V. alþjóðamótið, Vestmannaeyjum - 28.05.1985, Qupperneq 26
Heimsmeistari unglinga, Toronto
1957, geröi þér þar lítið fyrir og vann
allar ellefu skákirnar í keppninni.
Margir minnast Lombardys frá veru
hans hér 1972 þegar hann var aö-
stoðarmaður Fischers í heims-
meistaraeinvíginu. Þremur árum
síðar kom Lombardy enn og þá sem
yfirskákdómari á svæðamótinu
sem haldið var í Reykjavík 1975.
Vakti hann athygli í því starfi og virð-
ingu manna fyrir lipurð og stjórn-
semi.
Lombardy varð stórmeistari ungur
að árum og tefldi þá mikið, bæði í
heimalandi sínu og á alþjóðlegum
mótum víða um heim. Besti árang-
ur hans á Skákþingi Bandaríkjanna
mun hafa verið 4. sæti árið 1969.
Á síðari árum hefur dregið úr tafl-
mennsku Lombardys en hann læt-
ur sig þó aldrei vanta á alþjóðlegu
landsbyggðarskákmótin á íslandi.
Lombardy hefur einnig tekið þátt í
VIII. Reykjavíkurskákmótinu 1978
og varð þar í 3.-6. sæti. Árið 1982
varö hann efstur ásamt Garcia á
skákmóti í Caracas.
Varla er svo minnst á Lombardy aö
þess sé ekki getið í leiðinni að hann
er prestur að menntun. Svo virðist
sem skákmenn séu hreyknir af því
íþróttar sinnar vegna aö Lombardy
skyldi taka skákina fram yfir hina
köllunina.
Um frammistöðu W. Lombardys
vísast til mótstaflna á öðrum stað í
blaðinu.
H. James Plaskett
Fæddur 18.03.1960
Skákstig: 2495
Alþjóðlegur meistari 1981
Ég fór að tefla tólf ára að aldri. Mjög
líklega undir áhrifum frá einvígi
þeirra Fischers og Spassky 1972 í
Reykjavík.
Ég tók ekki þátt í keppni sem gaf
Elo-stig fyrr en ég var orðinn 16 ára.
Mótið var í fjórða styrkleikaflokki og
ég hafði sigur. Stuttu síðar deildi ég
1. sætinu í opnu móti í London.
Fyrsta virkilega góða frammistaða
mín var í breska meistaramótinu
1978. Þá varð ég í 2. sæti ásamt
Mestel, en á eftir Speelman. Síðar
það ár hlaut ég bronsið í Evrópu-
meistaramóti unglinga.
Arið 1979 náði ég tveimur áföngum
til alþjóðlegs meistara og varð þriðji
á heimsmeistaramóti unglinga.
Er ég hætti í skóla ákvað ég að
helga nokkur ár skáklistinni. Síðar
tók ég aðra stefnu, þá stefnu að fá
mér fast starf helst við tölvur.
Mér tókst hinsvegar ekki að komast
inn á þá braut, svo eftir um það bil
sex mánaða hlé sneri ég mér aftur
að skákinni síðla árs 1980.
Ég var ekki ánægður með þetta, né
heldur foreldrar mínir, en þau
studdu mig samt.
Alþjóðlega meistaratitilinn hreppti
ég síðan í Bergsjo í Noregi 1981.
Mér til uppörvunar hlaut ég 6V2 v. af
8 og það sem meira var ef mér hefði
verið raða gegn Vesterinen í síð-
ustu umferð með hvítt hefði ég jafn-
vel náð stórmeistara árangri hefði
ég unnið.
Árin 1981 og ’82 náði ég að sýna
góða frammistöðu af og til, m.a.
verðlaun fyrir besta frammistöðu á
3. borði á Stúdenta ólympíumótinu
í Graz 1982, 1. sæti á Opna meist-
aramóti Noregs, 1. sæti í Askor-
endaflokki í Hastings 1981—2, 1.
sæti Esbjerg B-flokkur 1982 og 1.
sæti Lewisham International 1982.
Stóra útspilið kom samt 1983 er ég
fyrst vann lítið opið alþjóðlegt mót í
London og hlaut síðan 8 v. af 9. í átt-
unda styrkleikaflokksmóti í París.
Þetta var Elo-frammistaða upp á
2720 og stórmeistara áfangi í
þokkabót þar sem ég fór næstum
1V2 v. yfir markið.
Síðar á árinu missti ég af stórmeist-
araáfanga í Gausdal, vantaði V2 v. í
september sama ár náði ég öðrum
áfanga í Manchester með því að
vinna fimm síðustu skákirnar í
styrkleikaflokki 7.
Síðar á árinu vann ég alþóðlegt
opið mót í London meö IV2 v. af 9.
án taps og fyrir ofan Miles, Stean,
Vesterinen, Forintos, Flesch o.fl.
Þrátt fyrir þessa ágætu frammi-
stöðu mína var ég samt ekki
ánægður. Þessi langa bið sem
skákmenn verða að ganga í gegn-
um var mér mikil raun. Því var það
að 1984 eftir að hafa náö 2. sæti í
Troon International og 2 sæti í
Breska meistaramótinu, 1. sæti í
Plovdiv, hóf ég starf í kvikmyndaiðn-
aðinum sem hljóðupptökumaður.
Ég starfa hjá kvikmyndafyrirtæki í
Suður-Englandi og get fengið eins
mikið ólaunað frí eins og ég vil til
þess að tefla. Þetta finnst mér mjög
ákjósanlegt.
Ég sé framtíð mína sem blöndu
mynda og skáka. — Mjög skapandi
ekki satt?
Anatoly Lein
Fæddur 28.03.1931
Skákstig: 2465
Stórmeistari 1968
Anatoly Lein er fæddur í Sovétrík-
unum og hefur búið þar mestalla
ævi sína. Hann er elsti keppandinn
á Húsavíkurmótinu.
Lein kemst í fremstu röð sovéskra
skákmanna upp úr 1960, varö skák-
meistari Rússneska Sambandslýð-
veldisins 1963. Hann tefldi a.m.k.
fjórum sinnum á Skákþingi Sovét-
ríkjanna, á árunum 1965 til 1973 og
mun hafa náð bestum árangri þar,
sjötta sæti árið 1967. Hann hefur
unnið allmörg alþjóðleg skákmót,
sum mjög sterk, svo sem í Sarajevo
1968 þar sem hann varð efstur
ásamt Ciric og hlaut fyrir stórmeist-
24