Afmælismót Skáksambands Íslands - 01.02.1985, Page 43

Afmælismót Skáksambands Íslands - 01.02.1985, Page 43
Oft var margt um manninn við Laugardalshöll meðan á einvíginu stóð. ur átti drýgstan þátt í skipulagningu framkvæmdarinnr allt niður í hin ýmsu smáatriði. Fleiri greinar Eins og ég drap á í upphafi finnst mér að leita þurfi til fjölmargra að- ila, taka við þá viðtöl eða biðja þá að skrifa greinar um ýmislegt, sem enn er ekki að fullu glatað í gleymskunn- ar dá. Þó nokkur atriði væri gaman að fjalla um nánar. Ég nefni aðeins nokkur. • Dr. Euwe, forseti FIDE, aflýsti einvíginu á undirbúningsstigi meðan deilur stóðu sem hæst. Með skeyti til Skáksambands Bandaríkjanna og Skáksambands íslands dæmdi hann réttinn af áskorandanum til að tefla um titil- inn vegna krafna hans. Skeytið er til í vörslu S.í. Þetta var eitt af þeim fáu atrið- um, sem tókst að halda leyndum. Hefði skeytið verið birt á sínum tíma hefðu áhrif þess verið ófyrir- sjáanleg. • Hvað réð í raun úrslitum um að einvígið fór fram? Hvað bjargaði einvíginu? Sjálfsagt vinna þar mörg atriði saman, en ég hef skrif- að grein þar sem ég leiddi rök að því að einvígið hefði bjargast fyrir misskilning. Dálítið kaldranalegt ef rétt er eftir alla þá skipulagsvinnu sem fram fór. • Hvað réð í raun afstöðu Rússanna þegar þeir ákváðu að taka þátt í einvíginu eftir allt sem á undan gekk og þeir höfðu kallað Spassky heim? • Leyndardómur stólsins var aldrei brotinn til mergjar. Röntgen- myndir sýndu dálítinn hlut í öðr- um stólnum, eitthvað sem drakk í sig röntgengeisla svipað og málm- ur. Þegar stóllinn var tekinn í sundur sást ekkert. Okkur tókst á blaðamannafundi að eyða málinu, en röntgenfilmurnar eru í eigu S.í. og enginn gat ieyst leyndardóm þeirra. • Sæmundur Pálsson kynntist Fischer mjög vel sem einstaklingi og var vinur hans. Fróðlegt væri ef Sæmundur segði frá þeim kynn- um. • Af hverju sendu Rússarnir eist- Ienska skákmeistarann Nei heim? Hver voru tildrög og málsatvík? • Hvaða þýðingu skyldi einvígið hafa haft fyrir kynningu á íslandi í heiminum? • Fjölmargir einstakir atburðir sem tengjast einvíginu og framkvæmd þess lifa enn í hugum manna og þyrfti að varðveita. • Að lokum, hver skyldu áhrif ein- vígisins hafa orðið á íslenskt skák- líf? Síðan einvígið fór fram hefur mik- ill vöxtur verið í skáklífi íslendinga. Þróttmiklar skáksambandssjórnir hafa haldið uppi öflugri félagsstarf- semi og þátttöku íslenskra skák- manna, bæði á innlendri og erlendri grund. íslenskir skákmenn hafa verið í mikilli framför og breiddin vaxið. Frammistaða íslendinga hefur hvarvetna verið góð og vakið verð- skuldaða athygli. Vafalítið á sá áhugi sem kviknaði í kjölfar einvígisins sinn þátt í því, þó vissulega komi margt fleira til. 43

x

Afmælismót Skáksambands Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Afmælismót Skáksambands Íslands
https://timarit.is/publication/2052

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.