V. alþjóðamótið, Vestmannaeyjum - 28.05.1985, Side 37

V. alþjóðamótið, Vestmannaeyjum - 28.05.1985, Side 37
litla dæmi sýnir. Maður sér strax að riddarinn mátar frá c7 eða c5, ef hrókarnir bregða sér frá, sömu- leiðis að hvítur gæti leikið 1. b8R mát, væri drottningin ekki í vegi fyrir peðinu. Drottningin er þar aö auki úr leik á b8, því er ósennilegt annað en henni eigi að leika í fyrsta leik. Og við förum að þreifa fyrir okkur: 1. Dc8 hótar 2. b8R fráskák, skák og mát. En þá á svartur 1. — Bxb4 og kóngurinn sleppur til a5. Við höldum áfram: 1. Dc7 er lagleg- ur leikur. Svartur má ekki drepa drottninguna og hún valdar a5, svo að nú dugar ekki 1. - Bxb4. En svart- ur á ráð: 1. — Hh8, því nú þarf hrók- urinn ekki lengur að valda c7. Og enn reynum við: 1. Dd8. Héðan valdar drottningin a5 og nú kemur hún í veg fyrir Hh8. Hlýtur þetta ekki að vera lausnin? Nei, svartur á 1. — Hxb7! Þar með er peðið úr sögunni og þar með sú máthætta sem því fylgdi. Hvað er þá til ráða? Loks dettur manni í hug leikurinn 1. De5, glæsilegur leikur með nýja máthótun í kjölfarinu. Drottningin sest að í tvöföldu uppnámi, valdar a5, heldur hótuninni b8R mát við og bætir nýrri hótun við: Rc5 mát. Aug- Ijóst er aö svartur á enga vörn við öllum þessum ósköpum. 4. í næsta dæmi sjáum við taflstöðu sem er eins og runnin fram úr tefldu tafli: hvítur hefur verið að vinna lið og er nú með auðunnið tafl, svartur getur gefist upp þegar í stað. En aö máta í öörum leik? Ógnanir hvíts eru að vísu yfirþyrmandi, en svartur sýnist þó geta dregiö mátið um leik eöa svo. 1. Dd8 hótar máti á g8 og h8, en svartur á 1. - Ha8. 1. Dd5 (eða Db3) hótar máti á f7 og g8, en svartur á 1. - He6. 1. Dd3 (eða Dc2) hótar máti á g6, en svartur á 1. - Hxf6. En hvítur á leik sem brýtur allar varnir: 1. Dh5 gh5 2. g6 mát. Við öðrum leikjum svarts er svarið annaðhvort: Dxg6 eða Dxh6 mát. Sönnum skákdæmaunnanda kann að þykja lausnin dálitið gróf, en upphafsstaðan bætir úr því, dæmið er eins og sniðið úr tefldu tafli. 5. í fimmta dæminu verðum við vitni að heilmiklum umferðahnút hjá svarti. Kóngur, hrókur og biskup flækjast hver fyrir öðrum. Dæmið minnir á þekkt þema í skák- dæmaheiminum, kennt við Nowotní nokkurn, tékkneskan skákdæmahöfund. Allsendis er óvíst að Sigurbjörn hafi nokkru sinni heyrt Nowotní þennan nefnd- an enda ekki ólíklegt að þeir hafi verið samtímamenn. Reyndar er eins líklegt að Sigurbjörn hafi fund- ið þetta upp hjá sjálfum sér, án nokkurra fyrirmynda. En nú er vissara að lesa ekki mikið lengra strax, ef menn ætla að leysa dæmið sjálfir. Það er kallað Nowotní-hindrun þeg- ar hvítum manni er leikið á vegamót svarts hróks og biskups, þannig aö hvor þeirra sem tekur hann stendur í vegi fyrir hinum. Hér í dæminu er um þrjá menn að ræða: kóng, hrók og biskup, og þeir þvælast hver fyrir örðum á víxl. Launin er: 1. Bb7 a) 1. — bxb7 2. c6 mát. Hér skyggir biskupinn á hrók- inn sem annars mætti bera fyrir. b) 1. — Hxb7 2. Rc6 mát. Hér tekur hrókurinn b7 frá kónginum. c) 1. — Kxb7 2. c6 mát. d) 1. — Bd7t (e6, f5, g4, h3) 2. c6 mát. e) 1. — a5 2. c6 mát. 6. Mát í 2. leik Stundum tekst Sigurbirni að smíða geysihaglega gripi úr grönnum efniviði og er næsta þraut gott dæmi um það. Skákdæmi eru kölluð smámyndir (miniature), ef ekki eru fleiri en sjö menn á borði samtals. Það þykir mikil list að búa til góðar smámynd- ir. í þessu dæmi eru aðeins sex menn á borði, en Sigurbirni tekst að koma þeim fyrir þannig, að úr verða fimm mismunandi mát. Þetta er í senn svo einfalt og snjallt að maður er furðu lostinn. Launin er 1. Bb1 og nú a) 1. — Ke3 2. Df2, b) 1. — Ke5 2. De4, c) 1. — Kd5 2. De4 d) 1. — Bb2 2. Dc5, e) 1. — Bc3 2. De4 Eins og lesandinn sér, eru a, c og e í rauninni öll sama mátið, aðeins á mismunandi stað á borðinu og á mislitum reitum. 7. Mát í 2. leik Glettni Sigurbjarnar leynir sér held- ur ekki í 7. og síöustu þrauninni sem við birtum hér meö lausnum. Mennirnir standa í hnapp hægra megin á borðinu, allir nema hvíti kóngurinn, sem ekki virðist eiga 35

x

V. alþjóðamótið, Vestmannaeyjum

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: V. alþjóðamótið, Vestmannaeyjum
https://timarit.is/publication/2058

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.