Afmælismót Skáksambands Íslands - 01.02.1985, Síða 46

Afmælismót Skáksambands Íslands - 01.02.1985, Síða 46
Þráinn Guðmundsson: Brot Þegar litið er til baka yfir sextíu ára sögu Skáksambands íslands, er margs að minnast og œðimargt sem vert vœri að rifja upp. Væntanlega geta þó flestir verið sammála um, að heimsmeistaraeinvígi þeirra Fischers og Spassky í Reykjavík 1972 rísi þar hœst og marki dýpst spor í íslenskri skáksögu. Um þetta frœga einvígi hafa margar bækur verið skrifaðar og heims- byggð öll fylgdist með framvindu mála í Reykjavík hina votu sumardaga fyrir 13 árum og þó hefur saga einvígisins — hin raunverulega saga um það, sem gerðist bak við tjöldin — enn ekki verið skrifuð. Undirritaður var í stjórn S.í. á þessum tíma og hefur reyndar birt brot þessarar sögu í mótsskrám og ýmsum ritum skákhreyfingarinnar seinasta ára- tuginn. — Og hér kemur enn eitt brot, hripað upp á hraðfleygri stund fyrir löngu síðan. Ef það gœti endurvakið með mönnum eitthvað af hughrifum þessa sumars, þegar öll þjóðin tók þá skákbakteríu, sem hún hefur ekki losnað við síðan, þá er tilganginum náð. Árið 1972 — Hvað er svona merkilegt við það? — Var það gott ár og gjöfult íslenskri þjóð, var veðurfar óvenju hagstætt eða gerðust þá atburðir, sem ekki gleymast í þjóðarsögunni, eða að minnsta kosti i hugskoti þeirra, sem þá voru mitt í hringiðu þess mannlífs, sem elfur timans fleytti frá einni árstíð til annarrar? Var þetta annars ekki árið sem við stóðum í harðvitugu þorskastríði við Breta og tvísýnt um lyktir og þar með framtíð þjóðarinnar? Var sumarið ekki með því rign- ingasamara, stytti annars nokkurn tíma upp á Suður- landi í sólmánuði? Jú, var þetta ekki árið sem þeir Nixon og Pompidou hittust á Kjarvalsstöðum til að leika einn peðsleik í heimstaflinu og þeir Bobby Fischer og Boris Spassky tefldu alvöruskák í Laugardalshöll og komu ís- landi í fyrsta sinn á landakortið og rituðu nöfn sín gullnu letri á blöð skáksögunnar. Jú, þetta var einmitt skákárið mikla, þegar jafnvel öld- ungar risu úr kör sinni og heimtuðu að vera studdir einu sinni inn fyrir tjaldið dökka í Höllinni, áður en maður- inn með ljáinn vitjaði þeirra og flytti þá að öðru for- tjaldi, gullnu eða myrku eftir atvikum. Jú, þetta var víst árið, þegar grandvarar gamlar konur sátu við símann á síðkvöldum og hringdu stöðugt í Laug- ardalshöll til að spyrja um stöðuna og við svarið „riddari til F3“, heyrðist andvarp í símanum og önnur spurning: „Ó guð, var það góður leikur?“ Tjaldið dökka — hvað var handan þess? Myrkvað gímald, hundruð þögulla mannvera starandi í stjarfri spennu á upplýst sviðið, þar sem tveir framandi menn sátu andspænis hvor öðrum, milli þeirra massivt borð — listasmíð, en á borðinu tafl. Annað slagið var taflmaður færður úr stað — en hvað er svona merkilegt við það, af hverju fór þá kliður um salinn? Af hverju voru þessir út- lendu menn hér leikandi sér að litlum trémönnum kvöld eftir kvöld? Jú, manntaflið er smækkuð mynd mannheima, þar sem gott og illt takast á, fórnir eru færðar fyrir málstað- inn, hin litlu peð daglega lífsins verða að óstöðvandi ris- um, sé að þeim hlynnt og laun kjarkleysis er tortíming, uppskera snilli og rökréttar hugsunar er sigur. 46

x

Afmælismót Skáksambands Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afmælismót Skáksambands Íslands
https://timarit.is/publication/2052

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.