Alþýðublaðið - 26.02.1926, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 26.02.1926, Qupperneq 1
1926. Föstudaginn 26. febrúar. 49. tölublað. Mótmæli gegn ,stýfingu‘ krönunnar. Ályktun þessi var samþykt í einu hljóði í gærkveldi á fjöl- mennum fundi í verkamannafélag- inu „Dagsbrún“. Fundurinn skorar á alþingi aö fella öll frumvörp eða tillögur, sem miða að stýfingu eða lækkun á verðgildi íslenzks gjaldeyris, þar sem samþyktir í þá átt væru bein stéttarráðstöfun til þess, að velta nýrri skattabyrði á herðar alþýð- unnar. Erlend samskeyti. Til næsta ffmtudags verður gefinn 20°/u afslattur af öllum: Manchettskyrtum, Nærfatnaði, Karlmanna- og barna-sokkum og REGNKÁPUM. Enn jþá eru nokkur stykki af vetrar- frðkkum eftir, sem seljast eins og undanfarið fyrir hálfvirðl. Laugavegl 5 fengum vlð með e.s. dullfoss. Mjólkurfélag ileykjavíkssr. Khöfn, FB., 25. febr. „Bólusetning" gegn tæringu. Frá París er símað, að pró- fessor Camette hafi skýrt frá ár- angri af tilraunum sínum að „bóiusetja“ smábörn frá tæringar- veikum heimilum gegn tæringu. Tiiraunirnar hafa sannað, að 93 af hundraði af börnum frá slík- um heimilum séu gerð ómóttæki- leg fyrir veikina, en spurningin er þó sú, hvort þau geti síðar meir orðið tæringarveik. Skattalækkun i Bandarikjunum. Frá Washington er símað, að neðri deildin hafi samþykt frum- varp um skattalækkun á komandi ári. Skattarnir lækka um 387 millj. dollara. Khöfn, FB„ 26. febr. Flugslys i Paris. Frá París er símað, að fransk- ur flugmaður hafi veðjað við amerískan flugmann um það, hvort hann gæti fiogið gegnum opið á Eiffelturninum. Flaug hann með afskaplegum hraða gegnum hvelfinguna klakklaust, en hinum megin festist vélin í stálvírum í sambandi við þráð- laus móttökutæki og kviknaði við þetta í flugvélinni og brann hún og flugmaðurinn til agna. Métmæll gegn afnámi húsaleigu- laganna. Ályktun þessi var samþykt í einu hljóði á fundi verkamanna- féiagsins „Dagsbrúnar" í gær- kveldi. Fundurinn skorar eindregið á alþingi að fella frumvarp það, er fyrir því liggur um afnám húsaleigulaganna, sem og öll frumvörp eða tillögur, sem fram kunna að koma og miða í sömu átt. Með því að afnema húsaleigu- jögin gerði þingið sig að verkfæri í hendi leigusalanna, til þess aö sprengja húsaleigu í þessurn bæ enn hærra upp en orðið er, og yrði þannig þess valdandi, að fjöldi verkafólks hefði framvegis ekkert þak yfir höfuðið. Kappteílið norsk-íslenzka. (Tilk. frá Taflfélagi Reykjavíkur.) Borð II: 50. leikur íslendinga (svart), K g 6 X h 5. Sjúkrasamlag Reykjavlkur. Reikningar [)ess liggja franuni hjá gjaldkera þess á Bergstaðastræti 3 í kvöld og annað kvöld kl. 6—-8. Samlagið hefir orðið mörgum Reyk- víkingi til mikillar hjálpar.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.