Alþýðublaðið - 04.02.1920, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 04.02.1920, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Bftir Upton Sinclair. (Frh.). „Eg vitm inér hér lítið inn — eg þvæ og gæti barna fyrir þá, sem þurfa mín við“. „En gæturðu ekki unnið þér meira inn annars staðar?" „Eg gæti fengið stöðu á mat- söiuhúsi, með sjö eða átta dala Iaunum á viku, en mér yrði kostnaðarsamara að lifa þar og það sem eg sendi heim, hrykki ekki langt, þegar mín nyti ekki við. Eða eg gæti fengið vionu- konustöðu og imnið fjórtán tíma á dag, en, Joe, eg þrái ekki slit og strit. heidur eitthvað fagurt til þess, að horfa á það — eitthvað, sem eg sjálf á". Alt í einu breiddi hún út faðminn, eins og henni lægi við köfnun. „Eg þrái eitt- hvað, sem er fallegt og hreintl* Hann varð þess aftur var, að hún titraði. Stígurinn þrengdist aftur, og rekinn áfram af löngun til þess, að sýna henni samúð sína, lagði hann handlegginn um mitti hennar. í heimi ríka fólksins þýðir slíkt ekki mikið, og hvf skyldi það þá ekki þýða hið sama hjá dóttur námumanns? En er hún nú gekk fast hjá hon- um, leið hægt andvarp frá brjósti hennar, sem hann fann frekar en heyrði. „Mrry", hvíslaði hann, og þau stönsuðu. Því nær ósjálfrátt lagði hann hinn handlegginn utan um hana og í næstu svipan fana hann glóðheitar varir hennar á kinn sér og hún hvfldi titrandi í örmum hans. „Joe, Joe", hvíslaði hún, „þú ætlar að taka mig héðan?* Hún var eins og rós í þessum kolabæ. Hallur var hrærður. Ögrandi, blómum skrýddur vegur ástarinnar, lá hér fyrir honum á yndislegu sumarkvöldinu, meðan manin1) sendi þeim sömu boðin, og hana sendir ríkisfólkinu í dá- samlegum skrautgörðum Ítalíu. En ekki iiðu rnargar minútur, áður en kvíðatilfinning greip Hall. Heima var ung stúlka, sem beið r) Sagan genst mikið sunnar á hnettinum, en bland liggur, svo sumarnætur eru þar myrkar. Þýð. 5jómar\riafélag "Rvíkur. heldur fund í Bárubúð Fimtudag 5. febr. 1920 kl. 772 síðdegis. Hvíldartímamálið til umræðu. — Fjölmennið! Stj órnin. hans. Og svo var líka ákvörðun ein, sem hafði eflst með hverjum degi, síðan hann kom hingað — ákvörðun um það, að finna ráð til þess, að bæta fátæklingum og endurgjalda þeim, fyrir frelsið og mentunina, sem hann hafði hlotið á þeirra kostnað, og að vanbrúka og útjaska þeim ekki. Þeir Jeff Cotton og hans nótar voru þar til þess, að gera það! „Mary“, sagði hann, „þetta megum við ekkil“ „Því þá ekki?“ „Vegna þess — eg er ekki frjáls. Það er önnur stúlka". Hann fann að hún kiptist við, en hún hvarf ekki frá honum. „Hvar?“ spurði hún. „Heima bíður mín stúlka*. „Hvers vegna sagðurðu mér það ekki?“ „Eg veit ekki“. Nú sá Hallur það, að unga stúlkan, hafði ástæðu til að kvarta. Eftir lögum þeirra, sem réðu í einhæfum heim heonar, hafði hann þegar verið koininn töluvert áieiðis. Hann hafði séðst á gangi með henni, og venð talinn „vin- ur“ hennar. Hann hafði fengið hana til þess, að segja frá æfi sinni og hafði hrifsað til sín tiltrú hennar. I salarlífi þessa fólks, sem var svona fátækt, fanst engin tilbreyting eða fjarmalahugsanir, æfi þeirra hafði ekkert rúm fyrir andiega vináttu eða hugræna ast. „Fyrirgefðu mér, Maryl“ sagði hann. Hún svaraði að eins með and- varpi, sem ósjalfrátt sté frá brjósti hennar. Svo hvarf hún hægt úr faðmi hans. Hann barðist við þrána til þess að draga hana að sér. Hún var falleg, þrungin lífi og æsku — og hún þarfnaðist svo mjög dalítillar hamingju! Ea ha'm sigraði girnd sína, og þau stóðu dalítið frá hvort öðru án þess að mæla. Loks sagði hann auðmjúkur: „Getum við ekki haldið áfram að vera góðir ■—m Jarðarför mannsins míns sáluga Benedikts Jónssonar fyrrum sótara fer fram fimtudaginn 5. þ. m. frá heimili okkar Laugaveg 72 kiukk- an 12 á hádegi. Hinn iátni beidd- ist að ekki væri iátnir kransar á kistu hans. Ingibjörg Jóhannsdóttir. Rvenúr fundið á Klappar- stígnum. Réttur eigandi getur vitj- að þess á Kiapparstfg 1 a kjall- • aranum gegn fundarl og borgun þessarar augl. Stefán Friðriksson. Prímusa- og olíuofnaviðgerð in Laugaveg 27 er flutt á Lauga- veg 12 (í portinu). Kaupið Fæst h]á Gudgeiri Jónssyni. Sjémannafélapr! Öllum tillögum til félagsins, eldri og yngri, er veitt móttaka á afgr. Alþbl. (Laugav. 18 B) alla virka daga kl. 10—7. Gjaldkerinn. vinir, Mary? — Eg er svo ákaf- lega leiður yfir þessu“. En hún þoldi ekki að sér vaeri sýnd meðaumkvun. „Það gerir ekkert", sagði hún. „Eg hélt a<9 eg gæti losnað héðan. Það var alt og sumt. Mér var það ekki fyrir öðru“. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ólafur Friðriksson. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.