Alþýðublaðið - 23.02.1926, Side 1

Alþýðublaðið - 23.02.1926, Side 1
Gefið út af Alþýdtiflokknuin 1926. Þriðjudaginn 23. febrúar. 46. tölublað. Mótmæli gegn ríkislögreglu. 175 alþingiskjósendur í Húsavík hafa sent aljringi mótmæli gegn því, að svo nefnd ríkislögregla verði sett á stofn hér á landi. Mótmælaskjalið hefir verið lesið upp á alþingi. Erlend simskeyti. Leikfélag Reykjavikur. A ntleið (Outward bonnd) Sjónleikur i 3 þáttum, eftir Sutton ¥ane verður leikinn i Iðnó á morgun (24. febrúar). HSgT Leikurinn hefst með forspili kl. 73/r. Aðgöngumiðar seldir i dag frá kl. 4 — 7 og á morgun frá kl. 10 — 1 og eftir 2. Simi 12. Simi 12. Khöfn, FB., 19. og 20. febr. Námumönnum bjargað Frá New-York-borg er símað, að mönnum þeim, er luktir voru inni í Ohio-námunni (sbr. skeyti 16. þ. m.), hafi verið bjargað. Rússar og afvopnunarmálið. Frá Moskva er símað, að Rúss- ar séu því mótfallnir, að afvopn- unarfundurinn fari fram í Sviss, og stinga þeir upp á því, að hann verði haldinn í Kaupmannahöfn. (Danir eru forgönguþjóð um af- vopnun i framkvæmd.j Einræði-stjörnin griska. Frá Aþenuborg er símað, að Pangalos hafi látið handsama suma ráðherrana úr gömlu stjórn- inni og bar því við, að þeir veki óánægju meðal þjóðarinnar. Hefir hann látið flytja þá út á dálitla eyju í Grikklandshafi. Ofbeldisverki þetta mælist illa fyrir, og fara heimsblöðin hörðum orðum um það. Fjölkvæmi bannað i Tyrklandi. Fr^ ’Miklagarði er símað, að þingið hafi bannað fjölkvæni með lögum. Khöfn, FB., 21. febr. Krónprinzinn vantar. Frá Bukarest er símað, að óá- nægjan yfir því, að krónprinzinn sé alt af utanlands, fari sífelt vax- andi. Hafa orðið blóðugar óeirðir vegna þess, að fjöldi manna krefst þess, að hann verði kallaður heim. Óeirðirnar fara vaxandi. Stjórnin óttast byltingu, og hefir konung- urinn sent mann til Milano, en þar er Carlos nú, og beðið hann að koma heim. Skriðuhiaup bana fólki í Utah. Frá New-York-borg er símað, að 115 manneskjur hafi beðið bana: í skriðuhlaupi í ríkinu Utah. Framleiðsiuvélar i stað gim- steina. Frá Moskva er símað, að fjöldi gimsteinasala sé kominn þangað í þeim tilgangi að kaupa gim- steina og aðra dýrgripi gömlu keisaraættarinnar. Eru dýrgripirn- ir álitnir 50 millj. sterlingspunda virði. Stjórnin ætlar að kaupa iðn- aðarvélar og landbúnaðartæki fyr- ir peningana. Khöfn, FB., 22. febr. Heimskautsflug ráðgert. Frá Lundúnum er símað, að ástralski heimskautkönnuðurinn Wilkins ætli aö fljúga frá Bar- rew-höfða í Alaska, yfir norður- heimskautið til Svalbarða. Tvær flugvélar ætla að reyna að komast norður á heimskaut á undan Amundsen. Hafa þær matarforða að eins til hálfs mánaðar. Verzlunarsamningur milli Rússa og Norðmanna. Frá Osló er símað, að stór- þingið hafi nýlega samþykt verzl- unarsamning við Rússland. Khöfn, FB., 23. febr. Ummæli Vilhjálms Stefáns- j sonar um heimskautsfarir. Frá New-York-borg er símað, að Vilhjálmur Stefánsson álíti, að heimskautsförin muni heppnast. Sagðist hann ekki álíta, að það væri sérstaklega hættulegt að fljúga yfir heimskautssvæðið. Vonandi verði bráðlega hægt að senda póst til , Kína og Japan þessa leið frá Ameríku. Nýtt met i skiðastökki. Frá Osló er símað, að í smá- bæ í norðanverðum Noregi hafi maður nokkur sett nýtt met í skíðastökki. Stökk hann 70 metra. íslenzkt viðvarpskvöld i Danmörku. (Tilkynning fró sendilierra Dana.) Rvík, 12. febr. Blaðið „Radiolytteren" skýrir f-rá því, að síðast liðinn sunnudag hafi á víðvarpsskemtiskránni verið „ís- lenzkt kvöld“. Hjónin Dora Og Har- aldur Sigurðsson aðstoðuðu. Enn fremur hélt Guðmundur Kamban fyrirlestur um sérkenni íslenzkrar menningar.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.