Afmælismót Skáksambands Íslands - 01.02.1985, Blaðsíða 51

Afmælismót Skáksambands Íslands - 01.02.1985, Blaðsíða 51
Frá Maraþonfjöltefli Horts í Valhúsaskóla 1977. (Ljósm. Sigurjón Jóhannsson) í fyrsta sinn um árabil var Seltjarnarnes annað og meira en bara „svefnbær“. Úti í regnúða næturinnar sáust menn koma víghreifir með töflin sín undir armin- um. Áhorfendur skorti ekki heldur, sumir hverjir komnir af vínveitingahúsum borgarinnar. Þeir virtust una sér vel við að virða fyrir sér fjöltefliskónginn og fórnardýr hans. Þegar morgunsólin tók að baða Nesið geislum sínum stóð Hort enn á báðum fótum, gagnstætt hrakspám ým- issa, búinn að slá ævagamalt met Svíans Stáhlbergs, 400 skákir í fjöltefli. Þrátt fyrir yfirlýsingu um 444 skákir, hélt Tékkinn sínu striki og tilkynnti að hann hefði sett stefuna á 550 skákir. Hort var jafnan fagnað með lófataki þegar hann gekk í salinn eftir örstutta hvíld. Hann brosti breitt og virtist ánægður. Hélt síðan áfram að tefla eins og vél. Mönnum taldist til að hann hefði alls leikið 15000 leiki. Síðustu skákinni lauk kl. 9.45 um morguninn, eftir 24 klst og 20 mín samfellda taflmennsku. Þá var kappinn orðinn kampakátur og skemmti áhorfendum með gam- anorðum. Þrjú heimsmest höfðu verið sett. Hver skák tók að meðaltali aðeins 2 mínútur og 40 sekúndur, sem einnig var heimsmet. Alls vann Hort 477 skákir, gerði 63 jafntefli og tapaði 10 skákum. Viningshlutfallið því 92,5%, ögn lakara en hjá Stáhlberg, enda fyrirstaða vafa- lítið meiri. Fjórða heimsmetið má segja að hafi einnig verið sett. Hort tefldi við 0,25% íslensku þjóðarinnar, slíkt hlutfall af þátttöku heillar þjóðar í einu fjöltefli er met sem seint verður slegið. Enn streymdu menn að, sumir velútsofnir með töflin sín, tilbúnir til atlögu. Þeirra beið þó aðeins að taka þátt í fagnaðarlátum og húrrahrópum er gullu við til heiðurs Vlastimil Hort, mesta fjöltefliskóngi allra tíma. Fjar- stæðukennd hugmynd, aprílgabb, var orðið að veru- leika. Til minningar um þennan heimssögulega atburð og eftirminnilegu skákraun var ári síðar festur upp minnis- skjöldur úr kopar á hlið Valhúsaskóla, sem lengi mun halda nafni hins hugdjarfa meistara, heiðursmannsins Horts, á lofti. Eftirmáli Daginn eftir hélt bæjarstjórn Seltjarnarness boð inni og þar var Hort sýndur margvíslegur sómi. Magnús Er- lendsson, forseti bæjarstjórnar afhenti honum forkunn- arfagra og hagalega skorna hvaltönn á skreyttum harð- viðarpalli með silfurskjöldum að gjöf frá Seltirningum. Jón Birgir Pétursson, fréttastjóri DB og aðalfulltrúi þess á mótsstað, afhenti Hort fagran rósavönd. í einni rósinni var fagurlega gerður gullhringur með bláum safírsteini, skreyttur skákmynstri úr hvítagulli. Forseti skáksam- bandsins afhenti stórmeistaranum skjal til staðfestingar heimsmetunum. Loks gekk fram óboðinn gestur, Frank Michelsen, úrsmiður, og færði Hort sérstaklega vandað svissneskt armbandsúr að gjöf, og kvaðst vona að í hvert sinn sem hann heyrði það hringja, minntist hann íslands. Við öll þessi miklu og óvenjulegu vinahót hafði hörku- tólið Hort ekki lengur vald á tilfinningum sínum, hann hreinlega „stóðst ekki lengur mátið“ og þakkaði fyrir sig hrærðum rómi. PELSINN Kirkjuhvoli, sími 20160. 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Afmælismót Skáksambands Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afmælismót Skáksambands Íslands
https://timarit.is/publication/2052

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.