Alþýðublaðið - 19.02.1926, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 19.02.1926, Blaðsíða 2
ALÞÝÐUBLAÐID Álit og tillögur björgunarmála- nefndar Fiskifélagsins. I. (Frh.) Um skipasmið hér á landi. Um þennan lið farast nefndinni meðal annars þannig orð: „Fiskiveiðar Islendinga hafa frá landnámsöld og alt fram á vora daga (síðustu aldamót) verið stundaðar að mestu á opnum bát- um. Þó er víst óhætt að gera ráð fyrir því, að ærið misjafnar kröf- ur hafi verið gerðar til styrk- leika þessara báta á þessu tíma- bili, enda engar reglur að fara eftir í þessu efni fremur en gerist enn í dag." - . .• „Mikil bót hefir það að lík- indum verið um þessar skipasmið- ar, hve margir bátaformenn hafa verið bátasmiðir sjálfir. Þeir hafa þekt það manna bezt, hvernig skipið skyldi gert bæði að lagi og styrkleika og öðru því, sem taka þurfti til greihaj. . . ." „Það er lögmál lífsins, að menn safnist til feðra sinna, sem svo er kallað, og er það að sjálfsögðu svo um hina gömlu smiði, að þeir eru gengnir guði á vald og sumir aðrir að því komnir að fara. Nýir menn með nýjum siðum koma í staðinn, sjálfsagt með mismunandi hæfileikum til að taka við verkum hinna. Sumir þeirra kunna að hafa aflað sér einhvers lærdóms, en sumir líklega ekki, enda mun ekki öllum finnast þess þörf, þar sem engar lögskipaðar reglur eru til í landinu að fara eftir um skipa- smíðar. Það virðist því timi til kominn, að farið-sé að hugsa um það, að gera einhverjar ráðstaf- anir hér að lútandi, þar sem líka ætla má, að hinir nýju smiðir, sem ekki hafa kynt sér reglur annara þjóða um skipasmíðar, hafi að líkindum heldur enga -sjómanns- þekkingu og séu því ekki vel' færir að standa fyrir skipasmíðum auk þess, sem komið getur til mála, að þeir gerðu verk sín ver en þeir vildu eða gætu, þar sem þeir eru við engar reglur bundnir. Nýir tímar krefjast nýrra umbóta á flestum sviðum, og hefir umbót á þessu dregist alt of lengi, jafn- vel þótt góðar skipasmíðastöðvar séu til í landinu. Nefndin leggur því til: Að pýddar, prentaðar og lög- boðnar verði hér á landi ein- hverjar pœr reglur um skipa- smíð, sem gilda á Norðurlönd- um." (Frh.) Það má með sanni segja, að það séu góðir íhaldsmenn á ftalíu. Nýlidi. Oóðir íhaldsmenn. Fylgismenn Mussolinis eru góð- ir íhaldsmenn og þurfa lítið til þess að taka að segja rangt frá í blöðum sínum eins og sums staðar annars staðar, um hverjir hafi haft betur, því að í ftalíu hafa íhaldsmenn betur á flestum fundum. Ríkislögregla Mussolinis kemur á alla fundi, vel útbúin með prik og axarsköft, oglemur niður alla mótstöðu, beinlínis ber nana niður með bareflum. Frjálslynd blöð eru ekki lengur leyfð í ftalíu, að ég ekki tali um verkamannablöð. Þau síðarnefndu voru flest stöðvuð þannig, að rík- islögreglan mölbraut og ger-eyði- lagði prentsmiðjurnar, sem prent- uðu þau, þar til engin prentsmiðja þorði að taka þau til prentunar. Jafnframt því, að prentsmiðj- urnar voru eyðilagðar, var þeim, sem unnu þar, misþyrmt með ax- arsköftum, ef þeir þá ekki voru drepnir, sem oft kom fyrir. En við ritstjóra frjálslyndu blaðanna haíði ríkislögregla Mus- solinis sérstaka aðferð, ef eitt- hvað kom í blaði, sem þeim lík- aði ekki. Ritstjórarnir voru þá neyddir til að drekka fult glas af laxerolíu, — barðir með jprikum, þangað til þeir gerðu það. En nú er þetta hætt, því að nú vill Mussolini enga mótstöðu heyra, — blöðin bara alveg bönn- uð, nema blöð svartasta íhaldsins. — Söm er aðferðin í ítalska þinginu. Þar má engin mótstaða heyrast. Þingmenn kaþólska lýð- flokksins, sem ekki hafa mætt á þingfundum í tvö ár, komu um daginn inn í þingsalinn og voru viðstaddir við sorgarathöfn, er þar var haldin í minningu ekkjudrotn- ingarinnar. En undir eins og sorg- arathöfninni var lokið, voru þeir lamdir út úr þingsalnum, og á skyndi-þingfundi, sem skotið var á, var samþykt, að banna þeim að koma framar í þingsalinn, nema þeir játuðust undir ríkislögreglu- stjórn Mussolinis og fordæmdu alla sína fyrri pólitik. Álþingié Neðri deild. Þar var í gær rakarafrumvarp- inu og frv. um kynbætur hesta vísað til 3. umr., því fyrra um- ræðulaust, en hinu með nokkr- um breytingum, sem landbúnað- arnefnd hafði gert við það, og frv. til fjáraukalaga fyrir 1925, og frumvarpi um lögleyfingu Coopers-baðlyfja og símafrum- varpi Þórarins til 2. umræðu, og fjáraukalögunum til fjárveitinga- nefndar, baðlyfinu til landbúnað- arnefndar og símalínufrv. tilsam- göngumálarieíndar. Efri deild. 8. fundur var í gsw. Frv. um happdrætti og hlutaveltur, um heimild fyrir ríkisstjórnina til að ganga inn í viðbótarsamning við myntsamband Norðurlanda og um raforkuvirki voru öli til .3. umr. og voru samþ. umræðulaust og afgreidd til neðri deildar. Frv.> um Iöggilta endurskoðendur, 2. umr., var samþykt til 3. umr. með 13 samhlj. atkv. Síðasta mál á dagskránni var till., til þál. um aldurstryggingu; hvernig ræða skuli. Var ákveðin ein umr. um cillöguna. j J Ný frumvörp. Þingmenn Reykjavíkur, Magnús dósent, Jón Baldv. og Jakob Möl- ler, flytja frv. um almannafrið á helgidögum þjóðkirkjunnar, en frv. samdi nefnd, sem sóknar- nefndir þjóðkirkju- og fríkirkju- safnaðanna hér nefndu til þess. í frv. er nokkur takmörkun á heimild til að ferma og afferma skip og á sölu á götum úti á helgidögum þjóðkirkjunnar. Flm. áskilja sér rétt til einstakra breyt- inga á frv. Jörundur og P. Otte- sen flytja frumv. um, að veita bræðrunum Sturlu og Friðriki Jónssonum einkaleyfi til íslenzks happdrættis í alt að 15 árum. Megi ráðuneytið leyfa þeim að leigja öðrum leyfið eða fá það i-hendur hlutafélagi, ef þeir vilja svo við hafa. — Þetta er Iátið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.