Alþýðublaðið - 20.02.1926, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 20.02.1926, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐxD Kauplð og „Morgunblaðið“. Eins og asninn er auðþektur á eyrunum, þannig er og hugarþel íhaldsliðsins til verkamanna auð- ráðið af afstöðu stærsta málgagns þess hér á landi, „Morgunblaðs- ins“, til verkakaupsins. Það hefir ekki nú fremur en vant er staðið á því blaði til að predika kaup- lækkun og reyna að villa þeim, sem kynnu að glæpast á að trúa því, sjónar í kaupmálinu. Það fer um það mörgum orðum í gær, að búreikningsvísitala Hagstof- unnar hefir lítið eitt lækkað, en til árgæzkunnar vill það ekkert tillit taka. Atvinnurekendur einir eiga eftir því að fá alt hagræði hennar í sinn hlut. „Mrgbl.“ held- ur raunar e. t. v., að það sé þeim að þakka, líkt eins og Jón Magn- ússon, þegar hann þakkaði kon- unginum fyrir góða veðrið hérna um árið. Það væri svo sem eftir „drengjunum“ þess. Þess er enn fremur að gæta, að í búreikningi Hagstofunnar er húsaleigan reiknuð eftir bygging- arkostnaði, en elcki raunverulegri leigu, sem er einn af allra þyngstu útgjaldaliðum flestra verkamanna hér í bænum. Til þess samt sem áður að verkamaður geti náð þeim árs- tekjum, sem Hagstofan reiknar út að þurfi handa 5 manna fjöl- skyldu eftir vöruverðinu í októ- ber í haust, — þ. e. kr. 5087,90 —, þarf verkakaupið að vera — ekki 1,25, eins og atvinnurekendur hafa boðið, og ekki 1,40, eins og það er nú, heldur — 1,69 % um kl.st. í 10 stundir á dag eða kr. 16,96 á dag / 300 virka daga á ári. Nú hefir reynslan sýnt, að þegar meira hefir verið um vinnu en nú er, þá hafa verkamenn al- ment að eins haft 200 vinnudaga á árinu. Það er með nú gildandi — kr. 1,40 — kaupi 2800 kr. á ári með 10 stunda vinnu á dag. Eins og atvinnuleysið er mikið nú, er nóg í lagt, að reikna ann- an hvern virkan dag í árinu vinnudag eða 150 daga á ári, sem með 140 aura kaupi um kl.st. í 10 stundir á dag eru alls kr. 2 100 á árinu. Vitringum „Morgunblaðsins“ finst það fullvel boðið, að verka- menn fái 1,25 um kl.st. Þó að vér gerðum ráð fyrir því, sem engum kunnugum manni getur þó komið í hug að búast við, að verkamenn fengju alment vinnu hvern virkan dag eða í 300 daga á ári, þá yrðu árslaunin með 12,50 á dag fyrir 10 stunda vinnu að eins kr. 3750,00, en ekki kr. 6428,00, eins og „Morgunblaðið“ segir. Mismuninum, 2678 kr., mun það ætla verkamönnum að vinna fyrir á helgidögum. Með tilsvar- andi lækkun á helgidagakaupinu eins og þeir vilja láta verða á dagkaupinu, — þ. e. kr. 2,24 um kl.st,, í stað kr. 2,50 —, yrði þá hver verkamaður að vinna 1190 st. á ári á helgum dögum., Vér skulum ætla, að honum væri leyfð hvíld á stórhátíðunum, en í 52 sunnudaga ársins yrði hann að vinna næni 23 stundir á hverjum sólarhring. íhaldinu hefir löngum verið ant um friðun helgidagsins(!). Til þess hins vegar að ná þess- um kr. 6428,00, sem „Mrgbl.“ tal- ar um, þyrfti kaupið að vera kr. 20,76 á dag með 300 daga vinnu á ári eða kr. 2,07 3/B um kl.st. — Vill það mæla með því kaupi ? Ekki hefir það gert það hingað til. — „Morgunblaðið“ hefir eftir fylstu getu reynt að fylgja háðráði þjóð- skáldsins: „Láttu þá ríku ríða þér, en ríddu sjálfur þeim vesall er.“ Nú er að sýna „Mrgbl.“, hvort verkamenn eru svo vesalir og auð- trúa, sem aðstandendur þess hyggja þá vera. Verkamenn! Nú kemur til ykkar kasta. Fjölsækið fundinn ykkar í Bárunni á morgun, og látið ekkert veikja samtök ykkar og einingir! Munið sannmælið forna, sem á- valt er nýtt: „Sameinaðir stönd- um vér, en sundraðir föllum vér.“ Finnur Jónsson póstmeistari, einn af leiðtogum verkamanna á ísafirði, bar þeim það vitni, að aldrei hefðu samtökin verið svo ágæt þar fyrr eins og í kaupdeil- unni um daginn. Oft hafa þau þó verið góð þar. Með samtök- unum unnu þeir það, að fá 10 til 15 aurum hærra kaup á hverri kl.st. í dagvinnu, heldur en. þeir atvinnurekendurnir, sem þar stóðu fyrir kauplækkunartilrauninni, ætl- uðu sér að greiða, og enn meira á eftirvinnukaupinu. Af þessu geta verkamenn hér og annars staðar séð, hve miklu það skiftir, að samtök þeirra séu öflug og trygg. Verkamenn og verkakonur! Lát- ið ekki ræna frá ykkur ávöxtum árgæzkunnar! Guð hefir sannar- lega ætlast til, að þið fengjuð að njóta þeirra engu síður en út- gerðarmennirnir. Álit oa tillöífur björgunarmála- nefndar Fiskifélagsins. ii. Um byggingu og kaup nýrra skipa. Um þennan lið kemst nefndin svo að orði: „Þetta atriði hefir nefndinni þótt ástæða til að taka til yfir- vegunar, þar sem það hefir sýnt sig í nokkrum tilfellum, sem nefndinni er beinlínis kunnugt um, 'og gera má ráð fyrir miklu fleir- um, sem henni er ókunnugt um, að hérlendir menn, sem samið hafa' um byggingu skipa á er- lendum skipasmiðastöðvum, hafa annað hvort af þekkingarleysi eða kæruleysi fengið skip byggð langt undir þeim „Veritas“-reglum, sem gilt hafa í því landi eða löndum, sem byggingin hefir farið fram í. Hefir afleiðingin af þessu ráð- leysi orðið sú, að þar, sem skipa-' skoðunarreglunum er strangast og bezt fram fylgt hér á landi (sem líklega er þó bara í Reykjavík), hefir orðið að taka þessi skip hér strax til endurbyggingar eða ný hleyptum af stokkunum í öðru landi. . . .“ „Vegna mótorskipanna má þetta ekki lengur svo til ganga. Verður að semja reglur um þetía, og væri þá hyggilegast, að þær regl- ur næðu yfir öll vélskip eða dekk- skip þau, sem nú eru notuð og að líkindum verða notuð í land- inu framvegis, auðvitað miðað við stærð þeirra og gæði. Því yill nefndin leggja til í þessu máli: Að hver sá hérlendur maður eða félag, sem lœtur smiða sliip erlendis, er œtlað er til fiskiveiða eða flutnings við Ísland — að eða frá landinu, — skuli skgldur til að fglgja peirri reglu, að skip

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.