Alþýðublaðið - 23.02.1926, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 23.02.1926, Qupperneq 2
2 ALKÝÐUBL’AÐxD Hötun |útgerðarmanna um tilræði við bæjarfélagið. Þegar íhaldsliðið þarf á aðstoð bænda að halda.i þá er það vant að reyna að viíla þeim sjónar með því að látá blöð sín pre- dika átthagaást og umhyggju- skyldu fyrir þeirri sveit, sem les- endurnir eigi heima í. Á sunnu- daginn var var dálítið annað hljóð í strokknum þess. Pá sýndi sig öezt, ef einhver vissi það ekki áður, hve mjög stór-útgerðar- mennirnir hérna bera hag bæjar- félagsins fyrir brjósti, — bæjar- félagsins, sem þeir hafa fengið allan sinn auð hjá. Þá láta þeir stærsta málgagnið sitt skila þeirri hótun frá sér, að ef þeim takist ekki að reyta kr. 1,50 til kr. 1,65 af dagkaupi hvers verkamanns, — sem þó allir, sem kunnugir eru útgerðarrekstri, vita að er smá- upphæð fyrir útgerðarfélögin —, þá hætti þeir að láta togarana leggja upp í Reykjavík þann fisk, sem veiðist fyrir Austur- og Vestur-landinu. Lesendurnir at- hugi ósvífnina. Útgerðarmennirnir hafa dregið að sér fólk víðs vegar að af landinu. Það hefir sezt hér að, og Reykjavík er orðin heim- kynni þess. Það hefir unnið baki brotnu í þarfir útgerðarfélaganna. Dýrtíðin er miklu meiri hér en nokkurs staðar annars staðar á landinu. Hún gerir verkamönnum í Reykjavík ókleift að lækka kaup- ið; ef þeir eiga að geta lifað þol- anlegu lífi. En útgerðarmennirnir virðast ekki vera svo mjög að hugsa um það. Stórfé hefir verið lagt fram úr bæjarsjóði til hafnar- bóta og mannvirkja, sem mjög hafa flýtt fyrir afgreiðslu skip- anna og komið útgerðinni að næstum ómetanlegum notum. En útgerðarmennirnir virðast ekki hafa þungar áhyggjur út af þakk- lætisskuld sinni við bæjarfélagið. Þeir hóta að flytja atvinnuna burtu úr bænum og þar með svifta bæjarfélagið þeim tekjum, sem þeim er a. m. k. siðferðilega skylt að veita því sem endurgjald fyrir alt hagræðið og það þótt átthagaástin, sem blöðin þeirra guma mest af stundum, sé látin liggja á milli hluta. — Ef „Mgbl.“ hefir hins vegar skrökvað þessari hótun upp á þá, þá er þeirra að leiðrétta. Tilgangur hótunarinnar getur þó naumast verið annar en sá, að reyna að hræða ,. verkamenn til að samþykkja kauplækkun. Hótunin er sem sé ekki fram- kvæmanleg nema með svo mikl- um aukakostnaði, að útgerðin hlyti að stórtapa á þeirri ráða- breytni. Til þess að leggja upp meginið af þeim fiski, sem veidd- ur er á togarana á þeim stöðum, þar sem tiltölulega lítið hefir ver- ið lagt upp af fiski áður, og verka hann þar, þarf ný fiskhús, reiti, þurkhús o. fl., og til þess að afferming togaranna geti verið greið, þarf víða miklar hafnar- bætur. Einu sinni var t. d. verið í 3 daga að skipa upp fiski úr togara á Norðfirði. — Það er því næsta ótrúlegt, að útgerðar- menn leggi svo mikið kapp á að reyna að kúga og níÖa niður verkamenn hér í bænum, að þeir horfi ekki í að verja til þess stór- fé frá sjálfum sér. En nú hafa þeir sýnt —- ef þeir mótmæla ekki sögusögn „Mgbl.“ —, að þeim er ekki að treysta, og að ef þeir heföu hag af því, þá myndu þeir hlaupa burtu með framleiðslutækin fyrirvara- laust, eins og þeir hafa gert einu sinni áður,"hvað svo sem bæjar- búum og bæjarfélaginu liði. Þeg- ar svo þar við bætist ódugnaður þeirra við að útvega nýja mark- aði fyrir fiskinn, þótt tækifærið til þess sé svo að segja lagt upp í hendurnar á þeim, eins og Pétur Ólafsson ræðismaður hefir réttilega ávítað þá fyrir, þá hlýt- ur krafa íslenzkrar alþýðu að verða sú sama um togarana eins og enskrar alþýðu um kolanám- urnar: Störu framleiðslutækin verð- ur að þjóðnýta. Ella ér afkoma alþýðunnar í voða, áður en varir. Áskorun til alþingis nm strangari Mengisbannlðg eg bætt eEtirlit með þeim. 428 alþingiskjósendur í Siglu- fjarðarkaupstað hafa sent áskor- un til alþingis um, að herða á áfengislöggjöfinni og auka bann- lagaeftirlitið að miklum mun. Á- skorunin hefir verið lesin upp á alþingi. Urn rniðjan janúar var línuveið- arinn „Þuriður sundafyllir“ frá Hnífsdal að veiðum í Miðnessjó. Gerði þá ófært veður, svo að skipstjóri bjóst til að halda til lands. Sá hann þá mótorbát með neyðarflagg uppi skamt frá og hélt skipinu þangað, en vegna stórsjóa og ofviðris gat hann ekki náð til bátsins og lét því skip sitt reka með honum alla nóttina og fram á næsta dag. Þá létti veðrinu, svo að festi varð kornið til bátsins. Dró síðan „Þuríður" bátinn til Reykjavíkur og kom þangað að morgni næsta dags, sem var sunnudagur. Þegar þang- að kom, varð „Þuríður" enn að bíða 2 daga vegna réttarhalda í málinu. Tapaði hún þannig 4 dög- um frá veiðum vegna björgunar- innar auk þess, sem skip og menn voru lögð i talsverða hættu. Báturinn, sem bjargað var, heit- ir' „Gul!toppur“ og er frá Kefla- vík; hafði vélin bilað og leki síð- an komið að bátnum. Við próf- in upplýstist, að litiar líkur hefðu verið tii, að báturinn heföi getað komist af án hjálpar, og voru skipverjar iátnir eiðfesta framburð sinn. Báturinn var vátrygður í Sam- ábyrgðinni, og fóru eigendur „Þuríðar“ frarn á að fá greidd hæfileg björgunarlaun, 8G00 ,til 10 000 krónur, en forstjóri Sam- ábyrgðarinnar neitaði því. Verða eigendurnir nú að hefja málaferli til að ná rétti sínum. Sögu þessa sagði einn af skip- verjum á „Þuríði“ tíðindamanni Alþýðublaðsins, og er hún þess vel verð, að henni sé á lofti haldið. Skipstjórinn lagði í hættu skip og menn til að bjarga, ekki að eins áhöfn bátsins, heldur og bátnum sjálfum. Það hefði verið auðveldara og áhættuminna að bjarga að eins mönnunum, taka þá urn borð í „Þuríði“ og láta bátinn eiga sig. — Að launum fyrir drengskap sinn og karl-

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.