Alþýðublaðið - 25.02.1926, Síða 1

Alþýðublaðið - 25.02.1926, Síða 1
Erlend simskeyti. Khöfn, FB., 24. febr. Greifafrúnni leyfð landganga. Frá New-York-borg er símað, að greifafrúnni hafi nú verið leyfð landganga. Málið kemur fyrir dómstólana. Fleiri vinnuuppsagnir í Noregi. Frá Osló er símað, að atvinnu- rekendur hafi enn fremur sagt upp ýmsum samningum í lok aprílmánaðar. Hörð refsing fyrir ilt umtal. Frá Rómaborg er símað, að drukkinn Englendingur hafi talað illa um Mussoiini á vínstofu einni. Maðurinn var dæmdur í átta mánaða fangelsi auk hárrar sekt- ar. Khöfn, FB., 25. febr. Dýrgripakaupin í Rússlandi. Frá Moskva er símað, að franskir gimsteinasalar hafi keypt suma dýrgripi keisaraættarinnar fyrir 3 milljónir dollara. • Brezk ummæli um fast sæti i framkvæmdarúði Þjóðabanda- lagsins. Frá Lundúnum er símað, að „London Times“ segi, að pað komi ekki til mála, að sinna fram komnum kröfum Brazilíu, Pól- lands og Spánar um fast sæti í framkvæmdaráði Þjóðabandalags- ins. Það geti Þýzkalandi einu hlotnast. Frá Berlín er símað, að par sé almenn ánægja yfir pessari af- stöðu Bretlands. Stórtap á gengisstöðvun. Frá Osló er símað, að menn séu orðnir órólegir út af krónu- hækkuninni. Noregsbanki stórtap- ar á tilraununum að halda krón- unni í skefjum. JarðarEör föðurbróður mins, Filippusar Filippus« sonar, sem andaðist 17. þ., m. fer fram laugardaginu 27. p. m. kl. 1 Vs e. h. frá Þjéðkirkjunni i Mafnarfirði. F. h. vina og vandamanna. Sigriður Jóhannesdóttir. Kappteflið norsk-íslenzka. (Tilk. frá Taflfélagi Reykjavíkur.) Borð II: 46. leikur Islendinga (svart), H e 2 — h 2. 47. leikur Norðmanna (hvítt), K d 1 — c 1. 47. leikur íslendinga (svart), H h 2 — c 2, skák. 48. leikur Norðmanna (hvitt), K c 1 — d 1. 48. leikur íslendinga (svart), H c 2 — e 2. 49. leikur Norðmanna (svart). K d 1 — c 1. Með pessum leik buðu Norð- rnenn jafntefli, en íslendingar höfn- uðu pví með pvi að leika: 49. leikur íslendinga (svart), h 6 — h 5. 50. leikur Norðmanna (hvítt), g 4 — g 5. KvikmyudaMsin í Osló. Hinn 1. jan. p. á. tók bæjar- stjórnin í Osló að sér rekstur allra kvikmyndahúsa í borginni og skipaði aðalforstjóra við pá starfræksluyfirréttarmálaflutnings- mann J. Chr. Gundersen, sem ku hafa mjög mikla pekkingu á peirri starfsemi. Hann bauð pegar til fundar með fulltrúum hinna stærri útlendu kvikmyndafélaga til pess að geta trygt sér hinar allrabeztu kvikmyndir, sem völ er á. Um áramótin voru starfrækt í Osló 13 kvikmyndahús og hið 14. í smíð- um. Mjög víða er barist á móti peirri steínu jafnaðarmanna, að bæjarfélög taki að sér rekstur kvikmýndahúsa, og| cru pai' fremstir í flokki íhaldsmenn, en svo undarlega vill nú til, að í- haldsmenn eru í meiri hluta í bæjarstjórninni í Osló, og gæti petta tiltæki peirra rná ske orðfð til pess að sannfæra íhaldsmenn annara bæjarstjórna um pað, að pessi stefna jafnaðarmanna sé í raun og veru ekki svo óskynsam- leg. á. Úr útlendumjblöðum. Franskir jafnaðarmenn. Á allsherjarfundi, sem jafnað- armenn í Frakkiandi héldu i Pa- rís fyrri hluta janúar, var sam- pykt með 1766 íulltrúaatkvæðum gegn 1331, að ef tækifæri byðist, skyldi flokkurinn taka pátt í stjórnarmyndun, ef jafnaðarmenn fengju meiri hluta ráðherraemb- ættanna og pau, er peir helzt kysu. 19 fulltrúar greiddu ekki atkvæði. Herriot var 11. jan. kosinn forseti í full- trúadeild franska pingsins með 300 atkvæðum gegn 24 (sameign- armanna). Ihaldsflokkurinn og miðflokkurinn greiddu ekki at- kvæði. Ó. ísfiskssala. Júplter seldi afla sinn í gær fyrir T747 steriingspund.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.