Afmælismót Skáksambands Íslands - 01.02.1985, Blaðsíða 40

Afmælismót Skáksambands Íslands - 01.02.1985, Blaðsíða 40
Slagurinn hafinn! son, Bárð Jóhannesson, starfsmenn Laugardalshallarinnar o.s.frv. Þannig mætti lengi telja, og lík- lega mætti enn bjarga frá gleymsku minnisverðum atburðum. Kannske gæti Skáksambandið Iátið taka saman greinasafn eitthvað í þessum dúr. Einvígi aldarinnar Margt varð til þess að þetta skák- einvígi vakti gífurlega athygli víða um heim og geymist enn í hugum manna. Auðvitað eru þess engin tök í stuttri grein að drepa á nema fáein atriði sem gera þetta einvígi meira um rætt en önnur. Jbg ætla að freista þess að nefna nokkur. • Þetta er í eina skiptið í nærfellt 40 ár, sem skákmaður utan Sovétríkj- anna teflir einvígi um heimsmeist- aratitilinn. • Sigurvegarinn, Bobby Fischer, hef- ur eftir einvígið í rúm 12 ár ekki teflt eina einustu skák opinber- lega. • Andstæðurnar juku mjög á spenninginn. Keppendur voru frá stórveldunum, Sovétríkjunum og Bandaríkjunum, sem eru and- stæðingar á flestum sviðum og bera höfuð og herðar yfir önnur ríki veraldar að afli og valdi. Auk þess voru keppendur sjálfir eins miklar andstæður og unnt var að hugsa sér. Heimsmeistarinn, Boris Spassky, kom frá landi, þar sem skákin er þjóðaríþrótt, allt er gert til þess að efla hana og auka hæfni þeirra, sem hana iðka. Hann hafði notið tilsagnar færustu meist- ara allt frá barnæsku, verið þjálfað- ur skipulega og haft aðgang að bestu bókum og öflugum skákmótum, þannig að unnt væri að stytta leið hans til æðstu metorða við borð skákgyðjunnar. Sem heimsmeistari var hann þjóðhetja, vel menntaður heimsmaður. Áskorandinn, Bobby Fischer, kom frá landi, þar sem áhugi á skák var næsta lítill. Af eigin áhuga hafði hann brotist áfram. Skákin hafði heltekið líf hans. Skákgyðjunni hafði hann fært slíkar fórnir, að vart verða aðrar stærri eða dýrmætari færðar. Sú saga er sögð, að faðir hans hafi yfirgefið móður hans er Fischer var ungur, aðeins 6 ára gamall. Móðir hans varð því að vinna úti, en gaf drengnum, sem var einn heima, tafl, svo hann gæti haft ofan af fyrir sér. Snáðinn sat síðan við að færa tré- menn af hvítum reitum á svarta og þrettán ára gamall varð hann skák- meistari Bandarikjanna fyrir ofan Reshevsky og aðra snillinga. Tiltil- inn vann hann síðan mörg ár í röð. Þekking Fischers á almennum málum var ekki talin mikil og einu sinni man ég eftir að hann sagði við mig á hótelherbergi úti á Loftleiðum: „Guðmundur, ég kann ekkert annað en að tefla, en ég geri það líka vel.“ • Yfirburðasigrar Fischers í áskor- endaeinvígjunum voru slíkir, að áhugi manna margfaldaðist. Hann sigraði þá Taimanov og Lar- sen báða 6:0 og skákmeistarann ósigrandi, götusóparann, sem varð heimsmeistari í skák, Tigran Petrosjan, sigraði hann 6Vi:2Vi. • Einvígishaldið var boðið út meðal aðildarlanda FIDE. 15 tilboð bár- ust, þar af var ísland með þriðja hæsta tilboð. • Framkvæmd einvígisins var öll í óvissu lengi vel. FIDE skinti ein- víginu milli tveggja landa, Júgó- slavíu og Islands, og flóknar samningaviðræður urðu að fara fram milli landanna. Ákveðið var að fyrri hluti einvígisins færi fram í Júgóslavíu (Belgrad) en seinni hlutinn í Reykjavík. Eftir langt þóf drógu Júgóslavar sig út úr mótshaldinu og gáfu út „hvíta bók“ um sinn þátt í málinu. ís- landi var falin framkvæmdin. Allt var þó í óvissu þar eð áskorandinn vildi helst tefla í Júg- óslavíu og lengi óljóst hvort hann mundi mæta til leiks. • Verðlaunaupphæðir voru hærri í þessu einvígi en tíðkast höfðu áð- ur og má segja að þarna hafi verið brotið blað í verðlauna veitingum í skákkeppnum. Heildarverðlaunin sem Skák- sambanö íslands greiddi voru 125.000$, en síðar tvöfaldaði breski fjármálamaðurinn James D. Slater upphæðina öllum á óvart. Aðbúnaður keppenda og að- staða á mótsstað var og með öðr- um hætti og betri en áður hafði þekkst. • Aðdragandi einvígisins var langur og strangur í fjölmiðlum víða um heim. Einvígið hlaut því gífurlega auglýsingu og yfirlýsingar kepp- enda og skáksambanda juku hér á. • Einvígið var sett að öðrum kepp- andanum fjarstöddum og meira að segja við setninguna sjálfa óljóst hvort einvígið mundi raunar fara fram. • Miklum tíma var varið í flókna samninga um sjónvörpun frá ein- víginu, útvörpun skákanna leik fyrir leik til fjölmargra landa, út- gáfu á bókum, minjapeningum, frímerkjum og alls kyns minja- gripum. • Áskorandinn var ekki mættur til leiks þegar tefla skyldi fyrstu skákina. Gripið var þá til þess ráðs að fresta einvíginu í von um að 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Afmælismót Skáksambands Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afmælismót Skáksambands Íslands
https://timarit.is/publication/2052

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.