V. alþjóðamótið, Vestmannaeyjum - 28.05.1985, Side 38
neinu hlutverki aö gegna (hann
kemur þó í veg fyrir 1. Dh1 mát) og
drottningin, en ekki er alveg Ijóst
hvaöa hlutverk henni er ætlaö.
Samband hvítu mannanna er
skemmtilega náiö: annar hrókurinn
valdar riddarann og hann valdar
aftur hinn hrókinn.
Svarti riddarinn kemur í veg fyrir 1.
Df6 mát og svarta peðið kemur í veg
fyrir 1. Da4 mát. Biskupinn er líka
góöur í vörninni: 1. Kc2 Bxf5
2. Dh1t Bh3, eöa 1. Dg7 Bg6.
Lausin hefst á ótrúlega löngum leik:
1. Dh8!
Nú er saman hvernig svartur fer aö,
hvítur mátar alltaf í næsta leik. eitt
fallegasta mátiö er 1. — Bxf5 (eöa
Bg6) 2. Bg5 mát. Drottningin hefur
þá tekið viö hlutverki hróksins sem
féll og valdar riddarann. Ekki má
heldur láta sér sjást yfir 1. — e4 2.
Dd4 mát.
Þessi dæmi ættu aö nægja til aö
sýna lesendum aö Sigurbjörn
Sveinsson var í senn afar listfengur
og hugkvæmur skákdæmasmiöur.
Dæmi hans hafa verið birt, eitt og
tvö á stangli, í blöðum og tímaritum
hérlendis, en engin heildarútgáfa
er til af þeim, nema hvaö 64 dæmi
hans voru prentuð 1977 á frum-
stæöan hátt, þannig aö engar
myndir eru í kverinu og heldur
engar lausnir á dæmunum.
Hluta ævi sinnar bjó Sigurbjörn
Sveinsson í Reykjavík. Hann var þá
um skeið tíöur gestur í Unuhúsi, þar
sem ungir höfundar og gáfnaljós
áttu griðastað og skeggræddu um
hvaöeina, því aö fátt mannlegt létu
þau sér óviðkomandi.
Nokkrir þessarra höfunda hafa
rifjað upp þessa tíma í minninga-
bókum og er Sigurbjarnar þar
getiö en aldrei nema aö góöu.
Hann virðist hafa veriö einstakt Ijúf-
menni sem kunni aö gleðja meö
glöðum, en varöveitti allatíö barnið
í sjálfum sér.
Hann samdi sögur fyrir börn eins
og áöur er getið, en einnig kvæöi og
sálma. Hann virðist hafa haldiö
sinni barnatrú alla ævi og þremur
skákdæmum sínum gaf hann nöfn-
in Trú, von og kærleikur.
Þessi dæmi hafa verið oftar birt en
önnur, kannski vegna nafnanna. í
fyrsta dæminu mynda mennirnir
kross á borðinu, og er reyndar
hægt aö flytja krossinn einn reit til
36
hægri á borðinu án þess að lausnin
raskist (aö vísu skipta reitirnir um liti
og nöfn).
í hinum dæmunum tveimur er líka
nokkur samhverfa í taflstööunni, og
lausnirnar bera þaö meö sér, aö
þaö er hiö geómetríska form sem
hefur veriö skáldinu efst í huga þeg-
ar þrautin var samin.
Trú
NYJA
LYSIÐ
Von
Mát í 2. leik.
Kærleikur
Mát í 2. leik.
Lausnir á bls. 30.
Guömundur Arnlaugsson
BETRA BRAGÐ
MINNI LYKT
BETRA VERÐ