Alþýðublaðið - 23.02.1926, Síða 3

Alþýðublaðið - 23.02.1926, Síða 3
23. febr. 1926. ALÞÝÐUBLAÐID 3 mensku fær skipstjórinn — að missa 4’daga frá veiðum. Árlega týnast skip og fjármun- ir við strendur íslands, svo mörg- um hundruðum púsunda króna nemur. Fjöldi vaskra drengja fer |>g í sjóinn árlega. Það tjón verð- ur eigi metið til fjár. Þó myndu fleiri skip farast, fleiri menn drukkna, ef sjómannastétt okkar væri eigi jafn-drenglunduð og á- ræðin og hún er, jafnan fús tii að leggja sig í hættu til að bjarga þeim, sem nauðulega eru staddir. Til slíks ber að hvetja en ekki letja. Sagan hér að ofan sýnir, hverja hvatningu eigendur og skipverjar „Þuríðar“ hafa fengið til slíkra dáða framvegis. H. Frá bæjarstjórnarfundi 18. þ. m. Kosningar í málefnum sveita og kaupstaða. Bæjarlaganefndin flutti allmarg- ar breytingatillögur við stjórnar- frv. um það efni, sem liggur fyrir alþingi. Samkv. þeim er hjónurn eða nánurn skyldmennum ekki bannað að sitja samtímis í bæjar- stjórn eða hreppsnefnd. Þá er konum gert' jafnskylt og körlurn að taka við kosningu í bæjarstj. eða hreppsnefnd. Brottvikningu úr hreppsnefnd, sýslunefnd éða bæj- arstjórn má skjóta til dómstól- anna, eftir úrskurð atvinnumála- ráðherra. Tölu bæjarfulltrúa má hækka upp í 21. Varamenn skal kjósa jafnmarga bæjarfulltrúum, og taka þeir sæti fulltrúa, sem fara úr bæjarstjórn áður en kjör- tími er liðinn, á sama hátt og varamenn landkjörinna alþingis- manna taka sæti þeirra. Alþing- iskjörskrá gildir við þessar kosn- ingar með viðbótarskrá þeirra annara, sem á kjördegi hafa kosn- ingarétt. Gerðar eru og nokkrar leiðréttingar á ákvæðum um fram- lagningu kjörskráa og um kærur yfir þeim. Formaður kjörstjórna skal kosinn á sama hátt og nú. Um þessar breytingar var öll bæjarlaganefndin sammála, en auk þeirra fluttu fulltrúar Alþýðu- flokksins, Héðinn Valdimarsson og Stefán Jóhann Stefánsson, breytingatillögur þess efnis, að kosningaréttaraldur sé 21 ár, að sveitaskuld varði ekki missi kosningaréttar, og að bæjarfull- trúar séu kosnir allir í senn og til þriggja ára. Tillögur nefndarinnar voru sam- þyktar með samhljóða atkvæðum, en tillögur Alþýðuflokksfulltrú- anna voru allar feldar með 7 atkv. gegn 6 að viðhöfðu nafnakalli. „Já“ sögðu Alþýðuflokksfulltrú- arnir sex, en „nei“ sagði borgar- stjóri og lið hans, það, er viðstatt var: Guðm. Ásbj., Pétur Halld., Jónatan, Pétur Magn., H. Ben. og Jón Ásbj. Fjarstaddir voru: B. Ól„ Þ. Sv. og J. Ól. Skyssa hjá forseta. í sambandi við tillögur bæjar- laganefndar flutti Pétur Halldórs- son tvær tillögur, sem hann las upp í ræðu sinni og afhenti síðan forseta. Þegar á eftir lýsti for- setinn umræðu lokið, lét ganga til atkvæða og bar upp tillögur Pét- urs. Var honum þá bent á, að tillögunum hefði aldrei verið lýst úr forsetastóli til umræðu eða at- kvæðagreiðslu, og kæmu þær því eigi til greina að réttum fundar- sköpum. Sinti forseti ekki þessari bendingu, og varð það til þess, að önnur tillagan féll með öllum greiddum atkvæðum gegn einu, en hin með 9 samhljóða atkvæð- Einar Skálaglam: Húsið við Norðurá. í Norðurá um sumarið og hann átti að vera með. Eiríkur með augað var afar-einkennilegur maður. Hann var einhvers staðar milli þrí- tugs og sextugs, en enginn vissi hvar, og flestir mundu eftir honum sem fullorðnum manni í ungdæmi sínu. Hann hafði ofan af fyrir sér með því að ferðast með enskum ferðamönnum á sumrin, — hann hafði ein- hvern tíma með óskiljanlegu móti orðið góð- í ensku —, en á veturna át hann eða öllu heldur drakk út það, sem hann hafði unnið sér inn um sumarið, því að Eiríkur var feikna-drykkfeldur og sætkendur eða þaðan af meira frá morgni til kvölds, ef. hann komst höndum undir. En um viðurnefni hans var það að segja, að hann hafði hvorki fengið það af því, að hann vantaði annað augað, né heldur hinu, að hann hefði einu auga fleira en annað fólk, heldur hafði hann hlotið það af frægu glóðarauga, sem hann hafði fengið fyrir æfalöngu í nafntoguðum slagsmálum. Glóðaraugað var að vísu löngu horfið, en nafnið loddi við hann enn og það svo fast, að hann var aldrei nefndur öðru heiti, og almenningur virtist löngu hafa gleymt, að hann hefði nokkurt föðurnafn. Nú stóð hann þarna sætkendur, þótt að morgni væri, og var að skygnast eftir Eng- lendingnum, sem átti að borga fylliríið hans næsta vetur. Fólkið í kring teygði líka álkurnar og var að gizka á, hver þessi eða hinn væri, sem úti á skipi sæist, og að veifa hendi til þeirra, sem það hafði borið kensl á. Á skipinu var handagangur í öskjunni. Menn hlupu fram og aftur og flæktust hver fyrir öðrum, ýmist borgandi fæðisreikninga sína eða tínandi saman föggur sínar. En þess á milli voru menn að hendast upp á þilfar til að gá að kunningjum á landi eöa að kneifa síðasta „bitterinn" og bjórinn, áður í aðflutningsbannið kæmi. Þjónninn vann verk sitt með kýmnisbrosi, því að hann þekti frá fornu fari, hvað þyrstir menn urðu svona á síðustu stundu. Niðri í gangi var einn minni háttar stór- kaupmaður úr Reykjavík að greiða jómfrúnni þjórfé og reyndi um leið að kyssa hana bak við dyratjald, sem ekki tókst nema svona og svona. Eh inni í einum klefanum stóð Smith majór bölvandi og ragnandi og var að hjálpa Max- well þjóni sínum að raða whiskyflöskum í handtöskuna.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.