Alþýðublaðið - 20.02.1926, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 20.02.1926, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUBLAÐID 3 pað, er hann lœtur byggja, sé eigi lakar smíðað en flokkunar- reglur pœr tiltaka l pvi landi, sem skipið er smíðað i, og leggja sannanir fram, að pessar reglur hafi verið uppfyltar, — ella fái hann ekki skrásett skipið hér á landi. (Frh.) AfipingL Neðri deiid. Þar var til umr. í gær frv. um viðauka við 1. nr. 53, 11. júlí 1911 um verzlunarbækur; 1. umr. Það var frv. Halld. Stef. um, að verzlunum verði skylt að láta föstum viðskiftanrönnum sínum í té sundurliðað eftirrit af viðskift- ununr í þar til gerðar viðskifta- bækur, ef þeir óska pess. — Var því eftir stuttar umr. visað vísað til 2. umræðu og allshn. Efri deild. Þar var í gær á tlagskrá að eins eitt mál, frv. um bæjarstjóra á Norðfirði; 1. umr. Flnr. er Ingvar Páinrason. Hélt hann alllanga ræðu fyrir frv. Aðrir tóku eigi til máis. Var frv. vísað til 2. unrr. og allshn. Sjómannastofan. Guðsþjónusta á morgun ki. 6 e. m.’’ Allir velkormrir. Maður verður útí. Þorleifur ólafsson frá Rauða- nesi á Mýrunr fór s. 1. miðviku- dag áleiðis þangað frá Borgarnesi. Rauðanes er nokkrum km. utar en Borgarnes. Lá leið Þorleifs um fjörur. Kom lrann ekki fram, en hestur hans fanst lifandi í fyrra dag. í gær leituðu 20 manns, og fanst nraðurinn þá bráðlega ör- endur í fjörunni. — Þorleifur hafði áður lengi átt heima á Borg. — Eftir hann lifa ekkja og tvö börn. (Jm dacjiim og veginn. Næturlæknir pr i nótt Friðrik Björnsson, Tlror- valdsensstræti 4, simi 1780, og aðra nótt Kjartan Ólafsson, Lækjargötu 6, sínri 614. Messur á morgun. 1 dónrkirkjunni kl. 11 séra Friðrik Hallgrínrsson og kl. 5 séra Bjarni Jónsson. 1 fríkirkjunni kl. 2 séra Árni Sigurðsson og kl. 5 Haraldur próf. Níelsson. I Landa- kotskirkju kl. 9 f. m. hámessa, kl. 6 e. m. guðsþjónusta með predikun. í aðventkirkjunni kl, 6,30 e. m. séra O. J. Olsen. „Dagsbrúnar“-fundurinn á morgun verður í Bárunni, en ekki í Góðtemplarahúsinu eins og venjulega. Verkanrenn! Nú ríður á, að þið fjölsækið fundinn, því að Stúdentafræðslan, Á morgun kl. 2 talar séra Ólafur Ólafsson, fyrrum fríkirkjuprestur • um Mestíir konur á söguöldinnl. Miðar á 50 aura við inngang- inn í Nýja Bíó frá kl. 1 30. kaupdeilan er á dagskrá. Fundur- inn byrjar kl. 2. Landhelgisbrot. „Þór tók í gær tvo þýzka tog- «ra og fór með þá til Vestmanna- eyja. Aðalfundur Kaupfélags Reykvíkinga verður á morgun kl, 5 síðd. í G.-T.-húsinu. Leiðrétting. 1 gær hefir fallið úr lína á mótum 2. og 3. síðu blaðsins, í frásögn um happdrættisfrumvarpið. Setn- in'gin átti að vera þannig: Þetta er látið heita gróðafyrirtæki fyrir rík- ið, því að það eigi að fá 100 þús. kr. eða meira á ári fyrir leyfið. Stúdentafræðslan. Á morgun talar séra Ólafur f. fríkirkjupréstur um „Mestar konur á söguöldinni“. Verður erindið flutt í, Nýja Bíó eins og vant er kl. 2. Sjá auglýsingu hér i blaðinu! Þorraþræll er í dag. Góa byrjar á morgun. Jafnaðarmannafélag íslands. Kaffikvöld verður á þriðjudags- kvöld í „Hótel Heklu“. Aðgöngu- miðum fyrir félagsmenn verður út- hlutað j Alþýðuhúsinu gamla á morgun frá kl. 1 e. h. Margt verður til skemtunar. Húsið við Norðurá, íögreglusaga eftir Einar skálaglam, I. KAFLI. „Skopfossu kemur. Það er ekki til fallegri staður í heimi en Reykjavík hciðskýran, sólríkan júnímorgun. Loftið er svo skýrt, að maður finnur til til þess, að maður er að stara út í ómælið, ef maður keyrir höfuðið aftur á hnakka og horfir upp í bláan himininn, og mqður sér hvern drátt í ásjónu Snæfellsness-fjall- anna eins greinilega og þau væru ofan í manni. Og þó bera þau við sjóndeildarhring.- Betur getur ekki einu sinni Neapel boðið. Á virkum dögum er þó eins og brauð- strit mannanna hálfgert þyngi niður himininn, eins og tötrar verkalýðsins dragi yfir hann móðu, og rykið, sem hinar óhreinu flutninga- bifreiðar þyrla upp, leggi um borgina þoku- reifa, og eins og vinnuskarkalinn — þó undarlegt sé — fyrirmuni manni að sjá dýrð fjallahringsins, — hvort sem maður er í borginni sjálfri eða kemur að henni á sjó eða landi. En á helgum, þegar menn hvílast frá vinnu og klæðast í sparifötin, og flutningabifreið- arnar standa kyrrar í skúrunum, en skark- alinn er þagnaður, þá rís fegurð bæjariná og nágrennisins eins og fuglinn Phönix af ösku vikunnar í allri sinni dýrð. Og þó er Reykjavík ekki Reykjavík, þótt sólbjartur miðsumars-morgun sé, nema skip sé að koma frá útlöndum. Þá þyrpast kon- ur og karlar, ungir og gamlir, niður á Hafn- arbakkann, léttklæddir og glaðir í varmri og þó mátulegri golunni til að sjá, hverjir koma. Það er arfur frá feðrunum, sem á vorin þráðu siglinguna, allur þessi áhugi á skipa-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.