1. Alþjóðlega Kópavogsskákmótið - 09.04.1994, Síða 13

1. Alþjóðlega Kópavogsskákmótið - 09.04.1994, Síða 13
/ Olafur Brynjar Þórsson F. 23. 07. 72 Skákstig 2180 Olafur er einn af upprennandi skák- mönnunr Reykjavíkur. Hann byrjaði seint að tefla en hefur á nokkrum árum náð góðum árangri á alþjóð- legum skákmótum. Hann hefur teflt á allmörgum mótum í Gausdal í Noregi og hlaut sín alþjóðlegu fyrstu skákstig þar. Olafur var þátttakandi á sínu fyrsta Reykjavíkurskákmóti nú fyrir skömmu og ætti því að koma vel undirbúinn og gæti án efa staðið sig vel á Kópavogsskákmótinu, þó að hann sé stigalægsti keppandi mótsins. Jón Garðar Viðarsson FM F. 12. 08. 1962 Skákstig 2315 Jón Garðar á langan feril að baki bæði innan lands svo og erlendis. Hann hefur tvisvar sigrað á Skákþingi Norðlendinga árin 1985 og 1987. Jón Garðar sigraði einnig á Haustmóti T.R. árið 1987. Hann hefur marg- sinnis haldið út fyrir landssteinanna og helstu mót sem hann hefur tekið þátt í erlendis eru New York Open, Lloyds Bank og Gausdalmótin í Noregi. Jón Garðar varð fyrsti atskákmeistari Islands árið 1988. Hann var einnig áberandi á Reykjavíkurskákmótinu árið 1988 þar sem hann var hárs-breidd frá áfanga að Alþjóðlegum meistaratitli. Jón Garðar hefur aidrei náð áfanga að alþjóðlegum meistaratitli en með góðurn árangi í Kópavogsskákmótinu gæti það breyst. Tómas Björnsson FM F. 05. 01.1969 Skákstig 2260 Tómas Bjömsson hefur teflt á mörgum skákmótum bæði hér heima og erlendis og þrisvar hefur hann verið í hópi keppenda í landsliðs- flokki Skákþings íslands. Tómas byrjaði ntjög ungur að tefla hjá T.R., varð skólaskákmeistari Islands og íslandsmeistari í drengjaflokki á fyrri hluta níunda áratugarins. Arið 1987 sigraði Tómas í meistaraflokki á Skákþingi Norðurlanda í Færeyjunr. Hann hefur teflt fimm sinnum í alþjóðlegum Reykjavíkurskákmótum, en bestum árangri þar náði hann 1990 er hann hlaut sex vinninga. Þröstur Þórhallsson AM F. 19. 03.1969 Skákstig 2470 Þröstur er nýorðinn 25 ára og hefur þrátt fyrir ungan aldur verið einn af okkar sterkustu skákmönnum. Þröstur er búinn að vera áberandi í skáklífinu lengi og hefur meðal annars fjórum sinnum orðið Unglingameistari íslands, 2. sigrað á Atskákmóti íslands og orðið Skákmeistari Reykja- víkur. Fyrst tefldi hann í landsliðs- flokki aðeins 15 ára að aldri og hefur teflt I landsliðsflokki upp frá því alls 9 sinnum. Besturn árangri í landsliðs- flokki náði Þröstur í fyrra er hann var hársbreidd frá sigri en varð að lúta í lægra haldi fyrir Helga Ólafssyni og varð annar. Tvisvar hefur Þröstur teflt í landsliði Islendinga á ólympíu- mótum, árin 1988 og 1992. Árið 1988 náði Þröstur Alþjóðlegum meistara- titli og hefur síðan stefnt beint á stórmeistaratitilinn. Hann hefur hlotið tvo áfanga að Stórmeistaratitli en það var í Gausdal árið 1991, og nú síðast á móti á Englandi fyrir páska þar sem Þröstur varð í fyrsta til þriðja sæti. Þröstur hefur teflt mikið upp á síðkastið og varð í 3. - 6. sæti á Hellismótinu fyrir áramót og hefur síðan þá teflt á mörgum mótum og spurning hvort honunr takist að klára ætlunarverkið að ná stórmeistaratitli. Tölvusetning - Filmuvinna Plötugerð - Offsetprentun SKÁKPRENT, Dugguvogi 23 , Reykjavík, sími 31391 13

x

1. Alþjóðlega Kópavogsskákmótið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 1. Alþjóðlega Kópavogsskákmótið
https://timarit.is/publication/2060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.