V. alþjóðamótið, Vestmannaeyjum - 28.05.1985, Blaðsíða 39
Hjálmar Theódórsson:
Minningar
frá Vestmannaeyjum
Ég dvaldi í tvö ár í Vestmannaeyj-
um, árin 1936 og 1937. Er ég kom til
Vestmannaeyja í janúar varö ég
þess fljótlega var, aö þar voru marg-
ir góöir skákmenn.
Svo atvikaðist þaö svo til, aö viö
nokkrir aökomumenn fórum þess á
leit viö Karl Sigurhansson (þá for-
maöur T.V.) aö skákmenn úr Eyjum
tefldu viö okkur kappskák á 10
borðum.
Þetta gekk aö óskum og fór keppn-
in fram á Hótel Borg, og ef ég man
rétt þá unnu Eyjamenn keppnina
meö einum vinningi yfir.
Þessi eini vinningur var nokkuð
sögulegur, því í liði Eyjamanna var
ein kona, sem tefldi viö Jón Árna-
son frá Húsavík og vann konan
skákina, og var þaö úrslitaskákin.
Þessi kona mun hafa heitið Sigríöur
Jónatansdóttir, dóttir vitavaröarins í
Stórhöföa.
Þaö mun rétt vera aö þann 3. sept-
ember 1936 endurvekjum viö
nokkrir áhugamenn Taflfélag Vest-
mannaeyja, til lífsins, eftir fjögurra
ára svefn. Og um haustið héldum
viö Skákþing Vestmannaeyja, lík-
lega í fyrsta sinn, og varö ég efstur
og fékk titilinn Skákmeistari Vest-
mannaeyja. En næstir urðu þeir
Vigfús Ólafsson og Karl Sigurhans-
son.
Áriö 1937 tefldum viö svo símskák
viö Skákfélag Keflavíkur á 8 borö-
um, og uröu úrslit þau, aö Taflfélag
Vestmannaeyja vann meö 71/2 vinn-
ingum en Keflvíkingar aöeins V2
vinning.
Nokkru síöar fengum viö svo sím-
skeyti frá Skákfélagi Hafnarfjarðar
um aö tefla viö þáá8 borðum. Úrslit
uröu þau, aö Taflfélag Vestmanna-
eyja vann 3 skákir en geröi fimm
jafntefli.
Áriö 1937 fékk Skáksamband ís-
lands og Taflfélag Reykjavíkur hing-
aö til lands einn af sterkustu skák-
meisturum Þýskalands, til þess aö
tefla viö íslenska skákmenn og
kenna þeim. Þessi maður var
Ludwig Engels og var atvinnumaö-
ur í skák. Reykvíkingar borguöu
honum tvö hundruð krónur í kaup á
mánuði, frítt fæöi og uppihald.
Viö í Taflfélagi Vestmannaeyja vild-
um ekki sleppa þessu tækifæri og
reynum nú aö fá þennan þýska
skákmeistara til Eyja til þess aö
tefla og kenna skák. Svo varö þaö
úr, aö viö buðum Engels aö koma
hingað og dvelja hér í 2 vikur og
buðumst viö til aö borga honum tvö
hundruö krónur og fríar feröir og
uppihald.
En meö hverju áttum viö aö borga?
Taflfélagið átti enga peninga. Ég
ásamt fleirum í félaginu buðumst til
þess aö ganga á milli manna og
biöja þá um aö styrkja þetta meö
fjárframlögum.
Ég fórtil Gísla Johnsen og tók hann
mér vel og gaf 50 krónur. Þá fór ég
til Helga Benediktssonar og spuröi
hann hvort hann vildi gefa peninga
til þess aö Ludwig Engels gæti
komið til Eyja og kennt þar skák og
teflt viö Eyjabúa.
Helgi tók mér vel, en spuröi mig
hvort ég væri búinn aö hitta
nokkurn í þessu máli? Ég sagöi
honum aö ég væri búinn aö hitta
Gísla Johnsen.
Og hvaö gaf hann? spuröi Helgi. 50
krónur sagöi ég og sýndi honum
peninginn, splunkunýjan 50 króna
seðil. Þá segir Helgi: Þá gef ég 100
krónur, og fékk mér splunkunýjan
hundrað króna seðil!
Ég orðlengi þetta svo ekki frekar, en
söfnin hjá mér og öörum í Taflfélag-
inu gekk mjög vel og Engels kom
og tefldi og kenndi skák og af hon-
um lærðum viö mikið.
Ég læt hér fylgja meö eina skák er
ég tefldi viö Engels, því ég tel þaö
fróðlegt aö sjá, hvernig maöur tefldi
fyrir 48 árum.
Vestmannaeyjum 15. apríl 1937.
Hvitt: Ludwig Engeis
Svart: Hjálmar Theodórsson
Sikileyjarleikur
1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd 4.
Rxd4 e6 5. Rc3 Bb4 6. a3 Bxc3 7.
bxc3 Rf6 8. Bd3 d5 9. Rxc6 bxc6 10.
e5 Rd7 11. f4 Db6 12. Df3 Rc5 13.
Be3 Rxd3t 14. cxd3 Db2 15. 0—0
Dxc3 16. Hfd1 0—0 17. Hac1 Db3
18. Bc5 He8 19. Hd2 Ba6 20. g4 Db7
21. Hg2 Db3 22. Hcd1 Dc3 23. Bd6
Dd4t 24. Kh1 c5 25. f5 Bb5 26. f6 g6
27. g5 c4 28. Dh3 Kh8 29. Hg4 Df2
30. Hf1 De2 31. Hf3 cxd3 32. Bb4
Hac8 33. Hg1 Hc2 34. Hf4 d4! 35.
Gefiö
Vestmannaeyjar að vestan.
37