Alþýðublaðið - 20.02.1926, Side 1

Alþýðublaðið - 20.02.1926, Side 1
Gefid út af AlpýðimoHKnum 1926. Laugardaginn 20. febrúar. 44. tölublaö. Ef»Sesfid simskeyfl. Khöfn, FB., 17. febr. Fjárreiður Norðmanna. Frá Osló er símað, að Noregs- banki hafi nýlega haldið árlegan fulltrúaráðsfund. Tekjuafgangur 1925 var 13 milljónir, og er þetta sönnun þess, að jafnvægi sé farið að komast á í fjármálunum. Hlut- hafar fengu 8 prósent arð. Rygg bankastjóri sagði, að 50 banlcar hefðu orðið að hætta seinustu ár- in, en nú væri þessi fjárhagslega vandræðatíð liðin hjá og að bank- inn ætlaði fyrst um sinn að halda krónunni kyrri á nú verandi stigi. Friðun helgidaga i Bandarikj- unum. Símað er, að stærstu kirkjufé- lög Bandaríkjanna berjist fyrir að lögleiða bókstaflega hlýðni við orð biblíunnar um að halda hvíld- ardaginn heilagan, banna allar skemtanir, blaðaútgáfur og hvers konar vagnaumferð og jafnvel símasamtöl. Khöfn, FB., 18. febr. Húsbruni í New-York-borg. F'rá New-York-borg er símaö, að bruni geysi þar í efstu hæðun- um á fimmtíu hæða húsi. Aðalfndir Kanpfélags 'B0i.kT.fkIn verður haldinn i Góðtemplarahúsinu sunnudag- inn 21. þessa mánaðar og hefst kl. 5 lj% siðdegis. |PP“ Dagskrá samkvæmt félagslögum. "^Hi Reykjavik, 14. febr. 1926. Sjómannafélag Reykjavikur. Fundur i Bárunni niðri mánudaginn 22. p. m. kl. 87s slðdegis. Til umræðu: Félagsmál. Kosning lifrarmatsmanns. Björgun- armál. Tillaga um tryggingu á fatnaði sjömanna, og fleira, ef timi vinst til. Félagar! Fjölmennið! Stjórnin. Sjúkrasamlag Reykjavikur. Aðalfundur verður haldinn i Göðtemplarahúsinu sunnudagínn 28. febr. 1926, kl. 8. siðdegis. — Dagskrá samkvæmt félagsiögunum. Reikningar samlagsins liggja frammi hjá gjaldkera alla næstu viku. 20. febr. 1926. Stjörnín. Kvenfélag Frikirkjusafnaðariiis heldur 20 ára afmælishátíð fimtudaginn 25. þ. m. kl. 8 V2 á Hötel ísland. Félagskonur verða að vitja aðgöngumiða til frú Ingibjargar ísaksdöttur, Holtsgötu 16, eða til frú Lilju Kristjánsdóttur, Laugavegi 37, fyrir priðjudagskvöld. Stuttpilsin hneyksla páfann. Frá Rómaborg er símað, að páf- inn hafi nýlega haldið ræðu og fordæmi það, að konur gangi í stuttum pilsum, og kvað karl- mennina samseka kvenþjóðinni í ýmsu, sem ekki horfir til heilla. Skoraði hann á prestana, að and- mæla tízkunni. Stór-morðingi. Frá Varsjá er símað, að morð- ingi nokkur hafi játað á sig að hafa myrt 53 manneskjur. Kolafundur. Frá Lundúnum er símað, að geysistór kolalög séu fundin í . Kent. Stjórnin hefir veitt 2 millj. sterlingspunda til vinslunnar. Á- litið er, að náman innihaldi hálfan annan milljarð tonna. Fyrirgpurn tll Jósiatans Þorsteinssonar. Vill Jónatan Þorsteinsson gera svo vel að upplýsa, hvar vikt- irnar eru, sem hann viktar á o!í- una út til kaupenda? Spurull.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.