Alþýðublaðið - 24.02.1926, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 24.02.1926, Blaðsíða 2
2 alþýðublaÐxD: Kosiiinprréttur og Knútsliðar. Blaðið skýrði í gær frá breyt- ingarlillögum þeirra Héðins Valdi- marssonar og Stefáns Jóh. Ste- íánssonar við frumvarp ríkis- stjórnarinnar um kosningar í mál- efnum sveita og kaupstaða. Jafn- framt var skýrt frá undirtektum þeim, sem tillögurnar fengu í bæj- arstjórninni. Fyrsta tillagan var, eins og menn muna, um, að menn öðluð- ust kosningarétt 21 árs í stað 25, eins og nú er hér á landi. Tillaga þessi er svo'eðlileg og sjálfsögð, að erfilt væri að mótmæla henni með rökum. Borgarstjóraliðið var heldur ekki að hafa fyrir því. Það greiddi að eins þegjandi atkvæði gegn henni, alt það; er viðstatt var. Óvíða myndi þó svo hafa farið, að í borgarstjórn svo nefnds lýðfrjáls lands fyndist enginn suo frjálslyndur maður annar en jafn- aðarmennirnir^ að hann greiddi at- kvæði með því, að lögráðir menn (þ. e. þeir, sem fyrir aldurs sakir eru fjár síns ráðandi) fengju at- kvæðisrétt í bæjar- og sveita-mál- um, þótt ekki væru þeir orðnir 25 ára gamlir. Nú er þess einnig að gæta, að þeir, sem feldu til- löguna, eru sjálfir komnir að yfir- ráðum þeim, sem þeir og þeirra stétt hefir í þjóðfélaginu, vegna rýmkunar kosningaréttarins, Pess hefðu þeir þó átt að minnast, en jafnvel lögfræðingarnir í borg- arstjóraliðinu, sem sjálfsagt sjá þó og vita betur en félagar þeirra, hve sjálfsögð þessi tillaga er, eru svo bundnir flokksböndum undir „þann ókosna", að samvizkur þeirra verða að láta í minni pok- ann. Nú er það farið að birtast, að Knútur valdi sér þá eina til fylgd- Dr i bæjarstjórnina, þegar „Knúts- listinn" var saminn, sem hann þóttist öruggur um, að fylgdu sér gegn um blítt og strítt, hvað svo sem allri sanngirni liði. Hann fær um stund að „ríkja eins og ljón“ — yfir þeim. Hinar tillögurnar, sem þeir Héð- inn og Stefán fluttu, um kosninga- rétt þeirra, sem neyðst hafa til að þiggja af sveit, og um kosningu allrar bæjarstjórnarinnar í senn til þriggja ára,-—svo að kjósend- urnir fengju betri og fleiri tæki- færi til að kveða upp dóm um ráðsmensku fulltrúa sinna —, voru þeim mun fremur þær réttar- bætur, sem auðvald og íhald hafa barist gegn og óttast, að ekki var að vænta, að þeir, sem ekki þora að veita 21 árs gömlu fólki kosn- ingarrétt, yrðu fremur svo frjáls- lyndir, að þeir greiddu atkvæði með þeim, enda varð nú eitthvað annað. Mpliigl. Neðri deild. Par var í fyrra dag fyrra mál á dagskrá happdrættiseinkaleyfi þeirra Friðriks og Sturlu. Hafði Jörundur framsögu. Kvaðst hann gjarna kjósa, að vér Islendingar værum alveg lausir við happ- drættisseðlakaup. Samt mælti hann með frumvarpinu. Að fram- söguræðu lokinni var því vísað til 2. umr. með 14 atkv. gegn 3 og til fjárhagsnefndar með 17 gegn 1. Pá fór fram 1. umr. um frv. um afnám húsaleigulaganna. Hafði Magnús dósent framsögu og vitn- aði í samþykt íhaldsliðsi'ns í bæj- arstjórninni. Jón Baldvinsson tal- aði tvisvar og sýndi fram