar skriður komst á skákiðkun mína. Tölum ekki meira um það. Snáðinn litli á Blönduósi fyrir sex áratugum árnar skáklistinni allra heilla og nú á þessum tímamótum Skáksambandi íslands sérstaklega. Megi sólfar stofnunardagsins við Húnaflóa, áhugi aðkomumann- anna frá Eyjafirði og Skagafirði og hlýtt hugarþel gest- gjafanna, læknishjónanna á Blönduósi, ætíð fylgja starfsemi hinna merku samtaka íslenzkra skákmanna. (Rétt er að geta þess hér neðanmáls, að Þorsteinn Thorlacius frá Akur- eyri, ritstjóri íslensks skákblaðs 1925—27, skrifaði grein um aðdrag- anda og stofnun skáksambandsins að beiðni sambandsstjórnar fyrir 20 árum og birtist hún í mótsskrá svæðismótsins, sem haldið var í Reykja- vík áratug síðar, haustið 1975. — B.P.). 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Afmælismót Skáksambands Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afmælismót Skáksambands Íslands
https://timarit.is/publication/2052

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.