Alþýðublaðið - 25.02.1926, Síða 2

Alþýðublaðið - 25.02.1926, Síða 2
2 alþ;ýðubdað*d: Forsjárleysi stórútgerð armannanna. „Mgbl.“ hefir nú, eins og eðli- legt var, alveg gefist upp á að lengja árið, og ekki hefir það heldur treyst sér til að halda til streitu þeirri uppgötvun sinni, að verkamenn eigi að vinna 23 stund- ir í hverjum helgum sólarhring ársins öðrum en stórhátíðum. Þá snýr það sér að því að berja Sóminn fyrir útgerðarmenn nú, þegar ekki eru liðnir tveir mán- uðir af næsta ári eftir albezta fisksöluárið, sem þessi þjóð hefir lifað. Þó að talsvert meira veidd- ist af fiski árið 1924 en 1925, þá var salan svo góð síðara árið, aÖ 19 af hundraði fleiri gullkrónur fengust fyrir útfluttar vörur það ár heldur en á fiskiárinu mikla 1924, þó að salan væri einnig góð það ár. Þó að söluhorfurn- ar séu lakari nú, þá er nú að sjá, hve mikið er að marka skrafið um forsjá útgerðarmannanna. Nú er að sjá, hve lagnir þeir eru á að láta nægtir góðu áranna bæta úr halla hinna lakari. Pét- ur Ölafsson ræðismaður hefir og greinilega upplýst og það í mál- gagni sjálfra útgerðarmannanna, að fyrirhyggjuleysi og samvinnu- leysi sjálfra þeirra er um að kenna, að markaðurinn er ekki bæði rýmri og tryggari en hann er. Þegar P. Ó. hafði fyrir nokkr- um árum sem sendimaður ríkis- ins rannsakað markaðshorfurnar víðs vegar í Ameríku, lagði hann til, að togarafélögin legðu fram sem svaraði 25—30 skippundum af fiski á ári frá hverjum togara, og væri sá fiskur sendur á reynslu- markaði. Ætlaði þá verandi at- vinnumálaráðherra jafnvel að sjá um, að ríkið veitti allrífleg út- flutningsverðlaun fyrir þann fisk. En hvernig fór? — P. Ó. segir m. a.: „Þó ótrúlegt sé, munu sumir helztu útflytjendurnir hafa verið svo skammsýnir að vilja ekkert sinna þessu, — jafnvel talið það ,humbug‘, — sem væri komið frá templurum bara til að fá af- numinn aftur innflutning á Spán- arvínum," o. s. frv. Og ekki hafi samtökin orðið öllu betri um síid- arsöluna. Síldarsamlagið þeirra „dó í fæðingunni"; Suður-Ame- ríku-markaðurinn var látinn ónot- aður, en Spánarvínunum var dreift um landið í nafni mark- aðsþrengslanna. Og svo koma út- gerðarmennirnir nú, undir eins og ekki er alveg víst, nema óforsjálni þeirra kunni að koma þeim í koll, og vilja láta verkafólkið gjalda ómensku sjálfra þeirra og greiða fyrir hana einn skattinn enn af vinnulaunum sínum. En nú sér alþýðan, að nóg er komið af slík- um góðgerðum, og neitar einum rómi. Hún þarf á engum atvinnu- leysisrekendum að halda, eins og einn verkamaður hefir kallað þá svo réttilega, þegar þeir eru farnir að hóta atvinnuleysisrekstri. Ef útgerðarmennirnir eru ekki fær- ari til að stjórna rekstri togaranna en svo, að þeir þurfi í lok tveggja beztu áranna að fara í fjárbón til verst launuðu stéttarinnar í landinu, þá er þeim sannarlega ekki trúandi fyrir stjórn þeirra framvegis. Þeir hafa þá sannar- lega glatað öllum þeim forsjár- réttindum, sem þeir þykjast hafa haft og þeir hafa látið blöð sín reyna að koma fólkinu tii að trúa að þeir hefðu. Og þá liggur ekki önnur lausn fyrir, sem nokkur lausn er, en pjóðnýting togaranna. Frá Fiskiþinginu. Fiskisýningin 1930. Nefnd sú, er Fiskifélagió skip- aði til þess að athuga möguleika fyrir fiskisýningu árið 1930 í sam- bandi við 1000 ára afmæli alþing- is, hefir komið fram með tillög- ur sínar um málið. í nefndinni voru þeir Arngrímur Fr. Bjarna- son, Bjarni Sæmundsson fiski- fræðingur og Magnús Sigurðsson bankastjóri. Nefndin tekur réttilega fram, að slíkar sýningar sem þessi hafi mjög mikil áhrif mönnum til upp- örvunar og séu auk þess mjög lærdómsríkar um allan atvinnu- rekstur, þar sem á slíkum sýn- ingum verði það eitt sýnt, er telj- ast megi bezt og fullkomnast í hverri framleiðslu- eða atvinnu- grein. Hins vegar dylst nefndinni eigi, að sýningin muni verða mjög kostnaðarsöm, ef hún á að verða meira en nafnið eitt og gefa mönnum glögga mynd af þröun atvinnuvegarins og ástandi hans nú og þýðingu fyrir þjóðarbú- skapinn. Sérstaklega álítur nefnd- in, að nauðsynlegt muni að reisa stór eða mörg hús yfir sýning- armunina. Það er að öllum líkindum á- kveðið, að Búnaðarfélag Islands efni til landbúnaðarsýningar 1930. Fari svo, þykir nefnd Fiskiþings- ins varla sæmilegt, að Fiskifé- lagið sitji aðgerðalaust hjá. Nefndin hefir átt tal við bún- aðarmálastjóra um afstöðu Bún- aðarfélagsins til þessa máls. Að öllum málavöxtum athuguðum leggur því nefndin til, 1) að fiskifélagið beitist fyrir pvl, að haldin verði fiskisýning í Reykjavik 1930 í sambandi við 1000 ára afmœli alpingis, svo framarlega sem Búnaðarfélag Islands heldur pá sýningu. 2) að stjórn félagsins sé falið að gera fyrsta undirbúninginn með aðstoð erindreka félagsins og á annan hentugan hátt og henni heimilað að verja nauðsynlegu fé til pess undirbúnings, enda leggi hún fyrir nœsta Fiskiping skýrslu um gerðir slnar. 3) að sýningin megi verða svo fullkomin, að sómi verði að fyrir félagið og gagn fyrir landið, en brýnum um leið fyrir öllum, sem hlut eiga að máli, að stilla svo vel i hóf, pegar áœtlað verður um kostnað við sýninguna, að hann baki hvorki félaginu né rikissjóði óbœrilegan eða litt bœri- legan kostnað, hvorki beinan né óbeinan. Álit öö tillögur björeunarmáia- neíndar Fiskifélaesins. iii. Um innkaup á gömlum skipum frá útlöndum. Um þetta mál farast nefndinni þannig orð: „Nefndin hefir álitið rétt að taka þetta mál til meðferðar, þar sem töluvert er keypt til lands- ins af mjög gömlum skipum, og áhugi manna fer vaxandi í þá átt, að auka innkaup slíkra skipa og nota þau að.allega til línu- og síldveiða hér við land, og er jafn- vel ætlast til, að þau flytji veiði

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.