Alþýðublaðið - 22.02.1926, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 22.02.1926, Blaðsíða 1
Gefið út af Alþýðuflokkisuiii 1926. Mánudaginn 22. febrúar. 45. tölublað. Bfétmæli gegn ríkislögreglu. 280 alþingiskjósendur á Akra- nesi haía sent alþingi mótmæli gegn því, að svo nefnd ríkislög- regla verði sett á stofn hér á landi. Mótmælaskjalið var lesið upp á alþingi í fyrradag. Sampykt „Dagsbrúnar". Þar eð ýmsar lífsnauðsynjar, svo sem mjólk, kjöt og fiskur, hafa ekkert lækkað í verði, þar eð húsaleiga hefir heldur ekkert lækkað, en þvert á móti er útlit fyrir, að hún muni hækka mikið á næstunni, þar eð engin trygging er fyrir því, að íslenzka krónan lækki ekki á þessu vori, og þar eð atvinna verkamanna verður mánuði eða hálfum öðrum mánuði styttri en á undanförnum árum sökum þess, hve seint saltfisksveiðar byrja, eru engin líkindi til þess, að kjör verkalýðsins verði betri á þessu ári en undanfarið, þótt ýms erlend vara hafi lækkað. Félagið sér því enga ástæðu fyrir atvinnurekendur .að fara fram á kauplækkun, og ákveður að halda fast við sama kaup- taxta. Kaupdeilan* Á fjölmennum aukafundi, sem haldinn var í gær í verkamanna- félaginu „Dagsbrún", skýrði samn- inganeínd félagsins frá starfi sínu. Krafa atvinnurekenda var 15 aura kauplækkun um hverja klukku- stund á dagkaupi verkamanna, niður í kr. 1,25. Gagnkröfur þær, er samninganefnd „Dagsbrúnar" bar fram, voru, að í stað stunda- kaups komi dagkaup, er miðað sé við 9Va stundar dagsverk, og að Sjómannafélag Reykjavíkur. Fundur i Bárunni niðri mánudaginn 22. þ. m. kl. 8V2 siðdegis. Til umræðu: Félagsmál. Kosning lifrarmatsmanns. Björgun- armál. Tillaga um tryggingu á fatnaði sjómanna, og fleira, ef timi vinst til. Félagarl Fjölmenniðl Stjórnin. H.f. ReykjavikurannálE 1926: EMf Leikið í Iðnö mánudag, þriðjudag og föstudag kl. 8. Aðgöngumiðar til allra daganna seldir í Iðnó i dag frá kl. 2 — 7 og kl. 10 —12 og 2 — 8 dagana sem leikið er. Pantanir til mánudagsins verða að sækjast fyrir kl. 5 i dag, annars seldir öðrum. hluti úr dagsverki sé reiknaður samkvæmt því, — að dagvinnan styttist þannig, að matarhlé verði 1V2 kl.st. í stað 1 stundar, — að ekki verði framvegis byrjað á nýrri vinnu eftir kl. 9 að kvöldi, — að verklýðsfélagar sitji fyrir vinnu, — að það eitt sé kölluð íastavinna, sem verkamenn eru ráðnir í skriflega eigi skemur en til 6 mánaða, og haldi þeir kaupi sínu þann tíma, hvort sem þeir eru látnir vinna eða ekki; vinnu- dagur þeirra sé hinn sami og annara verkamanna, en ef þeir vinna eftirvinnu, þá fái þeir sama kaup fyrir hana og aðrir verka- menn, og — að vinnuhlé sé jafnan frá hádegi 1. maí og út þann dag. Nefndin sagði fulltrúum at- vinnurekenda, að tillögur hennar við verkamannafélagið „Dags- brún" um, hvort gengið yrði að nokkurri kauplækkun eða eklu, færu eftir því, hvort atvinnurek- endur féllust á þessar gagnkröfur, allar eða einhverjar þeirra. — Samkomulag hefir ekki náðst, og eru samningar strandaðir. Samn- inganeínd „Dagsbrúnar" átti tal við sáttasemjara ríkisins, og áieit hann gagnslaust að bera fram miðlunartillögur. Á „Dagsbránar"-fundinum var, eftir einhuga umræðúr um kaup- gjaldsmálið, borin upp tiilaga sá, sem prentuð er hér að framan, og var hún samþykt í einu hljóði. Aí framanskráðu er ljóst,. að það er atvinnurekendum að kenna, að samningatilraunirnar eru. strandaðar. Þeir hafa haldíð fram þeim kröfum, sem „Dagsbrún" hef- ir áður neitað að ganga að, en engum gagnkröfum sint. Skipum hleypt al stokbunnm árið 1925. Samkvæmt ársskýrslu Lloyd-ié- lagsins var síðast liðið ár hleypt af síokkunum skipum, er voru tíamtals 2192 000 smálestir „brut- to". Par af átti Bretland hið rrííkla og Irland 1 084 00a

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.