VI. alþjóðamótið, Egilsstöðum - 01.06.1987, Síða 17

VI. alþjóðamótið, Egilsstöðum - 01.06.1987, Síða 17
Þátttaka Austfirðinga í skák á þrem síðustu landsmótum UMFÍ fieim sem sóttu 16. landsmót ungmennafélag- anna á Selfossi 1978, verður eflaust lengi í huga hinn frábæri og óvænti árangur Austfirðinga í flestum greinum. Skákin var þar ekki undanskilin og var skák- sveit U.Í.A. harðsnúin með Trausta Björnsson skólastjóra á Eskifirði í fararbroddi. Með honum voru í sveit: Á 2. borði Gunnar Finnsson Eskifirði, á 3. borði Jóhann Þorsteinsson Reyðarfirði, á 4. borði Viðar Jónsson Stöðvarfirði. Þessi sveit vann það afrek að hreppa silfurverð- laun á mótinu. Aðeins sveit UMSK varð sterkari. Undirrituðum er enn í fersku minni þegar Jó- hann Þorsteinsson kom að máli við liðstjórann og óskaði eftir fríi í 3. umferð, en hann hafði þá unnið báðar sínar skákir. Svar Trausta var stutt og laggott: „Þeir sem standa sig svona fá ekkert frí". Þetta var ekki orðlengt frekar, Jói tefldi báðar skákirnar sem eftir voru og vann báðar, 100% vinningshlutfall. Var þetta einkennandi fyrir þann góða liðsanda og baráttugleði sem einkenndi Austfirðinga á þessu landsmóti. Á landsmótinu á Akureyrí 1981 var sveit U.I.A. ekki síður sigurstrangleg, enn með Trausta Björns- son í forystu og Eirík Karlsson Norðfirði á 2. borði. Á þriðja borði keppti Jóhannes Lúðvíksson Norðfirði og Viðar Jónsson Stövarfirði á því fjórða. Einar Már Sigurðarson var varamaður. Þarna urðu Austfirðingar í 2. sæti, hálfum vinn- ingi á eftir Bolvíkingum, sem þá höfðu skotist upp á stjörnuhimininn, þar sem þeir halda sig enn í dag. Úrslit á Akureyri: 1. Skarphéðinn 13 V2 stig 2. Bolungarvík 12 stig 3. U.Í.A. 11‘A stig í Keflavík 1984 höfðu enn orðið mikil manna- skipti í sveit U.Í.A. Foringinn, Trausti Björnsson var nú fluttur úr fjórðungnum, en á fyrsta borði tefldi afar efnilegur Norðfirðingur, Þorvaldur Logason. Aðrir í sveitinni voru: Á 2. borði Eiríkur Karlsson Neskaupstað, á 3. borði Þór Örn Jónsson Fáskrúðsfirði, á 4. borði Viðar Jónsson Stöðvarfirði. Þegar litið var á sveitir andstœðinganna í Kefla- vík, sýndust þær sterkari en nokkru sinni fyrr, og var greinilega hörð barátta fyrir dyrum. Þó náðist sá frábæri árangur að gert var jafn- tefli bæði við UMSK, sem urðu sigurvegarar og Bolvíkinga sem hrepptu annað sætið. Fyrir síðustu umferð gat ekkert ógnað veldi þessara tveggja í tveim efstu sætunum, en baráttan um þriðja sætið stóð á milli U.Í.A. og Skarphéð- ins. Hafði U.Í.A. /2 vinnings forskot. Voru Austfirðingar bjartsýnir þegar tveir heilir vinningar höfðu verið innbyrtir og vænleg staða í þeim tveim skákum sem eftir voru. Það spillti ekki Á þessari afleitu mynd má greina Jóhann Þorsteinsson þar sem hann þjarmar að andstceðingi sínum á Selfossmótinu 1978.

x

VI. alþjóðamótið, Egilsstöðum

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: VI. alþjóðamótið, Egilsstöðum
https://timarit.is/publication/2059

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.