V. alþjóðamótið, Vestmannaeyjum - 28.05.1985, Blaðsíða 29

V. alþjóðamótið, Vestmannaeyjum - 28.05.1985, Blaðsíða 29
Tékknesti stórmeistarinn Smejkai teflir fjöltefli við Vestmannaeyinga 23. febrúar 1978. íþróttum og áhugi manna beinist mjög aö þeim. Verður nú fimm ára hlé á starfsemi félagsins. 3. En haustið 1936 er tekið til við skák- ina að nýju. Þá er félagið endur- reist, ákveðið að ganga í Skák- samband íslands og Sigurbjörn Sveinsson kennari, skáld og skák- dæmahöfundur, kjörinn heiðurs- félagi. Kjarninn í þessu nýreista fél- agi var sá hópur sem staöið hafði að stofnun Taflfélagsins tíu árum fyrr. En nýir og áhugasamir menn höfðu bæst í hópinn og má þar nefna Hjálmar Theódórsson er þá var nýfluttur til Eyja, mikill félags- málamaður og snjall skákmaður, og Björn Kalman lögfræöing. Um 30 félagar voru skráðir þetta fyrsta ár endurreisnarinnar. Félagið starfaði af miklum krafti og voru meðal annars tefldar símskákir við Keflvíkinga og Hafnfiröinga og sigr- uðu Eyjamenn í bæði skiptin. Þá var líka teflt um titilinn Skákmeistari Vestmannaeyja í fyrsta skipti og sigraði Hjálmar Theódórsson, en hann mun hafa verið einna sterk- astur skákmanna í Eyjum um það leyti. Veturinn 1936—37 er ráðist i þaö stórræði að bjóða þýska taflmeist- aranum Ludwig Engels til hálfs mánaðar dvalar í Vestmannaeyjum til þess að tefla við félagsmenn og kenna skák, og segir Hjálmar Theódórsson frá þeirri heimsók á öðrum stað í þessu blaöi. Eftir þennan fjörkipp færist aftur doði yfir félagiö, að minnsta kosti er lítið fært í gerðabækur þess utan fundargerð eins aöalfundar árið 1939. Það er reyndar bagalegt fyrir þá sem ætla að rita sögu síðarmeir, hve samtímamenn eru stundum blindir á þaö sem er að gerast um- hverfis þá. Ég hef rekið mig á, að stundum er merkisviðburða hvergi getiö vegna þess að þeir hafa ekki verið ræddur á fundum, eöa aöeins litillega og því ekki komist inn í fundargeröir. Mér þykir ekki ósenni- legt aö eitthvað hafi verið starfaö i félaginu þessi ár, auk þess að halda þennan eina aöalfund, þótt ekki hafi þaö komist á skrár. 4. Hinn áttunda október 1944 koma enn saman nokkrir áhugamenn um skák í Vestmannaeyjum til þess að endurreisa félagið. Samþykkt var að hefja starfsemi þegar í stað. Fróðlegt er að sjá, að á þessum fundi skýrir Ragnar Halldórsson tollvöröur frá því að hann muni sennilega geta útvegað skákklukk- ur frá Akureyri. Þetta er í styrjaldar- lokin og viðskipti við útlönd hafa verið af skornum skammti, svo að ekki hefur verið hlaupið að því að eignast gripi eins og skákklukkur. Félagið starfaði af miklu fjöri þenn- an vetur og myndaðist í því sterkur kjarni góðra skákmanna, líklega eitt sterkasta lið sem Eyjamenn hafa eignast. Sumarið 1945 senda Eyjamenn sveit skákmanna til þess að keppa við skákfélög á suðvesturlandi. Fyrst var teflt við Selfoss og Stokks- eyri er lögðu saman í sveit, síðan við Vífilsstaði, en þar var jafnan á þessum árum margt góðra skák- manna, þá við Hafnfirðinga, því næst við Keflvíkinga og loks við Reykjavík. Eyjamenn sigruðu þess- ar sveitir allar nema Hafnarfjörð og Reykjavík, en þeim viöureignum lauk með jafntefli. Um haustið endurguldu Reykjvík- ingar heimsóknina og unnu nú sig- ur í sveitakeppinni. Einnig voru tefldar þrjár samráöaskákir og vann sitt liöið hvora en sú þriöja varö jatn- tefli. Loks tefldi Eggert Gilfer fjöl- tefli. Sú sveit Eyjamanna er stóð í þess- um stórræðum var þannig skipuð: 1. Vigfús Ólafsson 2. Friðbjörn Benónýsson 3. Árni Stefánsson 4. Rafn Árnason 5. Karl Sigurhansson 6. Halldór Ólafsson 7. Gísli Stefánsson 8. Ragnar Halldórsson Varamaður var Þóröur Þórðarson frá Fagrafelli, sem tefldi þrívegis á 4. borði. Mönnum ber saman um að Vigfús Ólafsson hafi verið efni í mikinn skákmeistara, hefði hann lagt sig eftir skákinni af fullum krafti. Hann var kennari og síðar skólastjóri og fluttist frá Eyjum, fyrst að Selja- landsskóla undir Eyjafjöllum en síð- ar að Hellu. Hann býr nú í Reykja- vík. Karl Sigurhansson starfaði manna lengst í Taflfélagi Vestmannaeyja, ötull félagsmaður og einn af bestu skákmönnum þar um langt skeið. Annars var Karl kunnari fyrir afrek á öðru sviði, hann var besti þolhlaup- ari íslendinga um árabil. Hann var frár á fæti og æfði dyggilega. Sagt er að hann hafi stundum búið í tjaldi suður á Stórhöfða á sumrum og skokkað til vinnu sinnar og úr henni 27

x

V. alþjóðamótið, Vestmannaeyjum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: V. alþjóðamótið, Vestmannaeyjum
https://timarit.is/publication/2058

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.