Alþýðublaðið - 23.02.1926, Side 5

Alþýðublaðið - 23.02.1926, Side 5
ALÞÝÐUBLAÐID 5 fyrir yfirstandandi ár Jón Bjarnason með 281 atkv. Trygging á fatnaði sjömanna. Á fundi Sjómannafélagsins í gær- kveldi var samþykt að skora á al- þingi að setja lög' um tryggingu á fatnaði sjómanhá, og væri hún þeim að kosínaðarlausu. Nú hefir veralsusia Klöpp, Laugavegi 18, fengið urval af góðum og ödýrum vörum. Komið fljótt og kaupið! Dráttarvextir. Þeir húseigendur, sem ekki hafa goldið þ. á. fasteignagjald eða hus- fyrningargjald af liúsi sinu 2. rnarz næst komandi, verða að greiða dráttarvexti, í marzm. 3 °/o, í april 4°/0 o. s. frv. — Gjöldin ber að greiða á skrifstofu bæjargjaldkera. Þetta tilkynnist öllum hlutaðeigendum, Bæiargjaldkersiin. Björgunarskipið „Þör“. Um þetta leyti eru að verða skip- stjóraskifti á „Þór“. Fer Jóhann P. Jónsson til Kaupmannahafnar til að líta eftir smíði varðskipsins nýja, en Einar Einarsson, stýrimaður á „Þór“, tekur við skipstjórninni. Bæjarstjörn á Norðfirði, en ekki bæjarstjóra, átti að standa í alþingisfréttum í blaðinu á laúgardáginn. „ÓI. Thors, (form.)“. Þegar „Vörður" vav um daginn. að skýra frá nefndarkosningum al- þingis, vissi hann ekki til, að for- maður væri í neinni þeirra nema sjávarútvegsnefnd neðri deildar, en þar er formaður Ölafur Thórs. Rit- stjórinn, Kristján Albertsson cand. phil., etur hjá Ölafi. Veðrið. iiili 'meslur 6 st. (í Vestm.eyjum); minstur 4 st. frost (á Grímsst. og Raufarh.). 3 st. í Rvik. Átt suðlæg, hæg. Veðurspá: I dag: Fyrst suð- austan allhvass, síðan hvass og úr- koma á Suður- og Suðvéstur-Iandi, vaxandi austah á Austurl., fyrst suð- austan, síðan vaxandi austánátt á Norðurlandi. í nótt: Sennilega aust- an átt, ailhvöss á Suðurlandi. Ef til vill norðaustan á Norðvesturlandi. Barrow-höfðiim, sem getið er mn í einu frétta- skéytinu, er á 71. st. 23,5. min. norð- lægrar breiddar. Alpmgistiðindi frá í gær bíða morguns af sér- stökum ástæðum. „Islands Kirke fra dens Grundlæggelse til Re- formationen“ (Saga íslenzkrar kirkju frá upphafi til siðabótar) heitir ný- útkomin bók eftir Jón biskup Helga- son. Það er mikið rit, 300 bls. í „Skírnis“-broti, og er prýtt 37 mynd- um. Má það því ódýrt kallast (5 kr. danskar). Félagið „Dansk-islandsk Kirkesag" hefir kostað útgáfuna. — Bók þessi er hin eigulegasta, skýr og skemtileg, og flytur mikinn fróð- leik, sem ekki fæst annars staðar í einni heild. Næturvörður er þessa vilcu i lyfjabúð Reykja- víkur. Gengismál Dana. (Tilkynning frá séndiherra Dana.) Rvík, 22. febr. Gengisnefnd ríkisþingsins hefir bírt álit sitt um beiðni þjóðbankans um, að gengislán það, er ríkið á- byrgist, verði notað til þess að halda dönsku krónunni í nú verandi verði hennar, sem er 96,44 gullaurar. Meiri hluti nefndarinnar, — jafnað- arméhn og vinstimenn, — sem viður- keimn, að .hæfilegur varasjóður sé nauðsynlegur til þess að hindra breytingar, sem nokkru varði, muiiu, ef varasjóður bankans sjálfs lækkar ofan í ákveðið lágmark, verða með því, að bætt verði við hann af géngisláni því, er ríkið hefir á- oyrgst, þó þannig, að gengisnefndin í 'h.yért skifti taki ákvörðunina um það. Meiri hlutinn er sammála um, að eigi sö rétt að nota gengislánið 111 þess að liækka krónuna eða halda henni hærri en hægt er ún óvenju- legra ráðstafana. Minni hluti nefnd-*' arinnar (ihaldsmenn) álítur rétt að taka þegar í stað til hluta af gengis- láninu. Blöðin líta samkvæmt þessu þannig á, að meiri hluti, er samsett- ur sé af jafnaðarmönnum, vinstri- mönnum og ihaldsmönnum ásamt nokkrum gerbótamönnum, sé ein- iiregið mótfaliinn verðfesting krón- unnar annars staðar en í gullgengi (pari). Stauning, forsætisráðherra jafnað- armaiinastjórnarinnar, telur yfirlýs- ingu gengisnefndarinnar fullnaðar- sigur gullkrónunnar. Hellbrlaðlsmál Riíssa. Allir, sem komið hafa til Rúss- íands, dást að því, hve stórkost- lega mikið ráðstjórnin hefir gert til verndar heilsu barna og ung- linga. Hagskýrslurnar eru talandi vottur um það. Fyrir ófriðinn mikla var dauði barna í Moskvahéraðinu 27,0 af hverjum 100 fæðingum. Nú er hann 13,7. í Leningrad-héraði var dauði barna 23,0. Nú er hann 12,9. t Nizhni Novgorod var dauðinn 34,4. Nú er hann 17,3 af hverjum 100 fæðingum. Eins og menn sjá af þessu, hefir dánum fækkað um helming frá því fyrir ófriðinn mikla. Daiisinærln og verkamaðurinn. Kvenþjóðin í París hefir alment orð á sér fyrir að vera kát við kárlmennina. Er það ekki að á- stæðulausu. Fýrir skömmu glataði ein af fegurstu dansmeyjum París- arborgar afardýru perlu-hálsbandi. Hún var í öngum sínum út af miss- inum. Leikhússstjóri leikhússins, er hún vann við, ráðlagði henni að auglýsa eftir hálsbandinu og heita náum fundaríaunum. Hún fór að ráðum hans og hét 5000 franka fundarlaunum. Skömmu síðar kom til hennar verkamaður með hálsbandið, er hann kvaðst hafa fundið á tröpp- um leikhússins. Dansmærin varð frá sér numin af fögnuði yfir því að fá aftur perlurnar sínar. Hún fór ofan í peningapyngju sína og ætlaði að ná í 5000 franka. En þá varð henni liiið á verkamanninn og hún sagði brosandi: „Hvort viljið þér heldur fú peningána eða koss?“ Verka- maðurinn, sem vafalaust hafði aldr- ei eignast 5000 franka, hikaði eitt augnablik. Svo svaraði hann djarf- lega: „Koss.“ Og hann fékk kossinn. En þcgar hann kom heim tii sín, lá þar umslag með nafni hans og í því 5 þúsundfrankaseðlar.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.