Alþýðublaðið - 18.02.1926, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 18.02.1926, Blaðsíða 3
ALÞ. ÝÐUBLAÐID 3 þurfi stærstu hreppunum, t. d. Norðfirði, kaupstaðarréttindi, ef f>eir óski þess, og megi lögin ekki vera því Þrándur í Götu. Væri ekki verjandi lengur, að á slíkum stöðum væri hvorki lögregla né sérstök tollgæzla. Arnór Jónsson, fyrrum bóndi á Minna-Mosfelli í Grímsnesi, andaðist hér í bæ á heimili sonar síns, Einars próf. Arnórssonar, 14. þ. m. Var hann 20. júní 1839. Hafði hann verið vel ern fram á þennan vetur, en nú bugaði hann ellin. Arnór sál. var merkismaður og mjög vel gefinn, þótt mentunar nyti hann ekki annarar en venja var til sveita í hans ungdæmi, og kvikur var hann á fæti á yngri árum, þótt fóíamein bagaði hann. Fylginn sér var hann við hvað sem var. Til gamans má geta þess. að Arnór var 10. maður frá Jóni ref Sigurðssyni, sem var að vígi Diðriks af Minden í Skál- holti 1539. Kona Arnórs var GuÖrún Þor- gilsdóttir, og er hún löngu Iátin’. Auk Einars prófessors áttu þau hjón fleiri börn, sem á lífi eru, sum þeirra hér í bæ, sum eystra. Jarðarförin fer fram á laugar- daginn kl. 1 frá dömkirkjunni. J-n. Um dagÍM og veginn. Næturlæknir er í nótt Jón Kristjánsson, Mið- stræti 3, símar 506 og 686. Togararnir. Baldur kom af veiðum í nótt með 1400 kassa og Júpíter með 1600. Kjósendur! Kærufrestur út af alþingiskjör- skránum er útrunninn næsta sunnu- dag. Veðrið. Hiti mestur 4 st. (í Vestm.eyj.); minstur 2 st. frost (á Isaf.); 2 st. í Rvík. Átt norðlæg, allhvass víða. Snjókoma á Vestur- og Norður- landi. Lítið regn á Austurlandi. Veðurspá: 1 dag: Norðaustan, all- hvass á Norðaustur- og Vestur-landi. Norðaustan hægari annars staðar. Lítil snjókoma Norðanlands. f nótt: Norðlæg eða norðaustlæg átt. Sennilega nokkru hægari. Bæjarstjórnarfundur er í dág. 9 mál eru á dagskrá. Þar á meðal eru fundargerðir bæjar- laganefndar með frumvörpum um lagabreytingar, sem leggja skuli fyrir alþingi, og úrskurðir um reikn- inga bæjarsjóðs, vatnsveitunnar og húsfyrningarsjóðs 1923 og 1924. Leikfélag Reykjavikur sýnir næst sjónleikinn „Á útleið“ eftir Sutton Vane. Höf. er Eng- . lendingur. Var hann í stríðinu og skrifaði leikritið eftir það. Leikur þessi hefir verið sýndur mjög víða um lönd og aðsóknin verið mikil. Ýmsir verkstjörar hér í bæ eru farnir að taka í vinnu hjá sér allmarga utanbæjar- menn. Er það allundarlegt, þegar þess er gætt, að bæjarmenn ganga í stórhópum atvinnulausir. Eru menn þessir yfirleitt utan verkalýðsfélags- skaparins, og er líklegt, að þeir séu teknir fyrir lægra kaup en kauptaxta „Dagsbrúnar". Sjúkur félagi. Eyjólfur Kristinsson frá Hafnar- firði varð fyrir því slysi fyrir nokkrum dögum, að meiðast hættu- lega á fæti á skipinu Earl Kitc- hener. Hann liggur í Landakots- spítala í herbergi nr. 2. Kunningj- ar hans geta heimsótt hann þar á venjulegum heimsóknartímum. Trulofun sína hafa opinberað Svanhvít Hermannsdóttir og Helgmundur G. Alexandersson, bæði til heimilis á Sandi. Verkakonur! Gætið þess, að fjölsækja fund- mn ykkar í „Framsókn" í kvöld kl. 8,30 í G.-T.-húsinu, ekki sízt þar eð kaupgjaldsmálið verður þar til umræðu. Sama er sinnið. jjMoggi" er samur við sig. í gær flytur hann barlómsklausu fyrir tog- araeigendur, en honum er ósárt um, þó að kaup verkamanna lækkaði. Hann álítur þá víst hafa nóg samt. Viðvarpstæki. 1 fyrra kvöld heyrðist ágætlega til víðvarpsstöðvarinnar á ódýr kristalsmóttökutæki. 6 manns lilust- uðu á í einu með heyrnartólum. Með því að skifta hverju heyrnar- tóli í tvent, geta tveir notað saina tólið, alt að 12 manns. Tækið var búið til í Hljóðfærahúsinu. Vandræðalegt yfirklör. „Morgunblaðið" lætur í dag eins og tilraun atvinnurekenda á ísafirði til að lækka verkakaupið niður í 1 kr. um kl.st. hafi verið gerð í ógáti! — Ekki vantar yfirdrepskapinn. Ljósolia (,,Sólarljós“) hefir nýlega hækkað í verzlun Jes Zimsens um 3 aura kg., úr 30 aurum upp í 33. Olía í tunnu er að jafnaði 150 kg. Sjálfslýsing. Guðmundur Hannesson kannast við í „Mrgbl.“ í dag, að hann skorti nú algerlega þekkingu til að leggja dóm á flest landsmálanna. — En hví er sá maður að skrifa um opin- ber mál, sem verður að kannast við, að hann hafi enga þekkingu á þeim?

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.