V. alþjóðamótið, Vestmannaeyjum - 28.05.1985, Qupperneq 36
Skákþrautir í Eyjum
Sigurbjörn Sveinsson
Frekar sjaldgæft er aö íslendingar
leggi fyrir sig aö semja taflþrautir,
og má því kalla þaö undarlega tilvilj-
un aö þrír hinna fáu er þaö hafa gert
skuli vera Vestmannaeyingar eöa
minnsta kosti búiö um skeið í Eyjum
— nema manni detti sú skýring í
hug aö landslag og náttúra í Eyjum
sér sérstaklega vilholl hugarstarfi
af þessu tagi.
En þessir menn eru:
Sigurbjörn Sveinsson kennari og
skáld, Ragnar Halldórsson tollvörð-
ur og Árni Stefánsson póstmaður
og skákmeistari.
Hér veröur aðeins getiö hins elsta
þessara þriggja, Sigurbjarnar
Sveinssonar. Sigurbjörn var annál-
aö góömenni og barnavinur. Hann
var kunnur hverju mannsbarni aö
kalla mátti fyrir ágætar barnasögur
sínar er út voru gefnar undir nafn-
inu BERNSKAN í tveimur bindum.
Hann var einnig vel skáldmæltur og
liggur meðal annars eftir hann Ijóö
sem telja má þjóösöng eyjaskeggja
og hefst þannig:
Yndislega eyjan mín,
en hvað þú ert morgunfögur.
Sigurbjörn var mikill skákunnandi
og haföi sérlega gaman af skák-
dæmum, glímdi oft viö aö leysa
skákþrautir og var sífellt aö semja
dæmi sjálfur. Hér kemur fyrst eitt
kunnasta dæmi hans.
1.
Þetta dæmi er gott aö skoða fyrir þá
sem eru ekki mjög vanir aö leysa
skákdæmi. Þetta er tvíleiksdæmi,
hvítur á leikinn og á aö máta í öör-
um leik sínum.
Þegar leitað er lausnar á skákdæmi
getur oft verið gott aö velta fyrir sér
hvaöa kosti svartur á, ef hann ætti
leikinn. Sú athugun leiöir stundum
til lausnar. Hér sjáum viö aö leiki
svartur 1. — d6, á hvítur 2. Bf5, leiki
hann 1. — b6, á hvítur 2. Ba6, leiki
hann 1. — ab3, á hvítur 2. 2. Ha8
og mátaríöll skiptin. Viösjáum líka,
aö svarti biskupinn á c5 kemur í veg
fyrir Rb6 og Re7 mát, og má sig því
hvergi hræra. Þetta gæti bent til
þess aö hér sé um svokallað biö-
leiksdæmi aö ræöa og vandinn sé
sá einn að finna einhvern leik sem
engu breytir sem máli skiptir. Og þá
kemur hvíti kóngurinn í hug. Hon-
um má ekki leika á svartan reit, því
aö þá getur svartur skákaö. Ekki má
heldur leika honum á c2, því aö þá
getur svartur einnig skákaö (ab3í)
1. Ke2 væri samkvæmt þessu lykil-
leikurinn, þaö er aö segja fyrsti
leikur lausnarinnar, og hún yröi þá
á þá leið sem rakiö hefur veriö hér
aö framan.
En ef nú betur aö er gætt, kemur í
Ijós aö einn leikur svarts hefur ekki
verið athugaöur enn: 1. — b5. Þá
kemst biskupinn ekki á a6 til aö
máta. Viö verðum því aö hefja nýja
leit aö lykilleik, einhvern leik ser
dugar gegn 1. - b5 og heldur hinum
mátleiöunum opnum. Einnig er
hugsanlegt aö unnt sé aö hindra
b5, og þá kemur leikurinn 1. Bb5
upp í hugann. Þá er ekki hægt aö
svara 1. — d6 meö Bf5 mát, en í
staðinn kemur 2. Re7 mát, nú vald-
ar biskupinn d7. Öll hin mátin eru
óbreytt. Þarna er þá lausnin komin.
© © th
2.
Ljúfmannleg glettni Sigurbjarnar
sem gamlir lesendur Bernskunnar
minnast meö ánægju kemur fram í
þessu dæmi sem sagt er aö jafnvel
öflugustu skákmenn hafi strandað
á. Hverjum dettur í hug hrókun þeg-
ar aðeins fimm menn eru á borði.
En sé taflstaðan þannig aö kóngur
og hrókur séu á sínum staö og
ekkert bendir til þess aö þeim hafi
veriö leikiö, og engir sýnilegir
meinbugir á, þá er hrókun lögmæt-
ur leikur, líka í skákdæmi. Þegar
þaö er athugað, er lausnin einföld:
1. O—O—O Kxa2 2. Hd3 Ka1
3. Ha3
1. — Ka4 2. Hd5 Ka3 3. Ha5
3.
Sum dæmi Sigurbjarnar leyna
skemmtilega á sér, eins og þetta
34