Afmælismót Skáksambands Íslands - 01.02.1985, Blaðsíða 50

Afmælismót Skáksambands Íslands - 01.02.1985, Blaðsíða 50
Vlastimil Hort hylltur og lýstur heimsmethafi og mesti fjöltefliskóngur allra tíma. (Ljósm. Sigurjón Jóhannsson) stofur, því í upphafi skyldi að því stefnt að setja heims- met í borðafjölda. Tæplega 600 manns höfðu tilkynnt Dagblaðinu þátt- töku í fjölteflinu við Hort þegar ekki voru liðnar fullar þrjár klukkustundir frá því að fréttin var sögð í útvarp- inu og Dagblaðið komið á götur borgarinnar. Allar símalínur blaðsins voru rauðglóandi í margar klukku- stundir, en hætt var að taka niður nöfn þegar 560 höfðu verið bókaðir til að taka þátt í heimsmetstilrauninni. Fjöltefli við yfir 500 manns var í raun ofurmannleg þrekraun, enda hafði enginn maður lagt í slíka skákraun í þúsund ára sögu skáklistarinnar fyrr en nú á íslandi. Klukkan 9.25 árdegis laugardaginn 23. apríl 1977 hóf Tékkinn Hort hið ævintýralega tafl og átti kappinn við 201 andstæðing í einu. „Hann er sko enginn gúmmítékki þessi“ var haft á orði. Hort hafði hvítt á öllum borðum og til að spara tíma og hlaup tilkynnti hann að hann léki d4 á öllum borðum. Tók síðan á rás og fór mikinn. Var hann að jafnaði aðeins 10 mín. að fara hringinn og leika 201 leiki. í þessari fyrstu lotu voru mótherjar Horts aðal- lega ungmenni úr Taflfélagi Reykjavíkur og af Seltjarn- arnesi og fólk sem DB hafði innritað til keppninnar. Enda þótt ekki væru allir háir í lofti var liðið engu að síð- ur harðsnúið, eins og dæmin sanna. Tveir piltar sneru á Tékkann og knúðu hann til að gefast upp. Nokkrir náðu jöfnu. Eftir rúmlega 6 tíma taflmennsku tókst meistar- anum að ljúka tafiinu gegn þessum manngrúa um 4-leyt- ið. Fyrsta heimsmetið var í höfn. Að þessu afreki loknu var stillt upp til nýrrar 50 manna atlögu í „gryfjunni". Umhverfis var ágætis áhorfenda- pláss og var það allan tímann fullskipað áhorfendum. Eftir að í gryfjuna var komið þurfti Hort ekki að sýna aðra eins yfirferð og fyrr, en áreynslan var ægileg, bæði andleg og líkamleg. Greinileg þreytumerki mátti sjá á honum eftir að tefia við stóra hópinn, enda borðin nokk- uð lág og mikil áreynsla fyrir bakið. Milli þess sem Hort tefidi af ótrúlegu öryggi saup hann ávaxtasafa, alls 20 lítra á meðan á þessu einstæða fjöltefii stóð. Reiknings- fróðir menn áætluðu að hann hefði gengið yfir 23 km, enda léttist hann um 2 kíló. Það kom fljótlega í ljós að Hort var mun sneggri að leggja 50 manna hópinn „í ljónagryfjunni“ en hann og skipuleggjendur höfðu reiknað með. Tók það hann að- eins um tvo tíma enda þótt sterkir skákmenn, m.a. bæði meistara- og landsliðsfiokksmenn væru meðal kepp- enda. Fór stjórnun öll nokkuð úr skorðum við þetta. Höfðu menn verið boðaðir við innritun með 3 klst. milli- bili, en allt íeystist þetta farsællega, nema hvað margir gripu i tómt á sunnudeginum, eins og siðar verður að vik- ið. Skákin hélt áfram. Hver maðurinn af öðrum gafst upp fyrir snillingnum, sem virtist búinn tölvuheila. Kom fyrir að hann taldi að stöðunni hefði verið hagrætt í fjarveru sinni, menn færðir á borðinu. Var þetta sannprófað og sjá, Hort hafði rétt fyrir sér. Stálminni hans og glögg- skyggni virtist ofurmannleg. Þegar leið á nóttu þóttust menn sjá líkamleg þreytu- merki á Hort, þó alltaf væri hann snöggur að leika. Tyllti hann sér gjarna á borðröndina gagnvart andstæðingn- um. Fótaburðurinn orðinn nokkuð þunglamalegur sögðu menn og spáðu honum ekki öllu fieiri skákum. Fimm mínútna hlé milli skiptinga notaði meistarinn til að skipta um skyrtu eða sokka og slaka örlítið á í litlu af- drepi á ganginum. 50
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Afmælismót Skáksambands Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afmælismót Skáksambands Íslands
https://timarit.is/publication/2052

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.