Alþýðublaðið - 17.02.1926, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 17.02.1926, Blaðsíða 3
ALÞ. ÝÐUBLAÐID 3 hanrl þekkja einn slíkan hrepp nyrðra, þar sem fjöldinn af íbú- unum væru styrkþurfar, og væri hann svo skuldugur, að hann myndi víst aldrei geta greitt skuldir sínar hjálparlaust. (Frh.) Miðdepillinn. Allir þeir, sem fara eitthvað út úr^bænum, hafa tekið eftir því, að við vegina eru reistir steinar, sem segja til, hve marga kíló- metra vegfarandi er kominn frá Reykjavík, þegar hann er á móts við einhvern af þessum steinum. En fæstir hafa sennilega gert sér grein fyrir því, hvar í bænum sá staður er, sem rnælt er frá. Ég hefi talað við ýmsa, og segja sumir, að talið sé frá Austur- veili, aðrir frá Pósthúsinu og enn aðrir frá Lækjartorgi. Ég hefi nú ekki leitað mér frek- ari fræðslu um þetta, þó hana sé sjálfsagt hægt að fá, en í dönsku blaði sá ég nýlega, að áður fyrr hafa vegalengdir frá Khöfn verið taldar frá aðalpóst- húsinu, en að þessu er nú breytt. Á torginu fyrir framan ráðhús borgarinnar hefir verið reistur skrautlega höggvinn granítsteinn, sem Danir kalla „Nulpunkt“-stein, og að þaðan á héðan i frá að telja vegalengdir frá borginni. Við eigum enn ekkert ráðhús, en frá einhverjum ákveðnum stað verður að telja, og væri þá lík- lega mjög skynsamlegt að ákveða, að slíkur miðdapill skuli vera á Lækjartorgi, og setja þar upp haglega gerðan steinvarða (Nul- punkt-stein). d.< Kappteflið norsk-íslenzka. (Tiik. frá Taflfélagi Reykjavíkur.) Rvík, 16. febr. Borð II. 45. leikur Norðmanna (hvitt), Kel-dl. 45. leikur íslendinga (svart), K h 7 — g 6. 46. leikur Norðmanna (hvítt), Re8-d6. „Heiðurllandsinsjít á við.“ Landsmálafélagið „Stefnir", sem ekki hélt aðalfund í fimm ár, aug- lýsti um daginn, að nú skyldi aðaifundur haldinn. En menn komust þá að þeirri niðurstöðu, að félagið væri orðið svo illræmt út á við fyrir aðgerðaleysi sitt undir stjórn Ólafs Thórs, að bezt væri að stofna nýtt félag. Mbl., segir í dag frá því, að það félag sé stofnað og heiti „Landsmála- félagið VörÖur“. Birtir Mbl. stefnuskrá félagsins, og er eitt at- riði hennar, „að haft sé sívak- andi auga á heiðri landsins út á við.“ Magnús Jónsson dösent er formaður félagsins, en Árni Jónsson frá Múla er varaformað- ur. Bjóði aðrir betur en þetta nýja félag! Dufpakur. Um dagfnxt og veginn. Næturlæknir er í nótt Árni Pétursson, Uppsöl- um, sími 1900. Öskudagur er í dag. Var sögu hans nokkuð minst í blaðinu í gær. Jón Sig- urðsson segir í „Pjóðvinafélags- almanakinu" 1878: „Sá siður, að karlmenn bæru ösku og kvenfólk steina á öskudaginn, er settur til iðrunarmerkis." Eftir siðaskiftin hafi orðið úr þessu eins konar leikfang, þar sem karlar og konur skiftust á að hjálpa hvort öðru til iðrun- arinnar. — Síðar þótti fremur ó- virðulegt að verða að bera ösku- poka eða stein. Nú er þessi venja að breytast, a. m. k. hér í Reykja- vík. Nú þykir fint að bera ösku- lausa „öskupoka" úr silki, og þá timast fæstir lengur við að láta festa þá á sig. Veðrið. Hiti mestur 4 st. (í Vestm.eyj.); minstur 2 st. frost (á Raufarhöfn). 3 st. í Rvík. Átt norðlæg, fremur hæg. Veðurspá: 1 dag: Norðaustlæg átt, allhvass með úrkomu við Norð- vestur- og Norður-land. Hægur sunnanlands. 1 nótt: Sama veður- lag. Verkakvennafélagið „Framsökn" heldur fund ánnað kvöld í Good- templarahúsinu. Kaupmálið er þar til umræðu. Á eftir verður kaffi drukkið. Ýmislegt verður fleira til skemtunar, sem ekki verður aug- lýst nánara, en sjón verður sögu ríkari. Ættu konur að fjölmenna á fundinn. Togararnir. Belgaum kom af veiðum í gær- kveldi með 1100 kassa og fór á- Ieiðis til Englands. „Eldvigslan“, skopleikurinn nýi, var leikinn í fyrsta sinn í gærkveldi, og gerður góður rómur að. Að leikslokum voru höfundarnir kallaðir fram' og af leikendum sérstaklega Haraldur Á. Sigurðsson, er leikur Bautasteina. Jafnaðarmannafélag íslands heldur fund í kaupþingssalnum kl. 8,15 í kvöld. Sjá augl. í blaðinu í gær. Félagar! Fjölmennið! Kvöldskemtun verður haldin í Nýja Bíó í kvöld kl. 7,30. Verður þar vafalaust um ágæta skemtun að ræða. Séra Ól. Ólafsson flytur erindi um Strandar- kirkju, Emil Thoroddsen leikur á píanó, Guðm. Björnson landlæknir les upp, og Bjarni Bjarnason frá Geitabergi syngur. Er hann einn af allra vinsælustu söngvurum bæj- arins. Ágóðinn fer til þess að styrkja ungan mann til tónlistar- náms. Bifrelðarslys. Um hádegi i gær ók bifreið á Vesturgötunni á 4 ára gamalt stúlkubarn, Huldu Magnúsdóttur, Nýlendugötu 15 B. Slasaðist hún all- mikið á fæti, en er nú á batavegi. íþökufundur er í kvöld. Mörg áríðandi mál á dagskrá. Getraun Björnsbakariis. Hæsta uppástunga var 110 000 bollur, lægsta 1200. Alls voru seldar yfir daginn 20 830 boll- ur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.