V. alþjóðamótið, Vestmannaeyjum - 28.05.1985, Blaðsíða 18

V. alþjóðamótið, Vestmannaeyjum - 28.05.1985, Blaðsíða 18
Frjálsíþróttamót nýafstaölð um Hvítasunnuhelgi. timbrið í hana að gjöf frá Ólafi kon- ungi Tryggvasyni. Timbrinu var skipað upp á Hörgareyri, þar sem áður hafa sennilega veriö hof heið- inna manna. Vestmannaeyjar voru í eign bænda fram á 12. öld en komust þá í eigu Skálholtsstóls og síðar lögðust þær undir konung. Einn átakanlegastur atburður í sögu Vestmannaeyja er Tyrkjaránið svonefnda. 16. júlí 1627 komu þang- aö sjóræningar frá Alsír (sem al- þýða manna kallaði Tyrkja) á þrem- ur skipum. Þeir gengu á land og réðust á fólk, misþyrmdu því og dráþu 34 íbúa eyjarinnar. En meiri- hluta eyjarskeggja ráku þeir saman í hnapp, bundu á höndum og fótum og fluttu í skip sín, samtals um 250 manns. Sjóræningarnir fóru um alla eyjuna, rændu og eyðilögðu allt sem hönd á festi. Kirkjuna brenndu þeir áður en þeir fóru á brott meö ránsfeng sinn. Nokkrir eyjarskeggjar komust þó undan með því að fela sig í klett- um og hellum. Fáeinir þeirra íslendinga er her- teknir voru, voru keyptir lausir aftur og komust heim til fósturjarðarinn- ar á ný. Ýmis örnefni eru í Eyjum frá þessum atburðum. í Vestmanna- eyjum voru tveir prestar er þessir atburðir gerðust, Jón Þorsteinsson og Ólafur Egilsson. Séra Jón var drepinn og var síðan nefndur Jón píslarvottur, en Ólafur var hertekinn og fluttur til Alsír. Ári síðar var hann þó látinn laus og kom þá aftur til Eyja. Jón og Ólafur eru báðir kunnir fyrir ritstörf. Jón var sálmaskáld, en Ólafur skrifaði ferðasöguna suður til Alsír og er þaö ein besta heimild um þessa atburði. Ýmis örnefni í Eyjum minna á þessa atburði svo sem Ræningjatangi og Ræningjaflöt. Eftir þessa hörmungar voru varnar- virki reist í Vestmannaeyjum og kölluö Skans. Vísir aö slíkum virkj- um mun raunar hafa verið til frá eldri tímum, og þá reist til að halda enskum kaupmönnum í skefjum, en þeir sóttust eftir að versla við eyjarskeggja í fullri óþökk stjórn- valda. Á Skansinum var geymdur vopnabúnaöur og þar var varömaö- ur. Annar varömaður var hafður á Helgafelli til þess að fylgjast með skipaferðum. Um miðja nítjándu öld var nokkuö um það að þeir íslendingar er höföu tekiö mormónatrú söfnuðust saman í Vestmannaeyjum áöur en þeir færu vestur um haf til fyrir- heitna landsins í Utah. Þeir höfðu bækistöö í Vestmannaeyjum og voru menn skírðir til hinnar nýju trúar í Mormónalóni, en það var á Ræningjatanga þar sem sjóræn- ingarnir gengu á land forðum, áður en þurrkuðu púður sitt á Ræningja- flöt. 3. Mannlíf í Eyjum. Fyrstu heimildir um íbúafjölda í Eyj- um eru í Jarðabók Árna Magnús- sonar. Þar eru íbúar taldir 318 árið 1703. En íbúum fækkaði á 18. öld og voru aðeins um 173 um aldamótin 1800. Hér verður stiklað á nokkrum tölum um íbúafjölda: 1800 ....................... 173 1900 ....................... 257 1925 ..................... 3.184 1950 ..................... 3.726 1960 ..................... 4.675 1970 ..................... 5.179 1975 ..................... 4.467 1980 ..................... 4.718 1983 ..................... 4.743 Þessar tölur bera það greinilega með sér að stóra stökkið í fjölgun íbúa kemur á fyrsta fjórðungi aldar- innar með vélbátaútgerðinni. Hún hófst upp úr 1906 og hefur verið sá grundvöllur sem athafnahlíf í Vest- mannaeyjum hefur byggt á, enda hafa Vestmannaeyjar löngum síðan verið stærsta verstöð landsins. Þá má einnig lesa áhrif eldgossins. Meðan gosið stóð yfir voru ekki aðrir menn í Eyjum en þeir sem unnu að björgunar- og varðveislu- störfum ýmiskonar. En gosinu var ekki fyrr lokið en menn flykktust til Eyja aftur og fóru að byggja upp að nýju. íbúafjöldinn komst fljótlega í svipað horf og verið hafði fyrir gos, en þó nokkru lægri og hefur haldist í því horfi síðan. Sem dæmi um hlut Vestmannaeyinga í þjóðarfram- leiðslunni má nefna að árið 1971 bárust á land í Eyjum 104 þúsund tonn af fiski og var þaö rúm 15% af heildarafla landsmanna, en íbúa- fjöldi í Eyjum var þá 2,5% lands- manna. Vestmannaeyjar hafa verið sérstök sýsla frá árinu 1609. Þær fengu kaupstaöaréttindi 1787, ári síðar en Reykjavík, en þau voru tekin aftur 20 árum síðar. En áriö 1918 fengu Vestmannaeyjar kaupstaöarrrétt- indi á ný og hafa haldiö þeim síðan. Mikilir erfiðleikar voru löngum á öflun drykkjarvatns i Vestmanna- eyjum. Reynt var að bora eftir vatni en ekki báru þær tilraunir árangur. Eyjarskeggjar uröu því aö notast við rigningarvatn sem safnað var af 16

x

V. alþjóðamótið, Vestmannaeyjum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: V. alþjóðamótið, Vestmannaeyjum
https://timarit.is/publication/2058

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.