Afmælismót Skáksambands Íslands - 01.02.1985, Page 57

Afmælismót Skáksambands Íslands - 01.02.1985, Page 57
25. — Hxbl 26. Dxbl Dxbl 27. Bxbl He2 Þetta sá Arinbjörn ekki. Ef nú er leikið 28. Bcl þá vinnur Hel annan biskupinn Hvítur gafst upp. í febrúarmánuði 1932 setti Ás- mundur Ásgeirsson íslandsmet er hann tefldi átta blindskákir sam- tímis. Teflt var í Bárunni í Reykjavík og vann Ásmundur 5Vi v. : 2Vi v. Hannes Jónsson fisksali var einn þeirra sem tefldi við Ásmund. Er skákin var rétt byrjuð sendi Hannes Ásmundi vísu þessa: Stendur Ási starblindur í stímabraki. Átta máta ætlar hann í andartaki. Fljótt tók að halla undan fæti hjá Hannesi og að því kom að máti varð ekki varist öllu lengur. Þá gaf Ásmundur sér tíma til að svara Hannesi: Þú ætlaðir að máta mig, þinn máttur virðist fúna. Þú hafðir áðan hátt um þig, en hljóður ertu núna. íslandsmet Ásmundar stóð að því best er vitað í 45 ár, en 19. nóvember 1977 tefldi Helgi Ólafsson blindandi við tíu andstæðinga á Eiðum í Suður-Múlasýslu. Helgi vann níu skákir en tapaði einni. 57

x

Afmælismót Skáksambands Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Afmælismót Skáksambands Íslands
https://timarit.is/publication/2052

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.