1. Alþjóðlega Kópavogsskákmótið - 09.04.1994, Qupperneq 9
Um keppendur á 1. alþjóðlega
Kópavogsskákmótinu
Andri Ass Grétarsson FM
F. 06. 01.1969
Skákstig 2355
Andri Áss kemur úr þekktri
skákfjöjskyldu og er bróðir hans
Helgi Áss einnig keppandi á mótinu.
Andri hefur teflt á mörgum mótum
bæði innanlands sem og erlendis og
náð góðum árangri. Hann hóf að tefla
ungur og var á sínum unglingsárum í
hópi sterkustu unglinga landsins.
Andri var m.a. Skólaskákmeistari
1983, unglingameistari Islands 1987
og orðið ofarlega bæði á Haustmóti
T.R. og Skákþingi Reykjavíkur. Andri
hefur tvívegis teflt í landsliðsflokki
árin 1985 og 1993 og náð góðum
árangri. Hann hefur einnig teflt
töluvert erlendis. Um áramótin 1991-
1992 tefldi hann á tveimur sterkunr
mótum í Gausdal, og á Rilton Cup
mótinu í Svíþjóð og náði góðum
árangri. I fyrra náði Andri einnig
mjög góðum árangri á móti í Lapellier
og hlaut 5'A vinning af 9. Andri hefur
einnig verið áberandi í félagsmálum
skákhreyfingarinnar, og sat í stjórn
Skáksambands íslands 1992-1993 og
var einn af stofnendum Taflfélagsins
Hellis, sem m.a. hélt alþjóðlegt
skákmót í fyrrasumar.
/ ••
Askell Orn Kárason
F. 05.07.1953
Skákstig 2225
Áskell Örn er sálfræðingur að mennt
og framkvæmdastjóri Unglinga-
heimilis ríkisins. Áskell hefur teflt í
landsliðsflokki árin 1974, 1983 og
1987, Sigurvegari í áskorendaflokki
varð hann árin 1984 og 1987.
Skákmeistari Akureyrar 1981 og
1982.
Áskell var alþjóðlegur meistari í
bréfskák 1993. Hann hefur tekið
virkan þátt í Deildakeppninni, þar sem
hann teflir í sveit Skákfélags
Akureyrar
Benedikt Jónasson
F. 13. 03.1957
Skákstig 2245
Benedikt hóf ungur þátttöku í
skákstarfi Taflfélags Reykjavíkur,
enda alinn upp í nágrenni félags-
heimiíis Taflfélagsins. Árið 1969
sigraði hann í unglingaflokki á Haust-
móti T.R. Síðan tekur hann jöfnum og
stöðugum framförum og árið 1979
vinnur hann áskorendaflokk á Skák-
þingi Islands með 8'A vinning af 11
mögulegum. Um haustið teflir hann á
Haustmóti T.R. og fær fjóra vinninga.
Árið 1980 teflir Benedikt í Lands-
liðsflokki á Skákþingi Islands, og
fékk þar 3'A vinning. Árið 1981 teflir
hann á Skákþingi Reykjavíkur og
hlaut 3 vinninga. Á Haustmóti T.R.
sama ár verður hann í 5. sæti með 6
vinninga. Árið eftir teflir hann á
Skákþingi Reykjavíkur og fær 6
vinninga, einnig tefldi hann á Tíunda
Reykjavíkurskákmótinu og fær þar 4
vinninga. Hann teflir í landsliðsflokki
þetta sama ár. Árið 1984 varð
Benedikt í 2. sæti á Skákþingi
Reykjavíkur með 9 vinninga af 11
mögulegum. Á ellefta Reykjavíkur-
skákmótinu fékk hann 5 'A vinning eða
50% vinninga sem er mjög góður
árangur. Árinu 1984 lýkur svo með
því að Benedikt var í 1.-2 sæti á
Haustmóti T.R. ásamt Sævari
Bjarnasyni, með 8 vinninga af 11
mögulegum. Árið 1987 varð hann í
2.-3. sæti á Haustmóti T.R. með 7 1/2
vinning.
Bragi Halldórsson
f. 29. 03.1949
Skákstig 2225
Bragi Halldórsson hefur alllengi
blótað skákgyðjuna. Hann var mjög
virkur í íslensku skáklífi á 7. og 8.
' 9