Alþýðublaðið - 19.02.1926, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 19.02.1926, Blaðsíða 1
Gefið út af Al|>ýðuflokknuisa 1926. Föstudaginn 19. febrúar. 43. tölublað. Varhugaverðar tölur. „Morgunblaðið“ í dag tilfærir vísitölur búreikningaskýrslu Hag- stofunnar þvi til stuðnings, að kaup vérkámanna eigi að lækka. Af því tilefni má geta þess, að það er með samningi viðurkent af sanngjörnustu atvinnurekenda- samtökum landsins, Félagi ís- lenzkra préntsmiðjueigenda, að sú vísitala sýni dýrtíðina minni en hún er í raun og veru, og sam- kvæmt þeirri viðurkenningu ætti kaup verkafólks að vera hærra en það er rfú, eins og áður hefir verið sýnt og reiknað út hér í blaðinu. Tölur „Morgunblaðsins“ eru því mjög varhugaverðar, Frá Fiskiþinginu. úr alullarefni í stóru úrvali mjög odýr, Aðalstræti 9 sunnudaginn 21. n. k. í Bárunni (niðri) kl. 2 e. h. Mætlð féMfgOI* Vitamál. Björgunarmálanefndin hefir haft til meðferðar ýmsar tillögur, er samþyktar hafa verið á fjórðungs- þingum í haust þess efnis, að reistir verði nýir vitar og gamlir endurbættir. Enn fremur hefir hún tekið til athugunar beiðnir um það, að ljósker verði sett við Raufarhöfn og á Flateyrartanga við önundarfjörð, og bréf frá Skipstjórafélagi Norðlendinga um, að klukkudufl verði sett á Hellu- boða viÖ Siglunes. Nefndin hefir leitað upplýsinga um þessi efni á skrifstofu vita- málastjóra og þá einkum um vita þá, er ætlast er til að reistir verði á næstu árum. Vitar þeir, er gert er ráð fyrir að reistir verði í nán- ustu framtíð, eru Hornviti á Ströndum, Tjörnesviti, Rauðnúps- viti á Sléttu og Glettinganessviti norðan við Seyðisfjörð. Auk þess mun ákveðið að reisa Dyrhólavit- arín nú þegar. Mælir nefndin eindregið með • því, að vitar þessir verði reistir hið allra fyrsta. Frá fjórðungsþingunum liggur fyrir: Beiðni um, að nýr viti verði reistur á Seley við Reyðarfjörð, að nýr smáviti verði reistur á Ögurhólmum við Isafjarðardjúp. Enn fremur áskorun um, að ljós- magn Arnarnessvitans verði auk- ið, og beiðni frá Austfirðingum um, að ljósmerkjum Hvanneyjar- vitans verði breytt. Þá hefir og komið beiðni frá Austfirðinga- fjórðungi um, að rannsakað verði, hvort tiltækilegt rnuni að setja vita á Hvalbak. Tillögur nefndarinnar eru svo hljóðandi: 1. Fiskiþingið skorar á alþingi, að hlutast til um: a. Að reistur verði nýr viti á Seley við Reyðarfjörð. b. Að smáviti verði reistur á Ögurhólmum við fsafjarðardjúp. c. Að Arnarness- vitinn verði aukinn að ljósmagni svo, að hann lýsi að rninsta kosti 22 sjómílur. d. Að sett verði klukkudufl á Helluboða við Siglu- nes . 2. Fiskiþingið skorar á stjórn Fislufélagsins að hlutast til um við vitamálastjóra,: a. Að rann- sakað verði, hvort tiltækilegt muni að reisa og viðhalda viía á Hvaí- bak. b. Að athuga, hvort unt muni að breyta Hvanneyjarvita þanhig, að hann sýni framvegis grænt ljós yfir Hvanneyjársker og rauít ljós yfir Borgeyjarboða. Nefndin leggur til, að veitt verði úr sjóði Fiskifélagsins fé til að koma upp Ijóskerum á Raufarhöfn og á Flateyri við Ön- undarfjörð. Pölitiskan öskupoka úr vönduðu skinni, hið mesta lista- verk, fékk Kristján Albertsson á öskudaginn. Á annari hliðinni var mynd af Kristjáni, og birtist myndin í eldsloga brennanda. Geislabaugur var um höfuð ritstjóranum, og sveif hann á arnarvængjum. Yfir stóð letrað: „Eldvígsla" með fagurgræn- um stöfum. Á hinni hlið pokáns var fangamark Kr. A. með rauðu letri. Fylgdi pokanum spjald með áletr- un: „Kær kveðja frá íhaldsbolsa".

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.