Afmælismót Skáksambands Íslands - 01.02.1985, Page 41

Afmælismót Skáksambands Íslands - 01.02.1985, Page 41
bjarga því. Sovétmenn áttu erfitt með að sætta sig við þá aðgerð. • Gripið var til margháttaðra að- gerða til þess að fá áskorandann til leiks. Á endanum mætti hann, en endalaust er deilt um hvað mestu réði um að telja honum hughvarf. • Þegar áskorandinn var mættur neituðu Sovétmenn að tefla og flóknar samningaviðræður hófust að nýju. • Áskorandinn mætti ekki til leiks í aðra skákina og tapaði henni í fjarveru. • Allt einvígið stóðu yfir hatrammar deilur um kvikmyndun og ljós- myndun í Laugardalshöllinni. Auk þess var deilt um hljóðburð og lýsingu, ónæði frá áhorfendum o.s.frv. • Yfir hundrað fréttamenn frá fjöl- mörgum þjóðum fylgdust stöðugt með einvíginu. • Tefla varð þriðju einvígisskákina í bakherbergi að kröfu áskorand- ans. • Kærur bárust um að tæknibrellum væri beitt í keppninni. Þetta mál vakti gífurlega athygli. Einangra varð keppnisstaðinn og fá sér- fræðinga til að athuga allt nákvæmlega, lýsing tekin niður, stólar röntgenmyndaðir, efna- fræðilegar athuganir gerðar á yfir- borði stólanna o.s.frv. • Heimsmeistartitillinn í skák fór frá Sovétríkjunum í fyrsta skipti síðan 1948 og raunar eina skiptið fram til dagsins í dag. Hér er aðeins í stuttri upptalningu drepið á fáein athyglisverð atriði. Líklega hefur ekki marga órað fyrir því, sem kusu stjórn Skáksam- bands íslands vorið 1971, að sú stjórn ætti eftir að bjóða í fram- kvæmd heimsmeistaraeinvígisins og halda það síðan. Ég held að flestir séu sammála um að framkvæmd ein- vígisins hafi tekist vonum framar. Stjórn S.í. lagði fram mikla vinnu og ég held að flestum hafi komið á óvart að aðalfundur skyldi síðan fella þessa stjórn, þ.e. hluta hennar að ein- vígishaldinu loknu. Laun heimsins eru vanþakklæti. En líklega er það svo að svona stór atburður, þegar svona mikið gengur á, kemur róti á hug manna. Deilur vaka oft í kjölfar slíkra atburða. í mínum huga hvílir aðeins einn skuggi yfir þessu ein- vígishaldi aldarinnar og hann er úr- Þeir Ingi R. Jóhannsson og Bent I.arsen skýra eina af skákum einvígisins. slit kosninganna á aðalfundinum eftir einvígið. En nú hafa menn vonandi gleymt þeim heimskulegu átökum og tíminn læknar öll sár. Þegar ég lít yfir farinn veg verður mér betur ljóst hve stjórn S.í. var í raun vel samsett til þess að takast á við þetta verkefni. Varaforsetinn, Ásgeir Friðjónsson, er lögfræðingur og menntun hans sem slíks kom að góðum notum, en hann er líka frá- bær tungumálamaður og laginn í samstarfi. Hilmar Viggósson sem var gjaldkeri er nú bankastjóri. Á honum mæddi mjög í þessum um- svifum öllum. Hann lá heldur ekki á liði sínu, gætti sjóðsins af öryggi og skilaði reyndar ágóða að lokum. Guðlaugur Guðmundsson kaup- maður hefur gott auga fyrir fjár- málum og átti hugmyndina að mörgu sem aflaði mikis fjár, og átti sinn drjúga þátt í tekjuöfluninni. Tillögur hans og hugmyndir voru líka hverju sinni mikils virði. Þráinn Guðmundsson skólastjóri hefur nú unnið svo lengi að málenf- um skáklistarinnar að flestir þekkja hans störf. Þráinn er gætinn og öruggur og ráðagóður, allt eiginleik- ar, sem komu sér vel. Guðjón Stefánsson verkfræðing- Nýr heimsmeistari hefur verið krýndur. «W| 41

x

Afmælismót Skáksambands Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Afmælismót Skáksambands Íslands
https://timarit.is/publication/2052

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.