V. alþjóðamótið, Vestmannaeyjum - 28.05.1985, Síða 19
Á vindasamasta stað veraldar kemur líka fyrir logn og bliða.
Hér sjáum við starfsfólk Sjúkrahússins notfæra sér veðurbliðuna.
húsaþökum og geymt. Væru lang-
varandi þurrkar þurfti jafnvel aö
sækja vatn til meginlandsins. En
1968 var lögö vatnsleiðsla úr Land-
eyjum út f Heimaey og breyttist
ástandið þá í einni svipan til batn-
aðar. Þessi vatnslögn stóðst aö
mestu ágang hraunstraumsins frá
gosinu, aöeins þurfti aö bæta bút í
hana á einum stað.
Eldgosið 1973 er örlagaríkasti at-
buröurinn í sögu Eyjamanna, enda
liggur viö aö þeir miöi tímatal sitt viö
þaö.
Gosið hrakti nær alla íbua á brott
um stundarsakir, og var allsendis
óvíst um endurkomu, um tíma leit
jafnvel út fyrir aö byggöasögu væri
lokið í Heimaey. En allt fór þó betur
en á horfðist, meira aö segja miklu
betur, og eru Eyjarnar nú aö sumu
leyti betur fallnar til búsetu en fyrir
gos.
Má þar fyrst nefna höfnina. Um
skeió leit út fyrir aö hraunstraumur-
inn myndi eyöileggja hana alveg,
en meö firna miklu átaki tókst aö
stööva hann. Nú myndar nýja
hrauniö skjólvegg sem gerir höfn-
ina aö einhverri bestu höfn landsis.
Næst má nefna varmaveituna sem
er ótrúlegt furöuverk. Hraunskjöld-
urinn er mjög þykkur og því lengi aö
kólna. Einhverjum snillingi datt í
hug aö hagnýta þessa varmaorku á
þann hátt aö bora djúpar holur í
heitt hrauniö, dæla þar niður köldu
vatni og fá þaö upp aftur heitt. Þetta
var framkvæmt og þannig nota
Eyjamenn hraunið sem orkugjafa,
mjólka úr því varmann meöan hann
endist, en enginn veit hve lengi þaö
verður. Vonandi veröur það næsta
áratug eöa lengur og kannski finna
menn ný ráö þegar þetta dugar ekki
lengur.
Þegar gosinu lauk var bærinn hul-
inn þykku öskulagi. Gífurlegt starf
var aö koma þessari ösku á brott,
bókstaflega þurfti aö grafa bæinn
upp úr sökunni. En viö þaö fengu
eyjaskeggjar mikla aöstoö. Sjálf-
boöaliöar komu jafnvel langt utan
úr heimi til þess aö vinna aö hreins-
uninni. Þótt ekki muni mikið um
hvern manninn viö slík stórvirki, sýn-
ir þetta hug manna víöa um heim til
endurreisnarstarfsins. En lands-
búar allir stóöu þétt viö hlið eyja-
skeggja í þessum þrengingum og
ekki má heldur gleyma góöri aö-
stoö frændþjóðanna á Norðurlönd-
um.
Nú er kaupstaðurinn í Vestmanna-
eyjum risinn úr öskustónni og ber
sjálfur furöu lítil merki þess sem yfir
hann hefur gengiö. Hann er eins og
lítil höfuöborg, þar er læknissetur
og lyfjabúö, sjúkrahús og elli-
heimili, krikja og prestsetur,
byggöasafn, listasafn og náttúru-
gripasafn, þar sem meðal annars
er ágætt safn lifandi fiska. Þar er
dagheimili, barnaskóli og fram-
haldsskóli meö fjölbrautasniði. Þar
er íþróttavöllur, sundlaug og golf-
völlur. Þar eru ýmsir veitingastaðir
og samkomuhús. Þar er líka prent-
smiöja, og eru þá enn ótalin helstu
iöjuver bæjarins, öll tengd fiski og
fiskvinnslu. Þar situr bæjarfógetinn
og þar er ein af merkari kirkjum
landsins, Landakirkja, en hluti
hennar var byggöur á árunum
1774—78.
Á Heimaey er flugvöllur og þaðan
eru flugferöir til Reykjavíkur tvisvar
á dag, en stundum kemur fyrir aö
veöur hamlar þeim samgöngum,
því aö ekki er nema ein flugbraut á
vellinum. En þá hafa Eyjamenn
samgöngur á sjó til Þorlákshafnar,
þangaö eru reglulegar feröir
meö skipinu Herjólfi, en hann flytur
meöal annars alla þá mjólk sem
notuð er í Eyjum.
4. Náttúra í Eyjum.
Fagurt er að horfa til Vestmanna-
eyja af brún Hellisheiöar í góöu
skyggni, og raunar víöa af láglendi
Suöurlands. En ekki er síður fagurt
aö horfa til lands úr Eyjum á góöum
morgni, af Helgafelli eöa einhverj-
um öörum útsýnisstaö. Augað
spannar í einni sýn hina stórfeng-
legu keöju jökla og fjalla allt frá
Vatnajökli í austri til Hellisheiöar í
vestri.
Og í Heimaey sjálfri blasir hvar-
vetna viö stórbrotin og mikilfengleg
náttúra. Heimaklettur er flestum
fjöllum hnarreistari, brúnleitt bergiö
rís nærri lóörétt meö grænum kolli,
sums staðar eru svo brattar gras-
brekkur aö mann sundlar viö að
horfa til þeirra, enda sumar vara-
samar, eins og Dufþekja sem áöur
er nefnd. Heimaklettur er hæstur
fjalla í Heimaey, 283 m.
Helgafell er vingjarnlegt fjall, grasi
gróiö aö sunnan og auövelt upp-
göngu. Þaðan er dýrlegt útsýni yfir
eyjarnar og til lands.
Nýja hrauniö svart og úfiö og hraun-
veggurinn viö bæinn eru stórkost-
legir minnisvaröar um hamfarir
náttúrunnar og baráttu mannsins
viö þær. Herjólfsdalur liggur vel viö
sólu og þar hafa Vestmannaeyingar
haldið þjóöhátíð allt frá 1874, og eru
hinir einu sem haldiö hafa tryggö
viö upphaflega dagsetningu þjóö-
hátíöarinnar.
Margt fleira er fyllilega þess viöi aö
skoðað sé, meöal annars ýmsir
hellar. Kunnastur hella í Eyjum er
Kafhellir í klettaeynni Hænu. Sæta
veröur sjávarföllum til aö komast inn
í hann. Litbrigðin inni í hellinum eru
jafnvel enn fegurri en í hinum fræga
bláa helli á Caprí, og segja sumir
sem í báöa hellana hafa komið aö
Blái hellirinn á Caprí jafnist ekki á
viö Kafhelli, sé þangaö komiö á rétt-
um tíma sólarhrings.
17