Alþýðublaðið - 26.02.1926, Page 2

Alþýðublaðið - 26.02.1926, Page 2
2 ALÞ.ÝÐUBLAÐ.D Túnrækt bæjarins. Fyrir nokkrum árum tók bæjar- félagið nokkra túnbletti til rækt- unar, sem mér sýnist að hafi gef- ið ágætan árangur. Jón Jóhanns- son verkstjóri hefir séð um þessa ræktun og látið mig fá skýrslu um heyskapinn. Túnin hefi ég mælt. 1920 eru 116 hestarafum 6,6 ha. 1921 — 207 — - — 6,6 1922 — 341V2 — 6,6 1923 — 422 — - — 6,6 1924 — 513V2 - - — 10 1925 — 790'/2 — - — 12,80 Heyhestar á hvern hektara verða: Það þykir gott tún, sem gefur 45 hesta af hektara. Hér kemst það hæst upp í 80 af einstöku túni, en 64 að meðaltali. Fyrstu 2 árin er sprettan léleg, túnin í órækt, þegar bærinn tekur þau. Þess ber að geta, sem vel er gert, svo að það geti orðið til hvatningar fyrir aðra. Því tel ég skyldu mína að segja almenningi frá þessu. Þessi litla túnrækt sýnir okkur það, að bærinn getur vel rekið ýms fyrirtæki með öllu betri ár- angri en einstaklingar, ef hirt er um að leita uppi duglega og sam- vizkusama menn, er þekkingu hafa á þeim verkum, sem um er að ræða. Nú hefir bærinn rúma tuttugu vagnhesta. Sá rekstur hefir geng- ið ágætlega. Taðan af þessum túnum hefir verið notuð að mestu íeyti handa hestunum, en talsvert héfir verið selt á vorin með sann- gjörnu verði þeim bæjarmönnum, sem heylausir hafa oröið. 1 Fossvogi á bærinn h. u. b. 24 hektara af túni. Su ræktun hefir bygst nær eingöngu á útlendum áburði. Sprettan allgóð eftir á- stæðum. Það þarf að tryggja Fossvogi húsdýra- eða salerna- áburð; þá verður hann ágætur. Milli Seljalands og Fossvogs er Kringlumýrin. Hún er nú þurkuð að mestu leyti og liggur að öllu leyti mjög vel við ræktun. Bær- inn á tvö áburðarhús þar rétt við. Það liggur því beint við að taka hana til ræktunar á næstu árum, enda býst ég við, að það verði gert. Áhugi hefir farið vax- andi fyrir ræktun, en ekki nóg. Það þarf að breyta öllu bæjar- landinu í vallendi. Með því feng- ist miklu betra beitiland, sem rækta mætti með útlendum á- burði, meðan það væri ekki brot- ið til túnræktar. En til hvers á bærinn að rækta tún? Hann á að rækta það handa sínum eigin kúm. Hann á að setja upp kúabú, helzt í Kringlumýri, og leggja Fossvog undir það. Kringlumýri ein gæti vel borið 50 kýr án þess að sækja beitiland út fyrir hana. Verði ekki undirbúið kúabú bæjarins á næstu árum, er bezt að skifta Fossvogi í smábýli á sama -hátt og Sogamýrinni. Við þurfum fyrirmyndarbú á ýmsum stöðum, og þau eiga að vera rekin af ríki og bæjarfé- lögum, og fyrirmyndirnar eiga að vera gefnar þar, sem flestir geta séð þær, en það yrði við Reykja- vík. Auk þess er bænum trygð með því aðstoð til þess að hafa áhrif á mjólkurverð. — Að segja það, að ekki fáist góðir menn til þess að stjórna fyrirtækjum bæja eða ríkis, og að menn vinni þar ver en hjá sjálfum sér, er ekkert nema fyrirsláttur. Myndi Jón Jóhannsson hafa fengið meira hey af túnunum, ef hann hefði átt þau sjálfur ? Nei; alls ekki. Ætli 40 kýr á Korpúlfsstöðum hefðu mjólkað í fyrra meira en 3100 lítra að meðaltali, hefði Jón Bergsson átt þær sjálfur? Ég held varla. Kristófer Grimsson. AlpingL Neðri deild. Þar var frumv. til fjáraukalaga fyrir 1925 samþ. til 3. umr. með dálitlum breytingum fjárveitinga- nefndar. Þá komu til 1. umr. frv. Jóns Baldv. um einkasölu ríkis- ins á útfluttri síld og ,um einka- sölu ríkisins á saltfiski. Sýndi Jón Baldv. fram á þann vandræða- glundroða, sem á síldarsölunni er, þar eð útgerðarmenn hafa aldrei getað komið á fastri fé- lagssölu á henni. Vitnaði hann m. a. í ummæli Péturs Ólafsson- ar ræðismanns um samlagið, sem „dó í fæðingunni“. Bezta lausn málsins væri einkasala ríkisins, og sama gilti um saltfiskssöluna, sem alþingi fengist nú væntan- lega til að láta athuga í nefnd. Frumvarpinu um einkasölu á síld var síðan vísað til sjávarútv.n. og til 2. umr. að viðhöfðu nafna- nalli með 14 atkv. gegn 9. „Já“ sögðu: Ben. Sv., Ásg., Halld. Stef., Hákon, Jakob, J. A. J., Jón Baldv., Jör. Br., M. T., P. Þ., Sigurjón, Sv. Ól., Tr. Þ. og Þorleifur, en „nei“: Árni frá Múla, B. Línd., J. Kj„ J. Sig., J. Þorl., M. G„ Ól. Th„ P. Ott. og Þórarinn. Fjar- staddir: Bernh., Bj. f. V„ Ingólf- ur, Klemenz og M. J. Ekki voru þingmenn þó skilningsbetri en svo á nauðsyn betra skipulags á fisksölunni, að það frv. feldu þeir frá nefnd og 2. umr. með 14 atkv. gegn 8. — Þá var frv. um undanþágu frá forkaupsrétti ábúanda á jörð, sem eigandi sel- ur barni sinu, kjörbarni, fóstur- barni eða systkini, vísað til 2. umr. og landbúnaðarnefndar, og löggildingu verzlunarstaðar í Málmey nefndarlaust til 2. umr. — Stýfing krónunnar er til umr. í dag. Efri deild. Þar var í gær lagt fram stjórn- arfrumv. um heimild fyrir veð-

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.