á hús- næðisvandræði þau, sem verða myndu, þegar lögin féllu úr gildi, ef það óráð yrði ofan á, einkum ef það yrði á hausti. Féllust þá flutningsmennirnir á, að lengja frestinn til 14. maí 1927, og Jakob, að bæjarstjórnin héldi rétti sínum fyrst um sinn til að setja reglu- gerð um íbúð, sem seld er á leigu, um hámark húsaleigu og aðrar íryggingarráðstafanir þess, að bæjarbúar geti notið húsnæðisins í bænum (sbr. húsnæðislögin síð- ari); en á móti því var Magnús dósent alveg. Kannaðist hann þó við, að húsaleigan væri of há samanborið við byggingarkostnað. Vildi hann að vísu kenna húsa- leigulögunum um það, þó að vit- anlegt sé, að húsaleigan myndi hækka, ef þau væru afnumin; en hann skýrði það þannig, að vegna þeirra væri minna bygt. Jón Baldv. rak þessa röksemdafærslu ofan í hann og sýndi fram á, að aðalástæðan til þess, hva fá hús eru reist í bænum, væri skortur á hagkvæmum lánum. Magnús Guð- mundsson kvaðst ekki hafa orðið við beiðni meiri hlutans í bæjar- stjórninni, um að láta nemá lögin úr gildi með konungsúrskurði, vegna þess, að vafi hafi leikið á um heimild til þess, en hins vegar skamt til alþingis, þegar beiðnin kom. Var frv. þá vísað til 2. umr. með 17 atkv. gegn atkv. Jóns Baldv. og til allshn. í n. d. áttust þeir mest við í gær Jakob og J. Kjart. um rak- arafrv. Kvað Jakob sama að samþ. breyt.till. þeirra J. Kj. og B. Líndals og að fella frv., því að þá myndi varla nein reglugerð verða sett. Að láta lögin einnig rrá til konfektbúða væri komið inn í frv. vegna óska bæjarstjórn- arinnar, og hefði allshn. sett það inn í frv. á fyrra þingi, og hefði þó J. Kj. verið í úefndinni. Þá tal- aði J. Kj. og sagði margt, sem brosað var að. T. d.: „Það er engin trygging fyrir því, að heim- ilin misnoti vinnukraft barna sinna.“ Meinti hann víst, að ekki væri ástæða til að ætla þeim það. „Strau“-konum vikli hann leyfa næturvinnu, þ. e. a. s., ef þær væru „heiðarlegar „strau“-konur“. Kvað hann í frv. koma fram stétt- arsamtök rakara, en þeim ætti al- þingi að vera á móti. Ætlaði B. Líndal þá að koma J. Kj. til hjálp- ar, en var honum þó ósammála um vinnutíma barna. Kvað hann mega ákveða honurn takmörk, ef þingið vildi, en kom þó með enga tillögu um það. Magn. Torfason áleit óhætt að trúa bæjarstjórn Reykjavíkur fyrir því, að semja reglugerðina, án þess að setja henni nákvæmar reglur. þar sem í bæjarstjórninni væru menn eins og Ólafur Friðriksson, Pétur Magnússon, Haraldur Guðmunds- son og Jón Ásbjörnsson. Takli hann svívirðilegt, að deila um það á alþingi, sem hennar væri að gera um. Að svo mæltu var breyt- ingatill. um að undanþiggja kon- fektbúðir lokunarskyldu feld með 16 atkv. gegn 3, og hin, um að undanskilja afgreiðslu eiganda og fjölskyldu hans, með 13 gegn 4. Var frv. síðan vísað óbreyttu til e. d. með 16 atkv. gegn 2. — Frv. um löggilta endurskoðendur var umræðulaust vísað til 2. umr. og allshn. Svo sjálfsagt sem allir sæmilega frjálslyndir menn finna að frv.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.